Heillandi Hella og sættir við makkakvikindið

Haldið þið ekki að nafni eldri kattar míns, hann Tómas strætóbílstjóri (einnig þekktur sem brosmildi bílstjórinn) hafi setið undir stýri í strætó í morgun? Hef ekki séð þessa elsku í fleiri vikur!!! Það er kominn einhver tími síðan hann byrjaði aftur en mín hefur verið í sumarfríi.
Ég settist í fremsta sæti og spjallaði hann án þess á nokkurn hátt að trufla einbeitingu hans við aksturinn. Hélt yndisþokkanum í algjöru lágmarki með að ropa hátt annað slagið og slá um mig með groddalegum frösum. "Alltaf í boltanum, Tommi?" "Hvað segja bændur?" "Svona er lífið ..."

Tommi er ásatrúarmaður, golfari og veiðiáhugamaður svo fátt eitt sé talið. Hann langar mest til að verða Akranesgoðinn. Mér leist vel á hugmyndir hans um mannfórnir. Frekar algengt var til forna að fórna flottu fólki, jafnvel konungum ef þurfti. Okkur datt í hug ýmsir bæjarstjórar sem gætu verið girnilegar fórnir en ég nefni engin nöfn. Ég sagði Tomma að ástkær systir hans kommentaði stundum hjá mér á blogginu, þessi sem er fornleifafræðingur og kallar sig Möggu mágkonu (mína). Sagði Tomma auðvitað ekki frá mágkonudjókinu, annars gæti hann litið á það sem daður og viðreynslu og slíkt gera ekki fínar dömur.
"... fornleifafræðingar með rassgatið upp úr moldinni og gleðjast yfir einhverju drasli ..." drundi í Tomma þegar hann ræddi um systur sína!
Svo sagði hann eitthvað annað á leiðinni svo hryllilega fyndið en ég bara man það ekki! Arggggg!

Við Ellen hittumst í The Kringl á gjörsamlega hárréttum tíma, hvorug þurfti að bíða eftir hinni ... og þustum svo út á þjóðveginn með kaffi í annarri, alla vega ég. Ellen gleypti í sig Da Vinci-kaffið sitt með karamellusýrópi og var búin með það áður en við komumst út í bíl. Jæks, ég smakkaði aðeins á því og varð ekki hrifin, enda hefur sætt kaffi ekki verið á vinsældalistanum síðan ég var 17 ára.

Hér á Hellu er skólahúsið hægt og rólega að breytast í algjört ævintýraland, nú eru allir að púla við að koma þessu upp. Mér var skellt fyrir framan tölvuna og látin senda foreldrum undirbúningslista fyrir tímabil 2 en þar kemur m.a. fram hvað best er að taka með sér í sumarbúðirnar. Nú ætla ég að reyna að gera skrifstofuna æðislega!

Í Pennanum í Kringlunni sá ég að út er komin á íslensku ný bók eftir Dean Koontz!!! Ég hélt ég ætti allar eftir hann, bæði á ensku og íslensku en kannaðist ekki við lýsinguna þegar ég las aftan á bókina. Keypti hana að sjálfsögðu Hugsa að ég fari mjög snemma í háttinn í kvöld. Jessssss!!! Elska hryllingsspennudularfullar bækur.

P.s. Við Makkahelvítið erum búin að gera með okkur vopnahlé. Ég tala ekkert um hvað PC er betri tölva og Makkinn étur mig ekki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Ég sem er að gefast upp á makkanum mínum, það eina sem heldur trausti mínu við hann er hvað hann er lítill og nettur, auðvelt að ferðast með hann ;)

Eva Þorsteinsdóttir, 9.6.2007 kl. 16:01

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Æ, æ. Væri gaman að eiga slíka tölvu en þá þarf hún líka að virka rétt. :)

Guðríður Haraldsdóttir, 9.6.2007 kl. 16:06

3 Smámynd: Eva Þorsteinsdóttir

Sammála því, er farin að sjá kosti PC í öðru ljósi.

Eva Þorsteinsdóttir, 9.6.2007 kl. 16:08

4 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Hvaða hvaða hvaða. Makkinn er miklu betri en pésinn. Þið hljótið að hafa móðgað tölvurnar ykkar eða eitthvað.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 9.6.2007 kl. 17:05

5 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Dean Koontz er æði.... eins og eflaust báðir Tómasarnir

Heiða B. Heiðars, 9.6.2007 kl. 17:48

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég er með PC hún er fínn hehe.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.6.2007 kl. 18:00

7 identicon

Ég á að vísu ekki Makka, en ég treysti honum vel, því ég var dálítíð alinn upp með Makka mér við hlið ... pabbi og Ari bróðir nota lappaMakka, en ég er enn í PC-tölvunum ... hver veit nema ég breyti til ... en það gerist þá ekki fyrr en á næsta ári í fyrsta lagi...

Makkar og PC í sátt og samlyndi - það er minn draumaheimur ... (og svo Sinclair Spectrum ... )

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 18:42

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hafðu gaman í ævintýralandinu. Smjúts!

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2007 kl. 18:58

9 identicon

ég á makka sem ég elska .. finnst hún voða fín og er að standa sig vel... koss og kveðja

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 19:49

10 identicon

Hæhæ.. vildi bara skilja eftir kvitt! Þú nærð alltaf að framkalla a.m.k. eina hláturgusu frá mér þegar ég kíki við.. TAKK, TAKK!

Heiðdís frænka (IP-tala skráð) 9.6.2007 kl. 21:07

11 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Aha, Guðmundur. Takk fyrir að upplýsa okkur konur um þetta leyndarmál karlanna. hahahha. Ég get verið alveg svakalega stundvís sem getur komið sér illa, eins og þegar ég mætti einni mínútu of seint í matarboðið og gestgjafinn var í sturtu! Eins gott að vinur hans gat opnað fyrir mér. Síðustu gestirinr mættu einum og hálfum tíma á eftir mér og sá síðasti tók meira að segja aukagest með sér ... þannig að við urðum 13 til borðs!!! Þvílíkur dónaskapur. Tek það fram að fæstir þekktust innbyrðis í þessu boði ... ég vel mér bara vini sem koma á réttum tíma í matarboðin til mín (djók, ég er aldrei með matarboð, er ekki nógu góð eldabuska, fer á matreiðslunámskeið á fimmtudaginn).

Farin að sofa ... gúdd næt!!!

Guðríður Haraldsdóttir, 9.6.2007 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 282
  • Sl. viku: 2061
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1772
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Örbylgjueldað
  • Örbylgjueldað
  • Diskóeyjan

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband