Hefnd hryðjuverkaþjóðar í norðri

ArggggÉg sat sæl við tölvuna í gærkvöldi þegar Celine Dion hóf upp raust sína og söng lagið All by myself í fjarstýringarlausu sjónvarpstækinu í bókaherberginu. Fyrsta hugsun mín var sú að erfðaprinsinn væri að reyna að drepa mig (hann var á fjarstýringunni í stofunni) en svo mundi ég eftir ættgengri óbeitinni á CD og vissi að hann hefði sofnað í leisíboj . Ég nennti ekki að standa upp og slökkva þótt líðan mín versnaði hratt. Ég var í spennandi net-lúdói ... og ákvað að afplána lagið, guði sé lof. Ég fann nefnilega hvernig illskan, grimmdin og mannvonskan náði tökum á mér smám saman og fylltist sturlaðri bræði yfir meðferð Evrópu á okkur, litla sæta landinu sem er í rjúkandi rúst og það yfir nokkrum skitnum þúsundum milljarða. Á meðan Celine veinaði í svona þúsund mínútur fæddist snilldarhugmynd sem þýðir að við gætum slegið milljón flugur í einu höggi! Ég set hana hér fram og spyr þjóðina mína: Hvernig væri ef við tækjum okkur til og hreinlega sigruðum í Evróvisjón-söngvakeppninni næst?

Keppandi Íslands 2009Ég á reyndar eftir að útfæra þetta aðeins betur en sé fyrir mér fallegt ungmenni með Bamba-augu syngja fyrir hönd Íslands hrærandi lag um einsemd þjóðar, blankheit, einelti, afleiðingar hryðjuverkalaga og sár vonbrigði vegna örugga sætisins í öryggisráðinu þangað til annað kom í ljós. Viðlagið gæti verið: „We are so sorry, we are so sad!“ Djöfull verður gaman að sjá evrópska áhorfendur grenja úr sér augun.

StigagjöfinÉg veit að fæstir Íslendingar munu hafa efni á því að vera með síma næsta vor þannig að við yrðum að hafa dómnefnd. Hún á að sjálfsögðu að gefa Bretum 12 stig, Dönum 10 stig, Hollendingum 8 stig og svo framvegis, bara til að sýna hversu stórhuga og full fyrirgefningar við værum. Það yrði líka sem salt á sárin hjá þessum fyrrum vinaþjóðum okkar.

Svo þegar við höldum Evróvisjón í Laugardalshöllinni vorið 2010 þá getum við nýtt okkur alíslensk efnavopn. Mér dettur í fljótu bragði í hug að hafa eingöngu þorramat og mysu til Útlendingur í lopapeysusölu í sjoppunni í Höllinni og skreyta salinn með opnum harðfiskpokum.

Annað: Allir útlendingar kaupa lopapeysu og við getum undirbúið þetta ef við byrjum strax, og hvert og eitt okkar prjónað peysu úr illgirni* og djöfull* (*Halldór frændi).

Þegar síðan sigurvegarinn frá síðasta ári, 2009, kæmi svo fram á sviðið til að syngja gamla vinningslagið myndi hann svipta af sér listavel gerðri grímunni (Össur hf?) og í ljós kæmi ... Silvía Nótt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Gott plott

Sigrún Jónsdóttir, 18.10.2008 kl. 12:38

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 18.10.2008 kl. 12:53

3 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

 hehehe....alltaf jafn góð Gurrí mín.

Góða helgi og hafðu það sem best.

Kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 18.10.2008 kl. 13:51

4 identicon

Þú ert bara snillingur. 

Svona pennar eiga að vera á ofurlaunum við að skrifa fréttir þessa dagana.  Það er einmitt svona "fréttaflutningur" Sem yljar hjartarætur á þessum síðustu og verstu tímum

Eigðu ynidlegan dag

Guðrún Elsa (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 17:41

5 identicon

Hahaha takk fyrir þetta :) Þetta er virkilega gott plan! Þarf samt bara að redda mér meiri illgirni, ætla sko að prjóna fleiri en eina! ;)

Ellen frænka (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 18:16

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Alveg sé ég að CD hefur gífurlega góð áhrif á sköpunargáfu þína og ráðasnilld....

(Ég er í CD hatarafélaginu líka .... )

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.10.2008 kl. 23:37

7 identicon

Veit ekki hvort það er hægt að koma ill-girninu og djöf-ullinni í lopaform. Eins og þú eflaust manst þá er þetta efnið í minni andlegu hempu.

Halldór E. (IP-tala skráð) 18.10.2008 kl. 23:45

8 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.10.2008 kl. 01:44

9 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

 góð hugmynd,haltu áfram að vinna við hana eigðu góðan dag

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 19.10.2008 kl. 10:47

10 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Rosalega var ég lengi að fatta núna! Hugsaði fyrst með mér: "Hvað hefur Gurrí og fjölskylda á móti geisladiskum (CD)?" 

Ég var búin að koma þrisvar og lesa jafnoft þegar ég fattaði hvað CD þýddi í þessu tilfelli! 

Lára Hanna Einarsdóttir, 19.10.2008 kl. 12:16

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Tíhíhíhí ... Celine Dion var það heillin. Svo bið ég Jón Arnar innilega afsökunar á því að hafa lagt nafn Evróvisjón við hégóma.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.10.2008 kl. 12:31

12 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

Guðrún Jóhannesdóttir, 19.10.2008 kl. 13:52

13 Smámynd: Sigríður Þórarinsdóttir

Sigríður Þórarinsdóttir, 19.10.2008 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 32
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 724
  • Frá upphafi: 1505731

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 585
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 18

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband