Hviður við Lómagnúp, jólabækur + konur&hálka-heilkennið

Handjárnin í morgunÞað er ekkert hægt að leika á þessa vopnuðu öryggisverði sem passa upp á allt hér í Hálsaskógi. Ég var talsvert seinna á ferðinni í morgun en í gærmorgun en samt var ég yfirbuguð eftir að þjófavörnin byrjaði að baula, gösuð og sett í járn á meðan vegabréfið mitt var skoðað. „Ó, ertu Íslendingur?“ sagði öryggisvörðurinn með viðbjóði um leið og hann handjárnaði okkur tvö saman, enda sjálfur Íslendingur sem átti ekkert gott skilið. Þetta var bara rétt byrjunin á afar athyglisverðri morgunstund.

Ég hef verið dugleg að lesa jólabækurnar. Búin með Garðinn eftir Gerði Kristnýju (æði), Ódáðahraun eftir Stefán Mána (æði), Sköpunina eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur (æði) og líst ótrúlega vel á Varginn eftir Jón Hall Stefánsson. Var lögst upp í rúm þegar ég fattaði að Vargurinn var í öðru herbergi (það eru um 20 herbergi í himnaríki) og greip næstu bók ... Áfrýjunina eftir John Grisham ... já, Grisham karlinn á íslensku aftur, gaman, gaman. Gleymi því ekki hvað mér fannst Fyrirtækið spennandi bók á sínum tíma og myndin The Firm líka. Syfjan yfirbugaði mig svo undir miðnætti. Ömurlegt að fá þetta dásamlega bókaflóð yfir sig og þurfa að vinna fullan vinnudag með!

Við LómagnúpVið Ásta vorum á rúntinum í gærkvöldi við Lómagnúp. Mikið fjör og læti og ef eitthvað hefur fengið mig til að ákveða að halda áfram í fitun var það reynsla okkar þar. Bíllinn hélst nefnilega á hjólunum þrátt fyrir ansi miklar hviður (sjá mynd) og þökkum við það aðeins og eingöngu taumlausu áti eftir að kreppan skall á. Þótt Ásta sé tággrönn er þungt í henni pundið og hún er enginn væskill ... nema kannski í morgun. Hún sagði í gegnum samanbitnar varirnar þegar við ókum Kjalarnesið í langt innan við 20 m/sek í hviðum, sem er EKKERT! „Ja, ef það væri hálka núna værum við ekki hér!“ Ég öskraði tryllt á hana og spurði: „Hvað er þetta eiginlega með konur og hálku? Eruð þið kerlingarnar búnar að láta heilaþvo ykkur þannig að aðeins karlar geti keyrt í erfiðum aðstæðum?“ Ég fann hvernig röddin dýpkaði og mér fór að vaxa skegg. Pirringurinn út í vantraust margra kvenna á sjálfar sig gerði það að verkum að ég fjarlægðist eitt augnablik blúnduna í sjálfri mér. Það stóð nú ekki lengi sem betur fer. Enda var ég svo sem líka að kasta stórgrýti úr gróðurhúsi í þessu tilfelli þar sem ég keyri ekki sjálf. Ásta svaraði þessu ekki, heldur fór að monta sig af afmæli sem hún fer í í kvöld hjá einum af rithöfundum þjóðarinnar. Sá þekkir víst marga Skagamenn sem ætla að fjölmenna til hans, alla vega fimm stykki. Mér er EKKI boðið ... og samt unnum við rithöfundurinn einu sinni saman!

Jæja, hættið að trufla mig svona í vinnunni ...  óska þess heitt og innilega að dagurinn ykkar verði sjúklega skemmtilegur og fjörugur. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Það er ekkert hægt að leika á þessa vopnuðu öryggisverði sem passa upp á allt hér í Hálsaskógi. Ég var talsvert seinna á ferðinni í morgun en í gærmorgun en samt var ég yfirbuguð, gösuð og sett í járn á meðan vegabréfið mitt var skoðað. „Ó, ertu Íslendingur?“ sagði öryggisvörðurinn með viðbjóði um leið og hann handjárnaði okkur tvö saman, enda hann sjálfur Íslendingur. Það var bara rétt byrjunin á afar athyglisverðri morgunstund.

Gurrí þú ert sko ein af þeim sem verður bara að sitja í bráþjóðstjórn íslands....var að auglýsa eftir því á blogginu mínu hversslags fólki við erum að leita eftir sem framtíðarstjornendum þjóðar. Þú átt sko heima á þeim lista enda lengir þú líf íslendingsins svo um munar... bæði fyndin og brjósgóð kona. Og ég á við að þú ert með hjartað á réttum stað en ekki að þú sért með svo stóra búbbur.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.10.2008 kl. 08:37

2 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

þú ert nú alveg ótrúleg hefur þú hugsað um að skrifa bók,það er svo gaman að lesa bloggið þitt kona eigðu góðan dag ljúfust

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 24.10.2008 kl. 11:41

3 identicon

upplífgandi færsla... minnir mig bara á að líta á björtu hliðarnar...

Hulda (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 11:43

4 identicon

haha já heldur betur upplífgandi færsla. það er óhætt að segja.

eigð þú sjúklegan dag einnig.

Eiki

Eiríkur (IP-tala skráð) 24.10.2008 kl. 14:22

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 24.10.2008 kl. 17:48

6 identicon

Sæl Guðríður,ávalt gaman að lesa færslur úr himnaríki,ég hef mikla reynslu af lómagnúpnum og einnig fjallvegum flestum í öllum árstíðum þar eð ég keyrði flutningabíl r.vík-egilstaðir-r.vík og þótti manni stundum nóg um þegar öll 50 tonnin (49 svo að maður gefi nú ekki upp lögbrot) voru við það að leggjast á hliðina undir Eyjafjöllum eða þegar var farið norðan megin og túrin til egs tók 21 klukkutíma og við bræðurnir hímdum í kolþreyfandi öskrandi bil uppi á möðrudalsöræfum eftir að það mundi birta svo vegurinn sæist í það minnsta...komum á egs um hádegisbil daginn eftir að við lögðum af stað...good times :)

Sigurður Hólm (IP-tala skráð) 25.10.2008 kl. 01:08

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, Sigurður. Vá, vá, vá!!! Svo fær maður sting í magann þegar strætó hristist og nötrar í 30 m/sek hviðum ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.10.2008 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 211
  • Sl. sólarhring: 342
  • Sl. viku: 903
  • Frá upphafi: 1505910

Annað

  • Innlit í dag: 170
  • Innlit sl. viku: 736
  • Gestir í dag: 163
  • IP-tölur í dag: 157

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband