Færsluflokkur: Lífstíll
13.6.2007 | 12:17
Yrði innlyksa á Skaganum
Sá vítahringur er að skapast að með minnkandi þjónustu Strætó bs hætta sífellt fleiri að nota þennan samgöngumáta sem ætti að vera svo góður. Færri farþegar og enn minnkandi þjónusta o.s.frv.
Sem betur fer er leiðin mín mjög vinsæl, eða Akranes-Mosfellsbær, annars yrði ég að kaupa mér bíl eða verða ella innlyksa á Skaganum. Tek það fram að þrátt fyrir ögn skerta þjónustu í nýjasta leiðakerfinu er ég afar ánægð með Skagastrætó. Vildi bara óska þess að þetta þriggja tíma hlé um miðjan dag yrði slegið af. Ætla í mat til vinkonu í kvöld og erindast aðeins í bænum. Það var of snemmt að taka vagninn 11.41 og því þarf ég að bíða til 15.41 eftir næsta sem er frekar seint.
Það er alveg ömurlegt að bæði starfsmenn og aðstandendur geti ekki lengur tekið strætó á Vífilsstaði. Hverjum datt þetta í hug? Vafalaust einhverjum sem ekur um á einkabíl.
Hvernig væri að fá mig sem ráðgjafa til Strætó? Ég hef notað þennan samgöngumáta síðan snemma á níunda áratug síðustu aldar og geri aðrir betur. Þegar ég hafði loks efni á bíl var ég orðin vön strætó og fannst það bara henta mér ágætlega.
Ég skora á Strætó bs að lagfæra þessi mistök og setja Vífilsstaði inn í leiðakerfið aftur. Halló! Þetta eru almenningssamgöngur og ættu því að vera þannig að almenningur komist leiðar sinnar með góðu móti.
![]() |
Geta ekki lengur heimsótt aldraða aðstandendur sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
13.6.2007 | 01:04
Áskorun til Stöðvar 2
Mig langar að skora á Stöð 2 að hætta með American Idol, þann þreytta þátt, og sýna frekar breska þáttinn, Britain´s got Talent þar sem leitað er að hæfileikafólki á öllum aldri. Þessir krúttmolar á myndinni, Ant og Dec, eru alveg dásamlega skemmtilegir.
Þegar ég heimsótti Katrínu okkar allra til Bretlands haustið 2004 sá ég sérstakan þátt með Ant og Dec og varð samstundis aðdáandi, þeir voru ferlega fyndnir. Þeir kynna þennan þátt, eins og sjá má alla vega á fyrra myndbandinu (í síðustu færslu). Kíkið á þennan símasölumann (ef ég heyrði rétt) syngja hið dásamlega Nessum Dorma á ógleymanlegan hátt.
http://youtube.com/watch?v=1k08yxu57NA&mode=related&search=
Jóna setti inn hlekk á þetta í athugasemdadálkinn með síðustu færslu (þar sem litla stelpan var í sömu keppni) en þessi hlekkur hér er lengri og sýnir dóminn líka. HVAÐ SAGÐI SIMON? Úhú!
Annað: Á í einhverjum vandræðum með að skrá mig inn á Moggablogg. Dett út við minnstu hreyfingu. Svona hefur þetta verið í nokkra daga. Kannast einhver hlustandi við þetta?
Svo segi ég bara góða nótt og svít dríms, darlings!
12.6.2007 | 15:01
Glitrandi haf og væl í lágmarki
Ætlaði að horfa á hádegisfréttirnar á Stöð 2 en glampinn frá sjónum er svo mikill að ég næ ekki merki. Það borgar sig ekki að vera með neinar samsæriskenningar ... en eftir dularfullu atburðina fyrir neðan himnaríki nýverið sem leiddu síðar til sigurs á KR þá fer kvikna ýmsar spurningar.
Tók þess mynd rétt áðan frá nýju svölunum mínum. Granni minn í hinni risíbúðinni hefur ekki enn opnað út á sínar svalir, enda ætlar hann í meiri viðgerðir, sagði hann mér. Einhvers staðar á einum sementsturninum er kvikindið sem endurvarpar sjónvarpsgeislum til mín og hefur lamast í sjávarglitrinu. Nú vantar Fannberg til að busla í sjónum.
Mun reyna að halda öllu væli í lágmarki ... en ég er að verða lasin. Svaf lengi og vaknaði með hálsbólgu og hausverk. Það er ekki liggjandi í rúminu mínu lengur en til hádegis vegna sólarinnar. Óp hamingjusamra gesta á Langasandinum skerast inn í hlustirnar á mér þar sem þeir svamla í sjónum og veiða hákarla á grillið. Ég sem ætlaði að gera svo margt í dag. Liggja í sólbaði, liggja í sólbaði og liggja í sólbaði á nýju svölunum. Vígja kvikindið. Á von á gestum seinnipartinn, það er spurning hvort þeir vilji láta smita sig af einhverju ... Best að drekka C-vítamínpillu leysta upp í vatni og sjá hvað gerist.
Annars hef ég vorkennt mér svo rosalega á meðan ég skrifaði þetta að líðanin er öll að skána.
Þetta er nefnilega spurning um stuðning eða spark. Ég er stuðningstýpan og eflist öll við það, aðrir þurfa kannski spark, en það skiptir samt máli í hvaða samhengi. Hefði ég sagt við sjálfa mig: Hættu þessu fjandans væli, liði mér án efa miklu verr og væri kannski búin að taka íbúfen í þjáningum mínum. Einlæg samúð Kubbs og Tomma hefur líka haft sitt að segja. Eru þau ekki sæt á svölunum?
Er að hlusta á kvikmyndatónlist á meðan ég blogga, Tvöfalt líf Veroniku. Mikil dýrðartónlist er þetta. Mæli með henni. Goran Bregovic er enn í uppáhaldi eftir tónleikana. Held að ég sé öll að koma til.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
12.6.2007 | 00:31
Kælum kvikindið með öllum ráðum
George Bush er víst skrambi ánægður með kalda stríðið við Rússa. Hann gerir sér vonir um að það hafi kælandi áhrif ört hækkandi hitastig jarðar.
Ég hef stundum skammast út í Jay Leno og sótt fast að fá frekar Conan O´Brien á SkjáEinn en hann er ekki jafnrosalega þjóðernislegur og sá fyrrnefndi. Leno kom mér skemmtilega á óvart í kvöld með þessum brandara um Bush. Ég hætti að þola Leno eftir 11. september þegar hann fór að gera grín að fátækt óvinarins, sem þá var fólkið í Afganistan. Talaði um samræði við geitur, búsetu í hellum ... og bandaríska þjóðin hló að þessum hallærislegu hryðjuverkamönnum.
Þar sem ég lá dauðsyfjuð, eiginlega hálflömuð uppi í sófa áðan gat ég ekki skipt um sjónvarpsrás, þurfti að afplána Leno og hann, eða brandarahöfundar hans, skemmti mér bara vel í þetta skiptið. Vonast nú samt eftir Conan. Hann er frábær.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
11.6.2007 | 17:57
Vakandi verndarenglar
Skagabrautin er svo hryllilega löng gata þannig að ég ákvað að vera snjöll og labba eftir litlu, sætu Sandabrautinni á leið í litun og fínirí í morgun. Þegar ég gekk framhjá húsinu við Sandabraut 14 mundi ég eftir skrýtnu atviki sem gerðist á meðan við fjölskyldan bjuggum þar um tíma á jarðhæðinni (á sjöunda áratugnum). Gummi bróðir var þá nýfæddur og Hilda þriggja ára.
Hilda var alltaf svo þæg að sofna og þess vegna skildu foreldrar mínir ekkert í því þegar hún kom gangandi fram í stofu eitt kvöldið. Mamma fór með hana aftur inn í rúm en nokkrum mínútum seinna var hún komin aftur. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum og Hilda fékk að lokum að sofna í stofusófanum og var færð sofandi inn í rúm. Eftir smástund kom hún fram og hún fékk aftur að sofna í sófanum.
Allt í einu heyrðist rosalegur hávaði úr svefnherberginu. Bíl hafði verið ekið á húsið og glugginn beint fyrir ofan rúmið hennar Hildu brotnaði og glerbrotin dreifðust yfir rúmið hennar. Hilda rumskaði ekki, enda í stofusófanum.
(Mynd: Gummi, Gurrí, Mía, Hilda)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
11.6.2007 | 16:24
Algjört beib og afmælisbörn
Ný og breytt manneskja gekk út af hárgreiðslustofunni í morgun. Hárið rosaflott, augabrúnirnar enn flottari. Miðað við viðbrögð nýju uppáhaldshárgreiðslukonunnar minnar bjóst ég við umferðaröngþveiti á Skagabrautinni. Því miður gerðist það ekki.
Annars fer glettilega lítið fyrir fegurð minni núna. Vakti allt of lengi en samt ekki yfir leiðinlegu myndinni sem ég hafði hlakkað til að sjá í nótt þótt ég hafi gjóað á hana augunum. Myndin var svo illa leikin og leiðinleg að ég varð spæld þegar vondu körlunum tókst ekki að drepa aðalgæann, Indy Jones-vonnabíinn. Jæks!
Bogga vinkona úr frumbernsku átti afmæli í gær. Hún svarar ekki í síma, er kannski í útlöndum. Henni finnst alltaf jafnfyndið að ég skuli muna eftir deginum hennar þar sem hún minnir ekki á hann eins og ég á minn.
Tvíburarnir úr mínum bekk í barnaskóla, Sigga og Alla, eiga svo afmæli í dag og á morgun hún Rósa Péturs. Þetta man maður ... Til hamingju, stelpur! Í landsprófsbekknum mínum á Króknum vorum við þrjú sem áttum sama daginn, 12. ágúst. Greinilega afar vinsæll afmælisdagur fyrir norðan.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
11.6.2007 | 01:12
Nýjar tvíburamyndir og fleira myndatengt
Hér eru nýlegar myndir af tvíburunum fallegu, Úlfi (t.v.) og Ísaki. Nýbúið er að skíra þá og þeir voru látnir heita Úlfur og Ísak. Sjúkk, það hefði verið erfitt að venjast nýjum nöfnum. Þeir þroskast hratt og hafa dafnað vel eftir aðgerðina.
Horfi með öðru á ævintýramynd með Nicolas Cage. Eftir að hafa séð nokkrar vælumyndir með honum sé ég hann alls ekki sem Indiana Jones-týpu. Vondi karlinn heldur uppi myndinni. Á eftir kemur alvörumynd í tveimur hlutum og hún er alveg til fjögur. Langar að reyna ... ég er enn í sumarleyfi. Hér er textinn um hana af stod2.is:
The Curse of King Tut´s Tomb - 01:10 Bölvun Tútankamons
Framhaldsmynd í tveimur hlutum sem er í anda gömlu þrjúbíó-ævintýramyndanna, og jafnvel enn frekar Indiana Jones myndanna vinsælu. Þessi saklausa skemmtun gerist á þriðja áratug síðustu aldar þegar fornleifafræðingar gerðu hverja uppgötvunina á fætur annarri í Epyptalandi og grófu upp grafhvelfingar faraóa á borð við Tútankamon konung. Mikil dulúð og leyndardómur sveipaði þessar fornu grafir og kapphlaupið um fjársjóðina sem þar voru faldir varð ævintýri líkast. Myndin fjallar einmitt um eitt slíkt kapphlaup; kapphlaupið um smaragð sem á að hafa leynst í grafhvelfingu Tútankamons. Söguhetjan er svaðilfarinn og fornleifafræðingurinn Danny Fremont sem dreymt hefur um að finna þennan ómetanlega stein en hann þarf að keppa við helstu auðmenn heimsins sem allir ætla sér að verða fyrstir til að næla í hann. Aðalhlutverk: Jonathan Hyde, Casper Van Dien, Leonor Varela. Leikstjóri: Russell Mulcahy.
Fékk óvænta stuðningsyfirlýsingu frá hópi afar kynþokkafullra kvenna sem halda sér í fötunum. Mikið væri MTV og Popptíví skemmtilegra ef vídeóin væru svona:
http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=dfda366ac69b591d6c7ee3854d0aec34
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.6.2007 | 21:39
Skagamenn í stuði og kvikmynd kvöldsins
Hvaða orð er það aftur þar sem þrjú S koma fyrir í röð? Ahhh, alveg rétt, rassskelling, einmitt það sem við erum að gera við KR-inga núna. Markatalan var 3-0 síðast þegar ég kíkti.
Er farin að halda að Jenný hafi jafnvel rétt fyrir sér með Tomma (ekki köttinn). Alla vega eftir að ég sá þessa kvikmynd í bið minni eftir 24:
http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=b347f33d789dda2368f8367c20d656c6
Og þó. Ég var að muna eftir svolitlu:
Ég sá Ástu vinkonu þína hálfnakta á Akratorgi í dag, sagði Tommi áðan. Ef ég hefði ekki verið búinn að taka beygjuna hefði ég keyrt út af, bætti hann við og hló.
Grunnhyggnir þessir karlar. Ég mun halda áfram að kaupa upp gallana og rúllukragapeysurnar hjá 66°N í bið minni eftir manni sem kann að meta manneskjuna mig, ekki bara ægifagran barminn eða sexí leggina.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
10.6.2007 | 20:13
Heppni á heppni ofan
Einhverra hluta vegna vantreysti ég upplýsingunum sem ég fékk á Netinu um rútuferðir. Eins gott að ég hringdi á BSÍ rétt fyrir þrjú. Ha, nei, það fer engin rúta frá Hellu kl. 15.55. Hún er að skríða inn á Hvolsvöll núna og verður á Hellu eftir tíu mínútur hámark! Þar sem metnaður minn liggur í að ferðast létt áttaði ég mig á því að næði þessarri rútu auðveldlega. Ellen frænka var svo góð að keyra mig þennan örstutta spöl. Í sjoppunni spurði ég hvort þetta væri ekki alveg öruggt. Nei, sagði strákurinn. Rútan í bæinn var hér klukkan tvö og kemur næst klukkan fimm. Sem betur fer bætti hann því við að hann væri bara sumarstarfsmaður ... því þetta var kolrangt hjá honum. Tók bara sénsinn og hinkraði á bílaplaninu. Vissi að mín beið súkkulaðikaka í sumarbúðunum og gott kaffi ef illa færi. Líka far með Ellen frænku í bæinn en miklu síðar. Svo kom þessi líka fína rúta og tók mig upp í. Mæli rosalega mikið með því að vefurinn www.bsi.is verði uppfærður.
Eina óheppni dagsins var þegar ég tölti yfir göngubrú á Miklubraut nokkru síðar og sá leið 15 í Mosó fara framhjá. Kom mér bara vel fyrir í 29 mínútur í biðskýlinu og tók upp nýju spennubókina mína eftir Dean Koontz. Slapp algjörlega við geitunga, enda eru þeir víst allir í Kópavogi.
Snæddi kvöldverð á KFC, svakalega hugguleg plasthnífapörin þar og Zinger-salatið bragðaðist vel. Lauk við bókina þar ... hef ekki lesið hana áður á ensku, hélt að ég ætti allar eftir hann Dean minn.
Gleði númer helling í dag var að Tommi var á vaktinni á Skagastrætó og kom mér heilli heim, beint í sólskinið og beint í restina á Formúlunni á RÚV plús. Verst að ég missti af veltunni hans Kúbika. Minn maður sigraði, jess. Svo er það bara Jack Bauer. Hleypti kisunum út á svalir við heimkomu en þorði ekki að skilja þær eftir þar eftirlitslausar, er hrædd um að þær kíki upp á þak og renni niður ... alla leið. Bíð enn eftir að svalahliðunum verði lokað. Ekki þori ég heldur að hleypa börnum innan 18 ára út á þær.
Já, nú er ég búin að komast að því hvað hefur gengið á hérna fyrir neðan himnaríki undanfarna daga. Grænn sendiferðabíll stendur á planinu. Á eftir rauðu og gulu kemur nefnilega grænt. Já, það er leikur í kvöld og við vorum bara að tryggja okkur sigur á KR með ýmsum ráðum. M.a. líklega undirgöngum. Látið ykkur ekki bregða þótt hendur komi upp úr vellinum og grípi í KR-ingana. Við Skagamenn erum að taka þessa keppni, erum t.d. með helmingi fleiri stig en andstæðingurinn. Jamm.
9.6.2007 | 22:23
Syfjublogg úr Rangárþingi ... zzzzzZZZZZZZ
Ó, hvað það er búið að vera gaman. Um tíu manns hafa verið að skrúfa saman kojur, baka súkkulaðikökur í tonnatali, sandkökur og annað gúmmulaði sem verður fryst og síðan þítt og notað fram eftir sumri og fleira og fleira. Við Hilda höfum mest verið í verðlaunatiltektinni en börnin munu fá verðlaun fyrir margt hérna. M.a. ruslatínslu í kringum húsið næstsíðasta daginn, sigur í karaókíkeppninni (sem Ellý sjálf heldur utan um), kassabílarallíið, snyrtilegt herbergi og margt fleira.
Sigurjóna matráðskona (frá Sandgerði en samt ágæt) gaf okkur guðdómlegt lasagna í kvöld ... slurp. Það er hægt að venjast því að vera í fæði hérna í sumarbúðunum ...
Læknanemarnir okkar í Ungverjalandi hringdu í matartímanum og grétu það að vera ekki að vinna í sumarbúðunum í sumar, eins og oft áður. Þær byrjuðu í þrifum og eldhúsi þegar þær voru unglingar og kunna allt utan að í sumarbúðunum. Vonandi velja þær að vinna hér á sumrin eftir útskrift heldur en fyrir einhver skítalaun á sjúkrahúsi. Alltaf gott að geta látið alvörulækni hugsa um börnin ef þau fá ælupest eða nefkvef.
Sama má segja um Davíð frænda og Ágúst, þeir voru bara krakkar þegar starfsemin hófst en eru orðnir ungir menn núna. Davíð heldur sig líklega við kvikmyndagerðina, klippa bíómyndir barnanna og slíkt ... og kannski verður Ágúst áfram í eldhúsinu hjá Sigurjónu, hann er skrambi góður með uppþvottaburstann.
Þegar fyrsti hópurinn mætir á miðvikudaginn verður þetta orðið geggjaðislega flott. Þarf að muna að taka myndir á morgun. Nú bara S O F A ... zzzzz en lesa pínku fyrst.
Eini gallinn við heimsóknir mínar í sumarbúðirnar á sumrin er sá að ég fæ alltaf sama matinn þegar ég kem í heimsókn á laugardögum, eða pylsur! Svo er ég farin fyrir kvöldmat á sunnudeginum þegar eitthvað stórkostlegt er ... arggg. Þetta er við mikla gleði barnanna en fýlusvip minn. Hilda ætlar að biðja Sigurjónu að geyma kjúkling frá föstudagskvöldinu handa mér ...
Jæja, ég er eiginlega dauð úr syfju ... Dean Koontz bíður líka eftir mér inni í herbergi, lokkandi og girnilegur.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 0
- Sl. sólarhring: 17
- Sl. viku: 388
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 321
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni