Rangt hjá Bretum, sorgfyndin bankasaga frá Þýskalandi og fleira ...

PeningarÍslensk kona var stödd í þýskum banka í gær og ætlaði að skipta 10.000 krónum yfir í evrur. Bankagjaldkerinn sagði; „Fyrirgefðu, ég get ekki skipt fyrir þig, þetta er ónýtur gjaldmiðill.“ Sú íslenska varð hissa á svip en sagði ekkert. Gjaldkerinn bætti við og veifaði 5.000 köllunum: „Viltu fá þetta aftur eða á ég að henda þessu?“ (Þetta er sönn saga).

Þegar ég sá fréttina sem ég hlekkjaði við ákvað ég að hringja í vinkonu mína sem rekur útflutningsfyrirtæki og á í viðskiptum við Bretland. Mig langaði að vita hvort hún hefði fengið greiðslur fyrir vöruna sína síðan bankakreppan skall á ... Nei, hún hefur ekki fengið krónu og þó tengist íslenska bankastofnunin hennar í engu þeirri stofnun sem hryðjuverkafrystingin er á, eða Landsbankanum! Hún hefur ekki fengið pund í hálfan mánuð ... þótt breskur viðskiptavinur hennar sé búinn að borga  henni. Hún sendir út vöru, kúnninn borgar jafnsamviskusamlega en þetta stoppar í Bretlandi! Þeir segja hreinlega ekki satt, þessar elskur. En í fréttinni segir m.a. þetta: "Breska fjármálaráðuneytið neitar sök og segir að bresk stjórnvöld hafi ekki með neinum hætti takmarkað viðskipti við íslenska banka að öðru leyti en því að eignir Landsbankans á Bretlandi hafi verið frystar."  Sjúr, vinkona mín getur vonandi borgað laun starfsmanna sinna með þessum orðum.

Annars er ég skíthrædd um að þetta komi í veg fyrir að við fáum Rússalánið: http://visir.is/article/20081017/LIFID01/233291636

Ekki fékk ég sætan sessunaut í strætó eins og síðast, bara einhvern skólakrakka. Mikið langaði mig að þykjast sofna, halla mér asífellt nær honum og fara svo að slefa á öxlina á honum, bara til að skemmta mér ... en svoleiðis gerir maður bara ekki þegar þjóðin er öll í sárum. Við fengum silfurgráan strætófák undir okkur í morgun vegna bilunar þess gula. Ef við keyrðum í holu gerði fjöðrunarbúnaðurinn í bílstjórasætinu það að verkum að Skúli dinglaði upp og niður allan Akrafjallsveginn, fastur í beltinu og væri hann ekki svona þroskaður hefði hann æpt VÚHÚ! alla leiðina að göngunum. Þetta er víst gert til verndar bílstjórum ... svo að þeir verðir aldrei sjóveikir í lífinu. Í leið 15 var ljóshærð gella undir stýri, brosandi og sæt eins og Haraldur. Held að það séu enn strangari skilyrði að komast að hjá leið 15 en öðrum leiðum. Inntökuskilyrði örgla að hafa sérgáfu (ljósmyndun, söng, dans, myndlist og slíkt), dæmi: Haraldur ljósmyndari og Andri Backman tónlistarmaður sem hafa keyrt leið 15.

Jæja, nóg að gera, óska ykkur góðs föstudags, elskurnar, og farsællar komandi helgar!

P.s. Hrund, vinnufélagi minn, liggur í kasti núna, hún er að fletta nýju myndasögubókinni hans Hugleiks Dagssonar (sem er SNILLD), Jarðið okkur. Hún emjaði yfir einni teiknimyndinni þar sem maður stóð upp á borði með eistun ofan í brauðrist. Þegar hann var spurður um þetta svaraði hann: "Ég datt!"


mbl.is Ísland í fjárhagslegri herkví Breta?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Líst vel á hugmyndina um að slefa á öxlina á sessunautum. Allir hafa gott af smá umburðarlyndi núna.

Steingerður Steinarsdóttir, 17.10.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Innlits-kvitt og góða helgi.

kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 17.10.2008 kl. 12:53

3 identicon

hehe, þetta verður eflaust til þess að rússarnir láni okkur ekki krónu. Geir Ólafs í Rússlandi.. aumingja rússar.. nema þeir borgi okkur þessa milljarða bara ef við komum og sækjum Geir og sjáum til þess að hann komi aldrei framar til Rússlands.

Kv.

Einar (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 13:14

4 Smámynd: Brynja skordal

Hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 17.10.2008 kl. 13:16

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er í kasti yfir ónýta Rússaláninu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.10.2008 kl. 13:23

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Anna ... saga af fávísum bankagjaldkera getur nú varla komið styrjöld af stað ... ehhehehe

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.10.2008 kl. 17:02

7 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég óttast að Rússalánið sé í hættu af sömu ástæðu og þú óttast það.

En þar sem þú ákvaðst að vera svo illgjörn að loka á moggafaðmlag þá verð ég að senda þér eitt persónulegt faðmlag. 

Eigðu frábæra helgi skvísa.

Fjóla Æ., 17.10.2008 kl. 18:43

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Veit að Jens Guð terroriseraði ansi marga bloggvini alveg óvart í gær, múahahaha. Takk fyrir faðmlagið, elskan. Óska þér líka frábærrar helgar ... og ykkur öllum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.10.2008 kl. 19:51

9 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

--- þolirðu svona myndagátur??? Allavega, góðar kveðjur til þin. (Vá, hvað þetta var góð vísbending... ) Súkkedí.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.10.2008 kl. 22:47

10 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Það verður stund gleði og magnþrunginnar spennu þegar faðmur minn mun fyllast af þér og mun þá ekki verða spurt að leikslokum!

Magnús Geir Guðmundsson, 17.10.2008 kl. 22:50

11 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Eigðu góða helgi ljúfan

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 17.10.2008 kl. 23:45

12 Smámynd: www.zordis.com

Góða helgi kona!  Ég á nokkrar krónur og spurði ein vin minn sem er bankastjóri hvort hann vantaði ekki krónur í kassann og hann hló hrossahlátri, blessaður!

Þetta jafnar sig vonandi sem fyrst og eitt og eitt slef getur nú bara verið sexý .....

www.zordis.com, 18.10.2008 kl. 06:29

13 Smámynd: Aprílrós

Góða helgi mín kæra ;)

Aprílrós, 18.10.2008 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 117
  • Sl. sólarhring: 301
  • Sl. viku: 809
  • Frá upphafi: 1505816

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 660
  • Gestir í dag: 93
  • IP-tölur í dag: 90

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband