Færsluflokkur: Lífstíll
17.6.2007 | 21:42
... heldur frelsa oss frá illu kaffi
Frétti að maður, kenndur við kross, beini nú spjótum sínum að drykkjufólki sem djöflar í sig ógeðsdrykknum kaffi. Mér finnst þetta frábært. Loksins er ráðist á þessa óhæfu sem kaffidrykkja er. Hversu margar fjölskyldur ætli hafi tvístrast og sundrast vegna kaffidrykkjusýki annars foreldrisins á heimilinu, jafnvel beggja? Hversu margir ætli eigi um sárt að binda vegna neyslunnar? Ég er ekki saklaus, ætla ekki að reyna að afsaka mig. Flest óhæfuverk sem ég hef framið í lífinu hafa verið undir áhrifum koffíns, m.a. fjölmargar bloggfærslur.
Viðvörunarmerkin voru alls staðar þegar ég fer að hugsa út í það. Í Dalalífi eftir Guðrúnu frá Lundi, sem ég las á unglingsaldri, kemur berlega fram hættan af því að drekka kaffi og var Ketilríður nokkur nefnd sérstaklega til sögunnar, en hún þambaði kaffi með hlóðabragði í lítravís og slúðraði í kjölfarið.
Erfðaprinsinn minn reyndi líka að vara mig við einu sinni og sagðist vera stórhneykslaður á því að hafa séð áhöld til kaffineyslu inni í eldhúsi hjá mömmu sinni.
Mér finnst frábært að loks hafi fundist gott málefni til að berjast fyrir, eða öllu heldur gegn. Hef einhvern veginn aldrei fundið mig í andúð á samkynhneigðum, hatri á rokktónlist, hneykslan á konum með stutt hár eða konum í buxum. Nú erum við laus við reykinn á kaffihúsunum, næst berjumst við gegn kaffi! Held að fólk geti drukkið te. Mikið var gaman að fá Heiðu í heimsókn. Henni gekk vel að rata til himnaríkis, enda held ég að Skaginn sé ekkert of flókinn fyrir utanbæjarfólk. Hún kom með djöflatertu með sér, svakalega góða, og ég bauð henni upp á djöfladjús (kaffi) með. Við skemmtum okkur djöfullega vel. Við horfðum með öðru á Djöfmúluna og nú er ég farin að óttast að maðurinn sem ég held með, Djöfmilton, verði nýr Djúmaker sem hrifsar til sín alla sigra og það hætti að vera gaman að horfa.
Fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí er á morgun. Vona að ég muni eftir því að mæta! Svo er það matreiðslunámskeiðið annað kvöld.
17.6.2007 | 13:19
Hátíðarhöld í himnaríki
Veðrið úti á svölum er guðdómlegt. Hvernig er það hjá ykkur? Kannski ég bara setjist þar í smástund. Verst að eina sólvörnin sem ég á er í meikinu mínu ... kann varla við að bera það á mig alla áður en ég fer í sólbað. Kannski ég setji bara ólífuolíu ... hehehhe.
Ströndin er stór og æðisleg núna, það er háfjara, en allt mannlaust vegna 17. júní-hátíðarhaldanna. Ég man eftir einni sekúndu úr draumi mínum sl. nótt þar sem var fjara og það sást varla í sjóinn, svo langt var hann frá ströndinni. Þetta táknar mögulega að Katla láti á sér kræla í sumar eða að skemmtilegur bloggvinafundur verði haldinn í Skrúðgarðinum í haust (þegar allir verða komnir úr fríi) og að Ridge í boldinu verði sérlegur gestur okkar bloggvinanna. Erum við ekki hinir sönnu aðdáendur?
Vaknaði á mínútunni 12 sem mér finnst flottur tími, ekkert fimm mínútur í eða yfir eða slíkt rugl, bara akkúrat. Þetta veit á góða næstu viku, fyrstu vinnuvikuna eftir sumarfrí!
Æsispennandi hátíðardagskrá er svo fram undan í dag. Það verður byrjað á glettilega góðu hátíðarbaði og síðan hefst bið eftir hátíðargestinum, bloggvinkonu sem ég hef aldrei hitt áður en finnst ég þekkja svo vel. Þetta veit á góðan dag.
17.6.2007 | 00:37
Tjull, reykingabann og kattahöfnun
Skrýtið, ég fór frá himnaríki um hádegisbil í gær og kom upp úr ellefu í kvöld aftur heim. Samt er eins og ég hafi verið í heila viku í sumarbúðunum, svo mikið hefur verið um að vera. Ég afþakkaði boð um að vera dómari í söng- og hæfileikakeppninni í kvöld og hjálpaði Möggu minni að tjulla grindverkið við framhlið sumarbúðanna. (sjá mynd)
Svo var klukkan allt í einu farin að ganga tíu, við Magga enn á Hellu og síðasti strætó heim frá Mosó eftir rúman klukkutíma. Við kvöddum hvorki kóng né prest, heldur rukum að stað og án þess að leggja okkur eða aðra í lífshættu komumst við í Mosó á réttum tíma. Lítil umferð og engir lestarstjórar á 80 km/klst. Kvöddum með tárum í gegnum gemsann minn. Ég virðist alltaf yfirgefa sumarbúðirnar á ljóshraða. Hafði bara fimm eða tíu mínútur síðast til að koma mér í veg fyrir rútuna vegna kolrangra upplýsinga á Netinu.
Strætóbílstjórinn í kvöld vinnur líka af og til sem dyravörður á vinsælum pöbb í Reykjavík (þar sem m.a. listamenn hanga) og var að vinna í gærkvöldi. Það var sæmilegt að gera, sagði hann, en um síðustu helgi mætti varla hræða. Hann spurði örvæntingarfullur: Hvar er reyklausa liðið sem kvartaði svo mikið yfir reykmettuðum skemmtistöðum? Þessir fáu gestir sem komu um síðustu helgi reyktu allir (úti) ... og innkoman um kvöldið dugði ekki einu sinni fyrir laununum. Þetta reykingabann mun gera svo marga atvinnulausa, sagði hann spámannslega.
Ég var eiginlega viss um að allt væri fullt út úr dyrum af reyklausu, happí liði, þessu rosalega háværa sem hefur tjáð sig svo mikið um gleði sína yfir reyklausum skemmtistöðum. Var þetta bara forsjárhyggja eftir allt saman?
Kisurnar þekktu mig varla þegar ég kom heim, svo langur tími hafði liðið ... en samt var nægilegt vatn og matur hjá þeim. Áhugaleysi þeirra á mér er algjört, þær sofa!
Rifjaði bara upp ást mína á kaffinu góða í himnaríki og horfi nú með öðru á Geisha ... The birds hérna fyrir utan er aðeins meira spennandi. Engir kvenfuglar í hópnum sem líta á það sem heiður að vera þrælar karlfuglanna.
16.6.2007 | 13:00
Enn meira gaman
Svaf í húsi tónlistarskólans í nótt, á hornsófa þar sem spýta skarst upp í bakið á mér ... svaf samt eins og engill. Fannst ég svo örugg þar sem slökkviliðið er á neðri hæðinni.
Nú eru litlu krúttmolarnir að borða hrísgrjónagraut en í kvöld verður steiktur fiskur. Gaman hvað fiskur er vinsæll hjá flestum börnum. Ég þoldi ekki fisk þegar ég var yngri, fékk líklega óverdós af viðurstyggilegum fiski, gellum, nætursöltuðum fiski, reyktri ýsu, hrognum og lifur, saltfiski, skötu, laxi með beinum, síld með enn fleiri beinum ... pyntingaraðferðirnar voru óteljandi.
Davíð er að setja inn myndir núna og þá verður hægt að kíkja á dýrlegheitin.
Nú eru börnin að fara á námskeið fram að kaffi; leiklist, myndlist, grímugerð, kvikmyndagerð og fleira. Kvikmyndagerðin er vinsælust, enda fá þau að gera handrit, velja búninga og leika sjálf í 5 mínútna bíómynd sem verður sýnd á kvöldvökunni síðasta kvöldið. Ég hef einu sinni fengið pínku oggu örhlutverk í einni mynd en Hilda hefur verið heppnari, hún hefur verið myrt í bíómyndum hér, henni hefur verið rænt, hún hefur verið draugur ... og svo framvegis. Aldrei of illa farið með góðan sumarbúðastjóra ...
15.6.2007 | 20:10
Sveitasælan sæta
Mikið er gaman í sveitinni. Mér er ekki þrælað mikið út. Fékk að fara í mat og allt ... og kjúklingurinn var ÆÐI! Eftir matinn kíkti ég upp í matsal til sumarbúðabarnanna. Ástandið minnti mig á atriði úr Oliver Twist ... nema börnin fengu aftur og aftur á diskinn. Frönskurnar voru mjög vinsælar (ekki djúpsteiktar), sumir komu nokkrar ferðir. Þau fengu bara hrós fyrir að vera dugleg að borða ... Jenný, ég var ekki að segja að þú værir feit!
Er að skrifa inn í tölvuna lista yfir börnin sem koma á næsta tímabil og þegar diskóið er búið í kvöld kemur tölvan aftur inn á skrifstofu (PC-dýrðin hans Davíðs) verður hægt að skella myndunum inn á heimasíðuna.
Best að kíkja inn á herbergin hjá börnunum og fá að mynda þar ... svo á diskóið.
Bloggums leiter!
15.6.2007 | 17:21
Skúbb - Ellý hætt í X-Factor!
Loksins komin á áfangastað. Við lögðum af stað seint um síðir, þurftum að gera mjög áríðandi hluti í Reykjavík, eins og að kaupa kaffi í Kaffitári, koma við á Stokkseyri og kaupa ís á Selfossi.
Að sjálfsögðu var skúffukaka í kaffitímanum, jess, og kjúklingur í kvöldmat. Sorrí þetta með matinn en ég h ef svo oft bara verið í kvöldmat á laugardögum og þá eru fj. pylsur, ekki matur fyrir dömur.
Fékk leyfi hjá Ellýju að skúbba með það að hún ætlar EKKI að vera með í X-Factor næsta vetur.
Ég skil hana vel og er fegin hennar vegna, þvílík vinna sem þetta var á henni sl. vetur, það minnsta var að sitja með hinum dómurunum í sjónvarpinu. Alltaf eitthvað samviskubit út af börnunum og líka myndlistinni!
Ellý er að æfa krakkana í karaókíinu og þau rosaspennt að fá svona stjörnu ... hehehehehe. Spurningar eins og: Fannst þér ekki leiðinlegt að þurfa að senda Alan heim? Ohhh, elskaðir þú ekki Hara-systur? dundu á henni.
Ellý er fín á krakkana, ströng en sanngjörn og kann sitt fag. Sem betur fer verður keppnin annað kvöld þannig að ég get væntanlega hlustað áður en ég fer heim. Davíð frændi er að aðstoða í karaókíinu og gat því ekki hent inn myndunum á sumarbudir.is. Verður gert í kvöld.
Hilda nálgast, best að halda áfram að vinna ...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
14.6.2007 | 20:45
Breytt áætlun, undarlegt barnaefni og enn undarlegra fullorðinsefni
Ætla í sumarbúðirnar á morgun, í stað þess að fara á laugardaginn og koma til baka sama kvöld. Það er svo mikið að gera, m.a. í skráningunni, að það er vel þegið að fá eins og einn þræl til hjálpar. Ég þarf líka að fara um allt með myndavélina og fá Davíð frænda til að setja afraksturinn á Netið, www.sumarbudir.is. Þið kíkið kannski á snilld mína á föstudagskvöld/laugardag.
Fæ far með Ellýju en hún heldur utan um karaókíkeppnina um helgina og þjálfar krakkana, mun gera það í allt sumar. Ellý hefur komið að sumarbúðunum í mörg ár og ekki bara séð um tónlistina, heldur líka kennt myndlist og íþróttir. Hún er svo fjölhæf, þessi elska. Smáplögg ... Ellý er með myndlistarsýningu á Draugasetrinu á Stokkseyri og stendur sýningin fram eftir sumri.
Rosalega hefur barnaefni í sjónvarpi breyst síðan Rannveig og Krummi voru og hétu og ég horfði á Lobba í Stundinni okkar með erfðaprinsinum. Heyrði eftirfarandi í barnatímanum á Stöð 2 í dag: Ekki segja mér að þú sért í skilorðseftirlitinu. Hvað viltu hitta mig oft? sagði sexí kvenkyns teiknimyndapersóna. Hvernig fórstu að því að útvega tryggingaféð?
Fleira sexí, nú úr boldinu:
Tómas ætlaði að flytja út frá mömmu vegna andstöðu hennar við Gaby, ólöglega en fallega innflytjandann. Taylor er í losti og getur varla hreyft bólgnu varirnar. Hún trúir því ekki að Tómas sé í alvöru hrifinn af Gaby. Í þættinum í gær hefur Taylor örugglega klagað í útlendingastofnun því að þegar ungu hjónin ætla út úr dyrunum mæta þau löggunni. Gaby er handjárnuð, eins og um morðingja sé að ræða. Hvað er Bush að pæla? Orðum geðþekka geðlæknisins er trúað um að þetta sé sýndarhjónaband en í alvöru elska þau Tómas og Gaby hvort annað, eru meira að segja búin að sofa saman. Á síðustu stundu birtist lögfræðingur Gaby og bjargar henni. Þið trúið frekar orðum bitrar tengdamóður en ástfanginna hjóna, segir lögmaðurinn. Kynslóðaskipti eru greinilega í nánd í boldinu. Kellingarnar eru að verða old news.
Brooke elskar Nick (og hann hana) en gerir allt til að tryggja hamingju Bridget dóttur sinnar. Hún er búin að tæla bjargvætt Taylor, gaurinn sem var svo skotinn í Bridget og reyndi svo ákaft að fá hana til að yfirgefa Nick. Einhver skortur á leikurum í Ameríku veldur því líklega að allir sofa hjá öllum og giftast hver öðrum til skiptis. Mér finnst ekki ólíkleg að Brooke giftist þessum gaur.
14.6.2007 | 12:42
Djúppælingar dagsins
Loks gat ég horft á hádegisfréttirnar í sjónvarpinu. Sl. tvo daga hefur ekki komið merki, ekki náðst skilningur á milli loftnetsins míns og draslsins ofan á Sementsverksmiðjunni. Ég er ekki þekkt fyrir samsæriskenningar en hugsa samt ... hverju var verið að leyna mig?
Fínar fréttir í dag. Svo að ég geri nú eins og sumir vinsælir bloggarar og endursegi fréttirnar þá mega ellilífsþegar fara að vinna fljótlega án þess að lífeyririnn skerðist. Já, og bærinn er fullur af sjóliðum, hátt í 700 girnilegum kroppum. Ég fjarri góðu gamni en samt svo sorglega nálægt. Hver vill svo sem sjóliða þegar matreiðslunámskeið býðst?
Þetta er bara svo skrambi gott veiðiveður. Nógu hlýtt til að hægt sé að hneppa frá efstu tölunni á Max-gallanum og setja lambhúshettuna í vasann.
Stór kostur við að eldast er sá að nú flauta ekki bara óbreyttir sjóliðar á mann, heldur líka yfirmenn, jafnvel skipstjórarnir sjálfir. Það var ákveðið sjokk á sínum tíma þegar aðdáunin fór að færast frá skólastrákunum yfir á kennarana og síðar á skólastjórana (þá fáu sem eftir eru karlkyns) en þannig er gangur lífsins.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
14.6.2007 | 00:42
Myndir, myndbönd, hetjusaga og meiri neimdroppings
Þetta var skemmtileg bæjarferð í dag og kvöld og steikti fiskurinn bragðaðist einstaklega vel hjá Laufeyju og Jóni Steini.
Ókei, hér er loks mynd sem sýnir þvílíka ægifegurð sem klippara tókst að laða fram með því að einbeita sér að hári, augabrúnum og augnhárum. Var hálffeimin við ljósmyndarann og leit undan. Sætur hattur úr ljósakrónu efst ...
Tommi bílstjóri var á seinni vaktinni, ók mér báðar leiðir, og var eiturhress eins og vanalega. Hann sagði mér að hann hefði þurft að keyra Hvalfjörðinn sl. sunnudag í áætlunarferðinni suður og fór aftast í langa röð bíla. Göngin voru lokuð eftir bílveltu sem við rétt misstum af á leiðinni á Skagann skömmu áður. Þetta setti alla áætlun úr skorðum og tókst bara að hafa eina kvöldferð frá Mosó í stað tveggja.
Svo ég haldi nú áfram að droppa frægum nöfnum þá mætti ég sjálfum Emil af Moggablogginu í lúmsku brekkunni sem liggur upp að Ártúni.
Fór upp í vinnu og sótti nýjustu Vikuna, var spennt að sjá hvernig forsíðuviðtalið kæmi út, það sem ég tók í síðustu viku við Ernu, eiganda Rúfusar, fallega hundsins sem lofaði mér eilífri ást og ég honum. Inga vinkona benti mér á Ernu og sagði að hún ætti heilan helling af lífsreynslusögum handa mér, hún hefði lent í ýmsu í lífinu. Fyrir þá sem ekki vita þá eru lífsreynslusögurnar í Vikunni sannar og stendur yfir eilíf leit að krassandi og góðum sögum. (gurri@mi.is)
Erna fékkst í viðtal og vá, þvílík saga sem konan hefur að segja!
Níu ára gömul var hún á gangi eftir Hverfisgötunni og á leið í heimsókn til frænku sinnar. Litli bróðir hennar var með í för, fimm ára. Allt í einu stoppaði bíll hjá þeim og tvær konur frá Barnaverndarnefnd gripu börnin og óku þeim í fóstur út á land. Viku seinna var þeim komið í endanlega vistum á Kumbaravogi. Heimilisvinur þar misnotaði nokkur af börnunum, m.a. bróður hennar, og sjálf var hún á stöðugum flótta undan manninum. Mamma Ernu var mjög blíð og góð en átti við drykkjuvandamál að stríða, ekkert þó sem afsakaði að missa svona frá sér börnin. Þegar mamman fékk sér í glas fór Erna alltaf með litla bróður til vinafólks á efri hæðinni og þau gistu þar. Ernu gekk vel í skólanum og var hamingjusamt barn fram að þessu. Saga hennar er sláandi og ein samstarfskona mín sagðist hafa grátið yfir henni.
Þessi hetja ætlar að koma í heimsókn í himnaríki á morgun, ásamt Ingu, og saman ætlum við að læra af Ingu hvernig á að elda góða kjúklingarétti. Inga er sprenglærð í matreiðslu.
Fékk þetta myndband sent frá góðri vinkonu sem býr í USA. Langar að deila því með ykkur:
http://vids.myspace.com/index.cfm?fuseaction=vids.individual&videoid=2022646177
Annað myndband, eiginlega ansi skondið. Ég man ekki eftir þessum megrunarkúr en hann var vinsæll í kringum 1971:
http://www.youtube.com/watch?v=73CKpn-5uc4
Myndin hér að neðan er af nýlegri megrunarkúr! Hehhehehehe!
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
13.6.2007 | 14:27
Dúndurfréttir og fleira stöff
Eftir fjöldamargar áskoranir undanfarið um að birta ásjónu mína eftir nýjustu fegrunaraðgerðir þá hef ég reynt að mynda mig frá öllum sjónarhornum. Besta myndin náði bara hálfu vinstra auga og svoleiðis mynd birtir maður ekki á virðulegu bloggi. Ég gæti vissulega endurbirt myndina af okkur Tomma í baði síðan um daginn en allir eru orðnir þreyttir á eilífum endursýningum, sbr. sjónvarpsstöðvarnar. Fann samt eina eldgamla mynd þar sem fyrrverandi og erfðaprinsinn fengu að fljóta með.
Mikið rosalega er gaman að vera heima í fríi. Nú er ég að horfa á gamlan þátt með Hemma Gunn í sjónvarpinu. Feðgarnir Pálmi og Siggi ... og Gummi Ben og Pétur hafa verið að sýna snilldartakta. Þeir síðarnefndu léku báðir hlutverk Jesú í rokkleiknum JCSuperstar.
Ég bloggaði einu sinni um Sigga Pálma, nýju plötuna hans sem ég var svo hrifin af. Tók sem dæmi að mér tókst að liggja í baði í gegnum hana alla, ég sem nenni aldrei að hanga lengi í baði þótt ég elski bað. Einhver Stressríður tekur stundum yfir., enda tíminn til að horfa á sjóinn dýrmætur.
Lofsöng plötuna í Vikunni í kjölfarið. Frétti síðar að Siggi hefði orðið ánægður með að ég minnist ekkert á það að hann væri af miklu tónlistarfólki kominn ... bla,bla, eins og flestir aðrir gerðu í dómum sínum. Mér finnst Siggi algjörlega standa fyrir sínu, einn og óstuddur.
Kynntist Gumma Ben í gegnum gamla vinkonu sem var með honum í hljómsveit, algjör eðaldrengur, Olga, konan hans, er bloggvinkona mín ... mont, mont! Pétur kom í viðtal til mín einu sinni á Aðalstöðina með Matta en þá voru Dúndurfréttir að fara að halda tónleika á Gauknum, eiginlega nýbyrjaðir. Ég ætlaði að stríða Matta og Pétri í viðtalinu og spurði þá sakleysislega: Strákar, fáið þið engar kjaftasögur á ykkur, svona hljómsveitagæar? Nei, sögðu þeir og hristu hausinn, við höfum ekki orðið mikið varir við það!Ja, ég heyrði að þið væruð gagnkynhneigðir, alla vega hluti ykkar, er það rétt? spurði ég lævíslega.
Ormarnir föttuðu þetta strax og sögðust sko vera gagnkynhneigðir! Það er miklu auðveldara að blöffa á þennan hátt á enskunni.
Það styttist í bæjarferð. Ætla að taka vagninn kl. 15.41 en skreppa jafnvel fyrst í Skrúðgarðinn og fá mér latte. Var að fatta að þriggja tíma pásan á strætóferðum milli Akraness og Mosfellsbæjar er komin upp í fjóra tíma! Það er frekar langt! Þótt það væri ekki nema ein ferð þarna á milli ... Hlakka til að hitta Laufeyju mína og borða með henni. Svo verður matreiðslunámskeið í himnaríki á morgun. Meira um það síðar.
Úúúúúúú, nú eru Dúndurfréttir að flytja Easy Livin´ með Uriah Heep. Ég elska þessa stráka!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.8.): 16
- Sl. sólarhring: 19
- Sl. viku: 410
- Frá upphafi: 1532262
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 341
- Gestir í dag: 15
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni