Færsluflokkur: Lífstíll
9.6.2007 | 15:43
Heillandi Hella og sættir við makkakvikindið
Haldið þið ekki að nafni eldri kattar míns, hann Tómas strætóbílstjóri (einnig þekktur sem brosmildi bílstjórinn) hafi setið undir stýri í strætó í morgun? Hef ekki séð þessa elsku í fleiri vikur!!! Það er kominn einhver tími síðan hann byrjaði aftur en mín hefur verið í sumarfríi.
Ég settist í fremsta sæti og spjallaði hann án þess á nokkurn hátt að trufla einbeitingu hans við aksturinn. Hélt yndisþokkanum í algjöru lágmarki með að ropa hátt annað slagið og slá um mig með groddalegum frösum. "Alltaf í boltanum, Tommi?" "Hvað segja bændur?" "Svona er lífið ..."
Tommi er ásatrúarmaður, golfari og veiðiáhugamaður svo fátt eitt sé talið. Hann langar mest til að verða Akranesgoðinn. Mér leist vel á hugmyndir hans um mannfórnir. Frekar algengt var til forna að fórna flottu fólki, jafnvel konungum ef þurfti. Okkur datt í hug ýmsir bæjarstjórar sem gætu verið girnilegar fórnir en ég nefni engin nöfn. Ég sagði Tomma að ástkær systir hans kommentaði stundum hjá mér á blogginu, þessi sem er fornleifafræðingur og kallar sig Möggu mágkonu (mína). Sagði Tomma auðvitað ekki frá mágkonudjókinu, annars gæti hann litið á það sem daður og viðreynslu og slíkt gera ekki fínar dömur.
"... fornleifafræðingar með rassgatið upp úr moldinni og gleðjast yfir einhverju drasli ..." drundi í Tomma þegar hann ræddi um systur sína!
Svo sagði hann eitthvað annað á leiðinni svo hryllilega fyndið en ég bara man það ekki! Arggggg!
Við Ellen hittumst í The Kringl á gjörsamlega hárréttum tíma, hvorug þurfti að bíða eftir hinni ... og þustum svo út á þjóðveginn með kaffi í annarri, alla vega ég. Ellen gleypti í sig Da Vinci-kaffið sitt með karamellusýrópi og var búin með það áður en við komumst út í bíl. Jæks, ég smakkaði aðeins á því og varð ekki hrifin, enda hefur sætt kaffi ekki verið á vinsældalistanum síðan ég var 17 ára.
Hér á Hellu er skólahúsið hægt og rólega að breytast í algjört ævintýraland, nú eru allir að púla við að koma þessu upp. Mér var skellt fyrir framan tölvuna og látin senda foreldrum undirbúningslista fyrir tímabil 2 en þar kemur m.a. fram hvað best er að taka með sér í sumarbúðirnar. Nú ætla ég að reyna að gera skrifstofuna æðislega!
Í Pennanum í Kringlunni sá ég að út er komin á íslensku ný bók eftir Dean Koontz!!! Ég hélt ég ætti allar eftir hann, bæði á ensku og íslensku en kannaðist ekki við lýsinguna þegar ég las aftan á bókina. Keypti hana að sjálfsögðu Hugsa að ég fari mjög snemma í háttinn í kvöld. Jessssss!!! Elska hryllingsspennudularfullar bækur.
P.s. Við Makkahelvítið erum búin að gera með okkur vopnahlé. Ég tala ekkert um hvað PC er betri tölva og Makkinn étur mig ekki.
9.6.2007 | 00:39
Ekki enn milljarðer og morgunspan á Hellu
Ekki mætti fleðulegi maðurinn með hreiminn, brilljantínið og peningatöskuna í heimsókn til að gera mig að milljarðer og fleira notalegt ... og ég sem fer út á land í fyrramálið og gisti eina nótt. Ekkert rómantískt er á ferðinni þar, bara aðstoð við að setja upp eins og eitt stykki sumarbúðir! Jibbí! Skráning hefur gengið ágætlega en það er samt ekki orðið alveg fullt. Það gæti þó ræst úr því, enda margir búnir að skrá börnin sín síðustu daga.
Talaði við eina vinkonu mína í dag sem var svo viss um að það væri orðið fullt í Ævintýralandi, eins og venjulega, að hún ákvað bara að sleppa sumarbúðum fyrir dæturnar í ár. Hún snarhætti við og ætlar að skrá þær í júlí.
Hilda gat ekki ýmissa hluta vegna auglýst fyrr en svo seint og hinir aðilarnir græddu á því. Eins og ég bloggaði um nýlega þá er frekar slæmt að 2/3 hluti sumarbúða á Íslandi fái háa styrki og geti í skjóli þeirra skekkt samkeppnisstöðuna. Svona starfsemi á að geta staðið undir sér en veikist vissulega þegar sumum er gert svona miklu auðveldara fyrir.
Ellen frænka fer austur undir hádegi sem passar einmitt svo vel. Stefnumót í Kringlunni. Þori því ekki að vaka lengi þrátt fyrir stórkostlegar bíómyndir á sjónvarpsstöðvunum (grín) og stilli klukkið á níu. Það er heilum þremur klukkutímum seinna en en vanalegur fótaferðatími flesta virka daga ársins. Best að nota Pollýönnu á þetta þótt ég hafi ómögulega nennt að horfa á myndina um hana á RÚV í kvöld. Gægðist frekar aðeins á Flightplan, hef bara séð hana einu sinni áður.
Dagurinn hefur verið þreytandi, enda ekkert áhlaupaverk að fylgjast með þeim óbjóði sem gengur hér á.
Hvað segja bloggvinir um myndina sem ég náði fyrr í dag? Ég veit eiginlega ekki hvað ég á að halda. Getur verið að slökkviliðsmennirnir hafi verið að kæla einhverja starfsemi sem mögulega fer fram neðanjarðar, þarna undir bílastæði íþróttavallarins? Takið eftir öllum rauðu bílunum á planinu!
P.s. Ég steingleymdi að horfa á boldið ... klikka ekki á því í næstu viku. Promisss!
8.6.2007 | 15:32
Meiri grunsamlegheit og ný spennumynd
Það er ekki bara fjör í bloggheimum, heldur líka stöku sinnum hérna í daglega lífinu ... sem þó verður alltaf leiðinlegra við samanburðinn. Mér finnst orðið óþægilegt þegar fólk brosir til mín á venjulegan hátt, svo vön er ég orðin broskörlunum í blogginu.
Síminn er reyndar frekar heitur í dag af notkun eftir nokkur einstaklega góð símtöl, svona miðað við að yfirleitt nenni ég ekki að hanga lengi í síma. Já, og til að taka af allan vafa þá vaknaði ég klukkan 11 í morgun, hef bara varið tímanum í að horfa á það nýjasta nýja fyrir neðan himnaríki. Nú standa þar rauðir bílar. Mig grunar að það skipti máli. Guli liturinn (gula grafan, remember) táknar venjulega að það sé biðstaða en sá rauði að aðgerðin sé stopp í bili. Þegar kemur að því að grænn bíll leggur við sandinn veit ég að allt fer á fullt og þá ætla ég að loka mig inni í þvottahúsi með kisunum, dósamat og batterísútvarpi, jafnvel síma. Svo er fullt af saklausi fólki á labbinu þarna allt í kring. Gott dulargervi eða samsekt fólk.
Lífið sjálft er stöku sinnum meira "spennandi" en sápuóperurnar.
Ég man t.d. eftir fráskildum manni að norðan sem yngdi verulega upp og eignaðist barn með nýju konunni. Sonur mannsins af fyrra hjónabandi gerði sér lítið fyrir og stal eiginkonunni, stjúpu sinni, og er nú stjúpfaðir hálfbróður síns. Þetta er samt ekkert miðað við það sem ég er að ganga í gegnum með gröfur og önnur grunsamlegheit!
http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=bc336494a082937701494d38451bd505
8.6.2007 | 00:18
The Birds í beinni og fleira dularfullt
Undarlegt hvað það kemur alltaf dásamlega á óvart hvað það getur verið bjart um miðnætti. Eins og það hafi aldrei gerst áður. Finnst reyndar leitt hvað það var dimmt yfir í gærkvöldi og fyrrakvöld en þá fór fram æfing fyrir myndina Birds 2 beint fyrir neðan himnaríki. Hundruðir skrækjandi fugla héldu sig á brekkunni við hlið bílastæðisins og tóku svo nokkrar ferðir til að reyna að drita á gluggana mína, tókst austanmegin, enda vindáttin þeim hagstæð. Nú þegar ég gæti myndað filmstjörnurnar vegna betri birtu eru greinilega tökur hafnar og það annars staðar.
Alltaf sitja Kubbur og Tommi úti í glugga og fylgjast spennt með. Ég hef líka gaman af því að sjá fugl í nokkurra sentimetra fjarlægð frá rúðunni þótt hann meini ekki vel. Það er bara einn fugl sjáanlegur núna, vindátt óhagstæð og allt dritast beint niður. Hef þó ekki séð eina slettu á nýju svölunum mínum. Stillti líka upp ógnandi mynd af mér (fyrir klippingu) þar.
Dularfulla grafan er nú horfin. Síðast sást til hennar í gær eða fyrradag, dagana sem ég þurfti að bregða mér í bæinn. Spúkí!
Þessi heimildamynd hægra megin sýnir gröfukarlinn þar sem hann var kominn niður á sand, óvitandi um að vitni sæu til hans. Maðurinn fór a.m.k. einu sinni í Smáralindarstellinguna og tók eitthvað upp úr sandinum. Alltaf spenna við Langasandinn.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
7.6.2007 | 17:51
Bólgin og bandbrjáluð
Skipti hafa orðið á hlutverkum í leikritinu Bridget sár og Nick með samviskubit. Bridget margbiður Nick fyrirgefningar á því að hafa skrökvað upp fóstureyðingunni og því að hafa efast um tryggð hans. Það sem Bridget veit ekki er að Nick og Brooke, mamma hennar, hétu hvort öðru ævarandi tryggð í millitíðinni. Ástæða sárinda Bridget er gleymd ... sterkur grunur um ást Nicks til móður hennar.
Jackie, mamma Nicks, kemur askvaðandi á snekkjuna og óskar Nick til hamingju með að velja Brooke en hann sussar á hana og sjúkkittt, Bridget heyrði ekkert.
Tómas, litli sonur Ridge og Taylors, þessi sem þroskaðist á ljóshraða úr litlum hnokka í gjafvaxta strák, vinnur sem hönnuður hjá Sally Spectra og nú er fyrsta sýningin hans. Afinn, Eric, vildi hann ekki í vinnu í Forrester-tískuhúsinu en nú er drengurinn við það að slá í gegn. Allir sturlast úr hrifningu, alla vega klappa. Tómas heldur í þá von að sýningin sameini foreldra hans.
Nick, þú verður að segja Bridget að þú sért ástfanginn af móður hennar, segir Jackie.
Ég vil koma aftur heim, duck, segir Ridge við Taylor á tískusýningunni og rýkur svo á dyr. (Held að ég hafi misst af einhverju) (já, gælunafnið er Duck, heyrist mér, vel við hæfi)
Tómas og tvíburarnir eru eyðilögð.
7.6.2007 | 17:05
Húrra fyrir Jóhönnu!
Vissi að hún Jóhanna myndi vernda Íbúðalánasjóð, frábært hjá henni. Hvað yrði t.d. um landsbyggðina ef Íbúðalánasjóður hyrfi og bankarnir tækju yfir?
Bankar græða og vilja græða, þannig er bara bisniss. Íbúðalánasjóður er þjónustufyrirtæki sem er NB hætt að reyna að hafa vit fyrir viðskiptavinum sínum með ströngu greiðslumati. Ef fólk veikist eða lendir í annars konar erfiðleikum þá er boðið upp á þann möguleika hjá Íbúðalánasjóði að frysta húsnæðislánið í allt að þrjú ár.
Auðvitað er þetta samkeppni við bankana ... en þessi málaflokkur á einmitt að vera svolítið verndaður, aleiga fólks er í húfi.
Eftir að ég fattaði að ég þarf að borga bankanum mínum (sem ég elska samt) 65 krónur fyrir hvert símtal þá vil ég ekki að bankarnir fái einkarétt á lánum til íbúðakaupa. Ég ítreka, ekki gefa upp kennitölu eða reikningsnúmer þegar þið hringið í bankann ykkar nema nauðsyn beri til. Ég var bara með einfalda spurningu sem tengdist netbankanum mínum og þegar konan í símanum bað um reikningsnúmer hélt ég að hún ætlaði að aðstoða mig, svo reyndist ekki vera.
![]() |
Félagsmálaráðherra: Íbúðalánasjóður verður ekki einkavæddur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2007 | 13:53
Hálfgert letilíf og heilmiklar tölvuspælingar
Voða letilíf er þetta í sumarfríinu. Sumir í mínum sporum væru búnir að mála baðið, taka skápana, helluleggja garðinn, ganga upp á Akrafjall, bera á sig brúnkukrem, koma upp kryddjurtagarði, læra að elda nýstárlegan mat, skrifa eina smásögu og kynna sér nýjustu strauma í tísku og tónlist.
Sat reyndar við tölvuna í gær fram á nótt og skrifaði langt viðtal ... sumarfríið lengist bara í hina áttina í staðinn. Mjög djúsí, eiginlega stórmerkilegt viðtal við algjöra hetju sem lenti í skelfilegum hlutum í æsku. Kemur í Vikunni á fimmtudaginn í næstu viku.
Annars er mjög spennandi viðtal í nýjustu Vikunni við Ungfrú Ísland um það sem gerðist á bak við tjöldin í keppninni. Ekki var það allt fallegt.
Veit einhver tölvuvitur bloggvinur hvað er í gangi þegar tölvan fer í hægagang, næstum frýs og allar aðgerðir taka fáránlega langan tíma? Ég hef hingað til getað endurræst hana og þá verður hún hraðari. Ætli sé vírus í gangi? Kann ágætlega á word, tölvupóstinn og bloggið og það hefur nægt mér. Dánlóda aldrei neinu nema þá myndum úr google til að myndskreyta færslur, kann ekki einu sinni að stela músik og myndum ef ég hefði áhuga á því.
6.6.2007 | 15:14
Sætaferðir á Skagann
Vá, hvað þetta var annasöm borgarferð, ég er enn sveitt, móð og másandi í huganum.
Sat fund niðri í miðbæ rétt fyrir hádegi. Stefnan var sú að ná strætó heim kl. 12.45. Hilda var að verða bensínlaus, ég þurfti að koma augnablik við í vinnunni og hún í banka á Hlemmi þar sem hún lenti á sumarstarfsmanni, arggg. Hún tók bensín, ég þaut augnablik inn á vinnustaðinn minn og á fljúgandi ferð, samt eiginlega á löglegum hraða, brunuðum við af stað upp í Mosó þegar sjö mínútur voru í brottför og næsti vagn eftir heila þrjá klukkutíma. Bílstjórarnir okkar þurfa alltaf siesta, sko!
Nú sé ég ekki eftir að hafa hlaðið símann minn vel og vandlega í gær því að ég var með stjórnstöð Strætó bs á línunni hálfa leiðina.
Ert þú konan á svarta subaru-bílnum? spurði konan á skiptiborðinu.
Nei, ég er á rauðri ... uuuu, Hilda, hvað heitir þessi bíll? ... Toyotu!
Heyrðu, hér er önnur kona að biðja leið 27 að bíða, hún er alveg að verða komin!
Ég skrökvaði því náttúrlega að ég ætti bara stutt eftir en þá vorum við nýkomnar framhjá Húsasmiðjunni. Þetta ER stutt miðað við t.d. leiðina til Akureyrar.
Þegar ég hljóp upp í strætó var konan á svarta Subarunum nýkomin. Hinir farþegarnir voru sallarólegir. Skemmtilega konan frá Kjalarnesinu sat í vagninum og fór að grínast með okkur seinu kellurnar ... það myndaðist svona sætaferðastemmning á leiðinni. Hef sjaldan verið fljótari upp á Skaga, enda mikið spjallað og hlegið á leiðinni.
Á útleið sagði ég bílstjóranum að ég yrði honum ævarandi þakklát og vissi ekki hvernig ég gæti launað honum þessar fjórar mínútur. Ekki gat ég sofið hjá honum á staðnum, það tengist samt alls ekki náttúruleysi, miklu frekar siðsemi á almannafæri. Ég hef líka margoft sagt að maður bindi ekki trúss sitt við strætóbílstjóra, þeir eiga kærustur á hverri stoppistöð.
5.6.2007 | 18:33
Fínasta bæjarferð
Klippingin gekk vonum framar. Ég varð svolítið óttaslegin þegar hárgrisslukonan setti djúpan disk á kollinn á mér og mundaði garðklippurnar en ekkert var að óttast, hún kunni sitt fag.
Við eigum litunarstefnumót næsta mánudag. Ef ég er ómótstæðilega núna þá veit ég ekki hvað gerist eftir mánudaginn ... það leið yfir nokkra menn í Reykjavík í dag!
Strætó kom stundvíslega og við brunuðum í Mosó. Biðin eftir leið 15 var ekki mjög löng en samferðakona mín tjáði mér í biðskýlinu að Skagastrætó hefði lagt af stað á nýja tímanum, 15.45, í gær með hálftóman vagn. Svo kom leið 15 úr bænum með helling af fólki en greip í tómt. Skagabílstjórinn gerði sér lítið fyrir og sneri við, enda ekki kominn langt. Þetta á allt eftir að venjast.
Ég veit núna að nýja tímaáætlunin var búin til utan mig og virðuleika minn. Nú er manndrápsbrekkan úr sögunni, enda engin leið 18 í Stórhöfða sem ég þarf að hlaupa til að ná. Ég get gengið settlega út úr vagninum við Ártún, tölt niður milljóntröppurnar, undir brúna og enn hægar upp lúmsku brekkuna. Dásamleg tilfinning.
Leið 18 kom nokkrum mínútum síðar og óvissuferð hófst þegar vagninn beygði til hægri áleiðis að Árbæ í stað þess að fara niður Höfðabakkann eins og hann hefur hingað til gert. Ég hélt ró minni, enda ekki á hraðferð. Með í för var hópur krúttlegra yngri borgara sem lagði undir sig aftari helming vagnsins. Strætó beygði svo niður í Hálsana og sjúkkitt, ég komst í vinnuna. Átti ekki merkilegt erindi þangað en ákvað að fá mér lærisneiðar að borða í mötuneytinu, hef ekki smakkað þær í mörg ár. Smá vonbrigði, soldið seigar.
Aðalerindið til Reykjavíkur var að heimsækja konu í Grafarholtinu og konan sú á hreint dásamlegan hund sem heitir Rúfus. Við Rúfus hétum hvort öðru ævarandi ást. Konan skutlaði mér svo í Mosó þar sem alltumfaðmandi strætóbílstjórinn sá um að koma mér heim.
Nú þarf ég að hringja í Einarsbúð, kattamaturinn er búinn og kettirnir fáránlega fleðulegir við mig. Svangir.
4.6.2007 | 21:46
Ástir, örlög og strætóskerðing ...
Taylor, geðþekki geðlæknirinn, sagði Ridge að pakka niður og fara af heimilinu þar sem hann væri enn skuldbundinn Brooke í hjarta sínu. Hahhahaha, ef Ridge bara vissi að nú er Brooke akkúrat að kela við Nick, tilvonandi tengdason sinn. Bridget, kærasta Nicks og dóttir Brooke, truflar keliríið með því að hringja og er á leiðinni til að segja Nick frá því að hún sé enn ólétt. Nick og Brooke tjá hvort öðru ást sína og eilífa tryggð. Svo mætir Bridget á svæðið og játar fyrir Nick sínum að hún sé enn ófrísk. Hann sem ætlaði að fara að segja henni frá ást sinni til mömmu hennar. Hvað gera bændur nú?
Fór aftur á www.bus.is og sá nú að ferðum strætó 27 hefur fækkað nokkuð. Ég skil alveg að það þurfi að spara en þetta verður eins og vítahringur; þegar þjónustan skerðist fækkar farþegum.
Ertu að halda þér til fyrir einhvern? spurði Magga vinkona þegar hún komst að því að klipping væri í nánd. Það skyldi þó ekki vera að undirmeðvitundin væri með einhvern í sigtinu? Er þetta kannski bara skylduklippingina á sex mánaða fresti? Er einhver Nonni villingur til? Hvað fá bloggvinirnir ekki að vita? Svarið kemur hryllilega á óvart. Ekki missa af færslum næstu árin.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 21:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.8.): 0
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 388
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 321
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni