Magnaðar móttökur í molli, barnaspælingar, nýju bankastýrulaunin og örbold

kringlan_700966.jpgAuðvelt var að fá bílastæði við Kringluna í dag, enda ekki jafnmargir á sveimi þar og síðast þegar ég kom þangað. Það er algjör misskilningur að okkur Íslendingum, múslimum norðursins, mæti alls staðar slæmt viðmót vegna ábyrgðarlausra gjörða okkar í heiminum, stelpan í sjoppunni í Hagkaup, útlensk og allt, var ekkert nema almennilegheitin. Sama má segja um starfsfólkið í Kaffitári þar sem við vinkonurnar fengum okkur sjúklega góðan latte. Þótt ég hafi dregið saman seglin, eins og flestir Íslendingar, ætla ég ekki að sleppa því að fá mér gott kaffi í kreppunni og sá að margir hugsa á svipaðan máta, biðröð myndaðist hratt fyrir aftan okkur og setið var við flest borð. Maður á að vera góður við sig! Mikið langaði mig að vera ofsagóð við mig og kaupa bol í rekka með öðrum góðum bolum en á honum stóð: Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum núna, seljum þau!

BankarnirJamm, svo heyrði ég því fleygt að hámarkslaun í bönkum núna séu 950 þúsund (bankastýra) á mánuði í stað 70 milljóna eða svo. Algeng laun millistjórnenda innan við hálfa millu og síðan fengi venjulegt bankafólk talsvert lægra að vanda. Það fékk mig til að hugsa um góðærið sem svo margir tala um að hafi ríkt hérna. Mig minnir, leiðréttið mig ef mér skjátlast, að t.d. ræstingafólk, fólk sem vann við umönnun barna eða aldraðra, margt skrifstofufólk, verkafólk eða hreinlega stór hluti íslensku þjóðarinnar hafi lapið dauðann úr skel, launalega séð. Eini munurinn var sá í góðærinu að flestir gátu fengið lán, lán sem þarf samt að borga til baka með vöxtum og verðtryggingu. Ég er svo fegin að iðnaðarmaðurinn minn sveik mig/gleymdi mér. Ég ætlaði að gera breytingar á baðinu og í eldhúsinu. Eldhúsbekkurinn við vaskinn er t.d. ónýtur vegna vatnsleka (áður en ég flutti inn), blöndunartækin nánast ónýt og fleira. Allt komið á HOLD, enda er himnaríkið mitt algjört himnaríki þótt það sé ekki „fullkomið“ í augum einhverra og Innlit-Útlit myndi ekki láta sjá sig hjá mér.

Jackie ræðir við erkióvininn StefaníuGat ekki horft á allt boldið en ... Jackie og Nick eru náttúrlega í rusli yfir uppákomunni á tískusýningunni og Nick eðlilega ógurlega sár út í geðþekka geðlækninn Taylor sem lét hann rifja upp hræðilegu minningarnar um æskuna þegar Jackie, mamma hans, seldi sig ... og fyrir að snúa svo baki í dyrnar þegar hún las þetta inn á segulband sem gerði Stefaníu, erkióvini Jackie, auðvelt fyrir með að hlusta. Taylor er svo reið yfir þessu öllu að líkurnar á því að hún giftist Thorne, syni Stefaníu og bróður Ridge sem hún var einu sinni gift og á öll börnin með (Tómas og tvíburana), eru nú sáralitlar.

Hnakkus - skyldulesning:

http://hnakkus.blogspot.com/2008/10/leiarvsir-fyrir-reia-og-rvillta.html#links

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Alveg er ég viss um að ég fengi gott verð fyrir hann Úlla. Styrmir er ekki giftur, bara í sambúð. Þýðir það ekki að ég geti selt hann líka?

Helga Magnúsdóttir, 16.10.2008 kl. 19:35

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, örugglega, byrjaðu samt á að bjóða kærustunni hans drenginn þinn, athugum hvað hún metur hann mikils!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.10.2008 kl. 19:36

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Bolalegri barngæzku þinni er viðbrugðið, en betra er 'hold' en 'bold...

Steingrímur Helgason, 16.10.2008 kl. 19:43

4 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ekki eru allar ferðir til fjár, sagði bóndinn á leiðinni í fjósið.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 16.10.2008 kl. 21:41

5 Smámynd: Aprílrós

innlit ;)

Aprílrós, 16.10.2008 kl. 23:14

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Um að gera að selja allt, lifandi og dautt.  jájá.

Knús.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.10.2008 kl. 23:49

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús á ykkur öll ....... Munið að knúsið kostar ekkert

       Kv frá mér, til ykkar........ 

Ég elska ykkur elsku vinkonur mínar þið eruð æði.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:22

8 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Nei það er sko ekki hægt að hrósa launum litla mannsins sem er í raun ekkert lítill, hvar væru annars hvítflibbarnir?? Það verður t.d. einhver að þrífa í kringum þá.

Já Boldið er spennó núna....

Kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 17.10.2008 kl. 00:33

9 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

  Ég er ógeðslega rík á 6 börn, samt er ég alltaf blönk

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.10.2008 kl. 01:03

10 identicon

Sæl Frú Gurrí. Já gott Latte lappar uppá geðið þessa dagana, maður bæði hressist og kætist, en mikið má maður passa sig að bollinn hlaupi ekki úr höndunum á manni á einhvern Alþingsmann(konu) er sitja á næsta borði við mann. Menn og konur sem áttu að hafa vit og þekkingu á að hleypa ekki bönkunum uppí þær hæðir sem þeir fóru. Nú verður ekki gaman að vera 'islendingur næstu 130 árin eða svo, við börnin okkar og barnabörn jafnvel barnabarnabörn munu ennþá vera að borga fyrir fjármálafyllirí Bankaeiganda á íslandi árið 2008. Fott arfleið finnst þér ekki.

kv siggi

siggi (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 07:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 174
  • Sl. sólarhring: 342
  • Sl. viku: 866
  • Frá upphafi: 1505873

Annað

  • Innlit í dag: 140
  • Innlit sl. viku: 706
  • Gestir í dag: 135
  • IP-tölur í dag: 131

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband