Færsluflokkur: Matur og drykkur
3.6.2007 | 23:12
Tilraunir í himnaríki
Gerði afar metnaðarfulla tilraun í eldhúsinu áðan, enda orðin sársvöng eftir eintóma kaffidrykkju í dag. Efniviðurinn sem ég hafði var: Útrunnar kjúklingabringur, rifinn ostur sem ég gleymdi á borðinu í gær, risastór sæt kartafla, gamalt krydd sem var ferskt í gær, paprikur, laukur, chili, hvítlaukur, svartur pipar, Best á allt og Top Chop, krydd sem Inga ráðlagði mér að kaupa í Einarsbúð á föstudaginn.
Jens Guð skammaði mig fyrir að hafa hent útrunnum kjúklingabringum um daginn þannig að ég ákvað að taka sénsinn. Ég verð þá bara veik og þið drepið Jens fyrir mig.
Ég kryddaði kjúklinginn með Top Chop og grillaði á svona mínútugrilli. Sauð þá risastóru og sætu í potti og bjó til kartöflumús, kryddaði hana með Best á allt frá Pottagöldrum og skellti rifna ostinum út í, það var ... athyglisvert. Kom önnur áferð á músina. Steikti síðan paprikur, lauk, hvítlauk og chilipipar (með nokkrum fræjum). Þetta var skrambi gott, svona miðað við að ég er betri í tertunum.
3.6.2007 | 19:02
Fordómar og sálarflækjur
Kræst, Oprah Winfrey var að tala illa um offitu og reykingar, hefur hún ekkert skemmtilegra að gera? Gefa bíla eða eitthvað? Ég gleypi ekki alveg við þessum rökum að offita sé eingöngu af andlegum orsökum þótt það hafi átt við hjá Opruh sem var misnotuð sem barn. Það vill gleymast að sumum finnst matur einfaldlega góður.
Reynt er að fá hamingjusamar feitabollur, ánægar með sjálfar sig, til að falla saman og skæla í svona sjónvarpsþáttum og finna einhverja ástæðu fyrir fitunni, hún hlýtur að liggja djúpt niðri þarna. Nei, þú getur ekki verið hamingjusöm þótt allt gangi svona vel í lífi þínu, þú ert nefnilega feit!
Ég hef á lífsleiðinni hitt svona djúpt fólk, sjálfskipaða sálfræðinga, sem eru að springa úr klisjum. Hvernig líður þér? Nei, ég meina hvernig líður þér í alvörunni? Þér hlýtur að líða illa, ég finn það.
Góður vinur minn sagði vinkonu sinni upp vinskap af því að hún reyndi sífellt að stjórna tilfinningum hans á þennan hátt. Það tók hann nokkur ár að átta sig á því að honum leið alltaf illa nálægt henni. Hann reyndi sífellt að finna djúpar orsakir fyrir öllu en gekk ekkert of vel, líf hans var gott. Hann hlær að þessu í dag, er mjög hamingjusamur ... enda grannur.
3.6.2007 | 02:13
Gráðugur banki og góð gestakoma
Hringdi í þjónustuver bankans míns um daginn til að spyrja hvað væri til ráða ef ég væri búin að gleyma leyniorðinu í Netbankann. Konan spurði mig lymskulega um reikningsnúmer og sagðist síðan ekki geta hjálpað mér, heldur átti ég að fara í útibúið á Akranesi og fá þar nýtt leyniorð. Mundi svo leynóið ... Þegar ég kíkti í Netbankann minn áðan sá ég að fyrir þetta símtal og ekkihjálp þurfti ég að greiða 65 krónur sem dragast af reikningum mínum. Ekki mikill peningur kannski en frekar ósiðlegt af svona forríku fyrirtæki að rukka mann aukalega fyrir lásí símtal. Ekki gefa upp bankanúmerið ykkar eða kennitölu nema þið vitið að þið fáið einhverja aðstoð, bara upp á prinsippið.
Hilda systir og Lóa, vinkona okkar, komu í aldeilis dásamlega heimsókn í kvöld. Þær byrjuðu reyndar á því að fara í 40 mínútna gönguferð meðfram Langasandinum. Náði mynd af þeim þar sem þær hófu gönguna, ómeðvitaðar um leynilega myndatöku út um glugga himnaríkis.
Á meðan þær nutu ferska loftsins og hreyfingarinnar var ég í óðaönn að útbúa gúmmulaði fyrir þær. Bjó til samloku úr tortillum, smurði með sterkri Taco-sósu, setti líka rifinn ost og rjómaostsslettur á milli og steikti beggja megin á pönnu, skar svo niður í fjóra bita.
Þær emjuðu af sælu yfir þessu þegar þær komu móðar og másandi úr gönguferðinni. Það sem fólk leggur á sig fyrir hreyfingu og hreint loft. Ég fékk heilmikla hreyfingu líka og var með alla glugga galopna, sé lítinn mun á þessu. Heimsóknin var mjög notaleg og skemmtileg.
Tók mynd af þeim stöllum í sófanum í bókaherberginu þar sem þær lágu í bókmenntum. Þær þóttust eitthvað vera of þreytulegar og sjúskaðar fyrir myndatöku en ég hlustaði ekki á slíkt bull.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
31.5.2007 | 23:15
Hraðar hendur í spennu dagsins ... og bold
Það er nú ansi rólegt lífið þegar mesta spenna dagsins er sú að vera nógu handfljót til að skella baunum í espressóvélina áður en hún stoppar í mótmælaskyni við baunaskort. Ég lenti í þessu í dag, æsispennandi. Komst að því að ég get haft hraðar hendur.
Rosalega var Simpsonsþáttur kvöldsins góður. Seymour skólastjóri við Ednu sína: Æ, kemst ekki með þér í rómantísku eplatínsluferðina. Mamma festi hálssepa í rennilás. Ég verð því heima til að kyssa á bágtið. Hér eru nokkur epli handa þér. Snilld.
Er að hugsa um bæjarferð á morgun. Ekki þó til að fara á kaffihús að reykja. Einhver hvíslaði því að mér að ég gæti tekið Akraborgina í bæinn ... Hún kemur víst í heimsókn á Skagann. Best að leita frétta.
Já, alveg rétt, boldið ... ég eiginlega sofnaði yfir því. Brigdet sem búið er að hrauna yfir síðustu vikur og mánuði er með svo mikinn móral yfir því að hafa logið að Nick að hún hafi farið í fóstureyðingu að hún er á bömmer. Hún notaði þátt dagsins til að rifja upp góðar stundir með honum, þátturinn var svona best of kelirí. Á næstunni mun Nick vera mjög leiðinlegur við hana, hún sakbitin en nær honum ekki aftur. Honum tókst að koma samviskubitinu yfir á hana, klár gaur. Hún er búin að gleyma því að hann elskar mömmu hennar. Nú man hún bara góðu stundirnar ... sorrí, of seint. Nick er nú farinn á bátnum sínum út í tryllt óveður. Hann mun ekki saka. Ég sé fram í tímann.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 7
- Sl. sólarhring: 152
- Sl. viku: 700
- Frá upphafi: 1516587
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 581
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni