Færsluflokkur: Matur og drykkur
17.6.2007 | 21:42
... heldur frelsa oss frá illu kaffi
Frétti að maður, kenndur við kross, beini nú spjótum sínum að drykkjufólki sem djöflar í sig ógeðsdrykknum kaffi. Mér finnst þetta frábært. Loksins er ráðist á þessa óhæfu sem kaffidrykkja er. Hversu margar fjölskyldur ætli hafi tvístrast og sundrast vegna kaffidrykkjusýki annars foreldrisins á heimilinu, jafnvel beggja? Hversu margir ætli eigi um sárt að binda vegna neyslunnar? Ég er ekki saklaus, ætla ekki að reyna að afsaka mig. Flest óhæfuverk sem ég hef framið í lífinu hafa verið undir áhrifum koffíns, m.a. fjölmargar bloggfærslur.
Viðvörunarmerkin voru alls staðar þegar ég fer að hugsa út í það. Í Dalalífi eftir Guðrúnu frá Lundi, sem ég las á unglingsaldri, kemur berlega fram hættan af því að drekka kaffi og var Ketilríður nokkur nefnd sérstaklega til sögunnar, en hún þambaði kaffi með hlóðabragði í lítravís og slúðraði í kjölfarið.
Erfðaprinsinn minn reyndi líka að vara mig við einu sinni og sagðist vera stórhneykslaður á því að hafa séð áhöld til kaffineyslu inni í eldhúsi hjá mömmu sinni.
Mér finnst frábært að loks hafi fundist gott málefni til að berjast fyrir, eða öllu heldur gegn. Hef einhvern veginn aldrei fundið mig í andúð á samkynhneigðum, hatri á rokktónlist, hneykslan á konum með stutt hár eða konum í buxum. Nú erum við laus við reykinn á kaffihúsunum, næst berjumst við gegn kaffi! Held að fólk geti drukkið te.
Mikið var gaman að fá Heiðu í heimsókn. Henni gekk vel að rata til himnaríkis, enda held ég að Skaginn sé ekkert of flókinn fyrir utanbæjarfólk. Hún kom með djöflatertu með sér, svakalega góða, og ég bauð henni upp á djöfladjús (kaffi) með. Við skemmtum okkur djöfullega vel. Við horfðum með öðru á Djöfmúluna og nú er ég farin að óttast að maðurinn sem ég held með, Djöfmilton, verði nýr Djúmaker sem hrifsar til sín alla sigra og það hætti að vera gaman að horfa.
Fyrsti vinnudagur eftir sumarfrí er á morgun. Vona að ég muni eftir því að mæta! Svo er það matreiðslunámskeiðið annað kvöld.
16.6.2007 | 13:00
Enn meira gaman
Svaf í húsi tónlistarskólans í nótt, á hornsófa þar sem spýta skarst upp í bakið á mér ... svaf samt eins og engill. Fannst ég svo örugg þar sem slökkviliðið er á neðri hæðinni.
Nú eru litlu krúttmolarnir að borða hrísgrjónagraut en í kvöld verður steiktur fiskur. Gaman hvað fiskur er vinsæll hjá flestum börnum. Ég þoldi ekki fisk þegar ég var yngri, fékk líklega óverdós af viðurstyggilegum fiski, gellum, nætursöltuðum fiski, reyktri ýsu, hrognum og lifur, saltfiski, skötu, laxi með beinum, síld með enn fleiri beinum ... pyntingaraðferðirnar voru óteljandi.
Davíð er að setja inn myndir núna og þá verður hægt að kíkja á dýrlegheitin.
Nú eru börnin að fara á námskeið fram að kaffi; leiklist, myndlist, grímugerð, kvikmyndagerð og fleira. Kvikmyndagerðin er vinsælust, enda fá þau að gera handrit, velja búninga og leika sjálf í 5 mínútna bíómynd sem verður sýnd á kvöldvökunni síðasta kvöldið. Ég hef einu sinni fengið pínku oggu örhlutverk í einni mynd en Hilda hefur verið heppnari, hún hefur verið myrt í bíómyndum hér, henni hefur verið rænt, hún hefur verið draugur ... og svo framvegis. Aldrei of illa farið með góðan sumarbúðastjóra ...
15.6.2007 | 20:10
Sveitasælan sæta
Mikið er gaman í sveitinni. Mér er ekki þrælað mikið út. Fékk að fara í mat og allt ... og kjúklingurinn var ÆÐI! Eftir matinn kíkti ég upp í matsal til sumarbúðabarnanna. Ástandið minnti mig á atriði úr Oliver Twist ... nema börnin fengu aftur og aftur á diskinn. Frönskurnar voru mjög vinsælar (ekki djúpsteiktar), sumir komu nokkrar ferðir. Þau fengu bara hrós fyrir að vera dugleg að borða ... Jenný, ég var ekki að segja að þú værir feit!
Er að skrifa inn í tölvuna lista yfir börnin sem koma á næsta tímabil og þegar diskóið er búið í kvöld kemur tölvan aftur inn á skrifstofu (PC-dýrðin hans Davíðs) verður hægt að skella myndunum inn á heimasíðuna.
Best að kíkja inn á herbergin hjá börnunum og fá að mynda þar ... svo á diskóið.
Bloggums leiter!
14.6.2007 | 00:42
Myndir, myndbönd, hetjusaga og meiri neimdroppings
Þetta var skemmtileg bæjarferð í dag og kvöld og steikti fiskurinn bragðaðist einstaklega vel hjá Laufeyju og Jóni Steini.
Ókei, hér er loks mynd sem sýnir þvílíka ægifegurð sem klippara tókst að laða fram með því að einbeita sér að hári, augabrúnum og augnhárum. Var hálffeimin við ljósmyndarann og leit undan. Sætur hattur úr ljósakrónu efst ...
Tommi bílstjóri var á seinni vaktinni, ók mér báðar leiðir, og var eiturhress eins og vanalega. Hann sagði mér að hann hefði þurft að keyra Hvalfjörðinn sl. sunnudag í áætlunarferðinni suður og fór aftast í langa röð bíla. Göngin voru lokuð eftir bílveltu sem við rétt misstum af á leiðinni á Skagann skömmu áður. Þetta setti alla áætlun úr skorðum og tókst bara að hafa eina kvöldferð frá Mosó í stað tveggja.
Svo ég haldi nú áfram að droppa frægum nöfnum þá mætti ég sjálfum Emil af Moggablogginu í lúmsku brekkunni sem liggur upp að Ártúni.
Fór upp í vinnu og sótti nýjustu Vikuna, var spennt að sjá hvernig forsíðuviðtalið kæmi út, það sem ég tók í síðustu viku við Ernu, eiganda Rúfusar, fallega hundsins sem lofaði mér eilífri ást og ég honum. Inga vinkona benti mér á Ernu og sagði að hún ætti heilan helling af lífsreynslusögum handa mér, hún hefði lent í ýmsu í lífinu. Fyrir þá sem ekki vita þá eru lífsreynslusögurnar í Vikunni sannar og stendur yfir eilíf leit að krassandi og góðum sögum. (gurri@mi.is)
Erna fékkst í viðtal og vá, þvílík saga sem konan hefur að segja!
Níu ára gömul var hún á gangi eftir Hverfisgötunni og á leið í heimsókn til frænku sinnar. Litli bróðir hennar var með í för, fimm ára. Allt í einu stoppaði bíll hjá þeim og tvær konur frá Barnaverndarnefnd gripu börnin og óku þeim í fóstur út á land. Viku seinna var þeim komið í endanlega vistum á Kumbaravogi. Heimilisvinur þar misnotaði nokkur af börnunum, m.a. bróður hennar, og sjálf var hún á stöðugum flótta undan manninum. Mamma Ernu var mjög blíð og góð en átti við drykkjuvandamál að stríða, ekkert þó sem afsakaði að missa svona frá sér börnin. Þegar mamman fékk sér í glas fór Erna alltaf með litla bróður til vinafólks á efri hæðinni og þau gistu þar. Ernu gekk vel í skólanum og var hamingjusamt barn fram að þessu. Saga hennar er sláandi og ein samstarfskona mín sagðist hafa grátið yfir henni.
Þessi hetja ætlar að koma í heimsókn í himnaríki á morgun, ásamt Ingu, og saman ætlum við að læra af Ingu hvernig á að elda góða kjúklingarétti. Inga er sprenglærð í matreiðslu.
Fékk þetta myndband sent frá góðri vinkonu sem býr í USA. Langar að deila því með ykkur:
http://vids.myspace.com/index.cfm?fuseaction=vids.individual&videoid=2022646177
Annað myndband, eiginlega ansi skondið. Ég man ekki eftir þessum megrunarkúr en hann var vinsæll í kringum 1971:
http://www.youtube.com/watch?v=73CKpn-5uc4
Myndin hér að neðan er af nýlegri megrunarkúr! Hehhehehehe!
13.6.2007 | 14:27
Dúndurfréttir og fleira stöff
Eftir fjöldamargar áskoranir undanfarið um að birta ásjónu mína eftir nýjustu fegrunaraðgerðir þá hef ég reynt að mynda mig frá öllum sjónarhornum. Besta myndin náði bara hálfu vinstra auga og svoleiðis mynd birtir maður ekki á virðulegu bloggi. Ég gæti vissulega endurbirt myndina af okkur Tomma í baði síðan um daginn en allir eru orðnir þreyttir á eilífum endursýningum, sbr. sjónvarpsstöðvarnar. Fann samt eina eldgamla mynd þar sem fyrrverandi og erfðaprinsinn fengu að fljóta með.
Mikið rosalega er gaman að vera heima í fríi. Nú er ég að horfa á gamlan þátt með Hemma Gunn í sjónvarpinu. Feðgarnir Pálmi og Siggi ... og Gummi Ben og Pétur hafa verið að sýna snilldartakta. Þeir síðarnefndu léku báðir hlutverk Jesú í rokkleiknum JCSuperstar.
Ég bloggaði einu sinni um Sigga Pálma, nýju plötuna hans sem ég var svo hrifin af. Tók sem dæmi að mér tókst að liggja í baði í gegnum hana alla, ég sem nenni aldrei að hanga lengi í baði þótt ég elski bað. Einhver Stressríður tekur stundum yfir., enda tíminn til að horfa á sjóinn dýrmætur.
Lofsöng plötuna í Vikunni í kjölfarið. Frétti síðar að Siggi hefði orðið ánægður með að ég minnist ekkert á það að hann væri af miklu tónlistarfólki kominn ... bla,bla, eins og flestir aðrir gerðu í dómum sínum. Mér finnst Siggi algjörlega standa fyrir sínu, einn og óstuddur.
Kynntist Gumma Ben í gegnum gamla vinkonu sem var með honum í hljómsveit, algjör eðaldrengur, Olga, konan hans, er bloggvinkona mín ... mont, mont! Pétur kom í viðtal til mín einu sinni á Aðalstöðina með Matta en þá voru Dúndurfréttir að fara að halda tónleika á Gauknum, eiginlega nýbyrjaðir. Ég ætlaði að stríða Matta og Pétri í viðtalinu og spurði þá sakleysislega: Strákar, fáið þið engar kjaftasögur á ykkur, svona hljómsveitagæar? Nei, sögðu þeir og hristu hausinn, við höfum ekki orðið mikið varir við það!Ja, ég heyrði að þið væruð gagnkynhneigðir, alla vega hluti ykkar, er það rétt? spurði ég lævíslega.
Ormarnir föttuðu þetta strax og sögðust sko vera gagnkynhneigðir! Það er miklu auðveldara að blöffa á þennan hátt á enskunni.
Það styttist í bæjarferð. Ætla að taka vagninn kl. 15.41 en skreppa jafnvel fyrst í Skrúðgarðinn og fá mér latte. Var að fatta að þriggja tíma pásan á strætóferðum milli Akraness og Mosfellsbæjar er komin upp í fjóra tíma! Það er frekar langt! Þótt það væri ekki nema ein ferð þarna á milli ... Hlakka til að hitta Laufeyju mína og borða með henni. Svo verður matreiðslunámskeið í himnaríki á morgun. Meira um það síðar.
Úúúúúúú, nú eru Dúndurfréttir að flytja Easy Livin´ með Uriah Heep. Ég elska þessa stráka!
10.6.2007 | 20:13
Heppni á heppni ofan
Einhverra hluta vegna vantreysti ég upplýsingunum sem ég fékk á Netinu um rútuferðir. Eins gott að ég hringdi á BSÍ rétt fyrir þrjú. Ha, nei, það fer engin rúta frá Hellu kl. 15.55. Hún er að skríða inn á Hvolsvöll núna og verður á Hellu eftir tíu mínútur hámark! Þar sem metnaður minn liggur í að ferðast létt áttaði ég mig á því að næði þessarri rútu auðveldlega. Ellen frænka var svo góð að keyra mig þennan örstutta spöl. Í sjoppunni spurði ég hvort þetta væri ekki alveg öruggt. Nei, sagði strákurinn. Rútan í bæinn var hér klukkan tvö og kemur næst klukkan fimm. Sem betur fer bætti hann því við að hann væri bara sumarstarfsmaður ... því þetta var kolrangt hjá honum. Tók bara sénsinn og hinkraði á bílaplaninu. Vissi að mín beið súkkulaðikaka í sumarbúðunum og gott kaffi ef illa færi. Líka far með Ellen frænku í bæinn en miklu síðar. Svo kom þessi líka fína rúta og tók mig upp í. Mæli rosalega mikið með því að vefurinn www.bsi.is verði uppfærður.
Eina óheppni dagsins var þegar ég tölti yfir göngubrú á Miklubraut nokkru síðar og sá leið 15 í Mosó fara framhjá. Kom mér bara vel fyrir í 29 mínútur í biðskýlinu og tók upp nýju spennubókina mína eftir Dean Koontz. Slapp algjörlega við geitunga, enda eru þeir víst allir í Kópavogi.
Snæddi kvöldverð á KFC, svakalega hugguleg plasthnífapörin þar og Zinger-salatið bragðaðist vel. Lauk við bókina þar ... hef ekki lesið hana áður á ensku, hélt að ég ætti allar eftir hann Dean minn.
Gleði númer helling í dag var að Tommi var á vaktinni á Skagastrætó og kom mér heilli heim, beint í sólskinið og beint í restina á Formúlunni á RÚV plús. Verst að ég missti af veltunni hans Kúbika. Minn maður sigraði, jess. Svo er það bara Jack Bauer. Hleypti kisunum út á svalir við heimkomu en þorði ekki að skilja þær eftir þar eftirlitslausar, er hrædd um að þær kíki upp á þak og renni niður ... alla leið. Bíð enn eftir að svalahliðunum verði lokað. Ekki þori ég heldur að hleypa börnum innan 18 ára út á þær.
Já, nú er ég búin að komast að því hvað hefur gengið á hérna fyrir neðan himnaríki undanfarna daga. Grænn sendiferðabíll stendur á planinu. Á eftir rauðu og gulu kemur nefnilega grænt. Já, það er leikur í kvöld og við vorum bara að tryggja okkur sigur á KR með ýmsum ráðum. M.a. líklega undirgöngum. Látið ykkur ekki bregða þótt hendur komi upp úr vellinum og grípi í KR-ingana. Við Skagamenn erum að taka þessa keppni, erum t.d. með helmingi fleiri stig en andstæðingurinn. Jamm.
9.6.2007 | 22:23
Syfjublogg úr Rangárþingi ... zzzzzZZZZZZZ
Ó, hvað það er búið að vera gaman. Um tíu manns hafa verið að skrúfa saman kojur, baka súkkulaðikökur í tonnatali, sandkökur og annað gúmmulaði sem verður fryst og síðan þítt og notað fram eftir sumri og fleira og fleira. Við Hilda höfum mest verið í verðlaunatiltektinni en börnin munu fá verðlaun fyrir margt hérna. M.a. ruslatínslu í kringum húsið næstsíðasta daginn, sigur í karaókíkeppninni (sem Ellý sjálf heldur utan um), kassabílarallíið, snyrtilegt herbergi og margt fleira.
Sigurjóna matráðskona (frá Sandgerði en samt ágæt) gaf okkur guðdómlegt lasagna í kvöld ... slurp. Það er hægt að venjast því að vera í fæði hérna í sumarbúðunum ...
Læknanemarnir okkar í Ungverjalandi hringdu í matartímanum og grétu það að vera ekki að vinna í sumarbúðunum í sumar, eins og oft áður. Þær byrjuðu í þrifum og eldhúsi þegar þær voru unglingar og kunna allt utan að í sumarbúðunum. Vonandi velja þær að vinna hér á sumrin eftir útskrift heldur en fyrir einhver skítalaun á sjúkrahúsi. Alltaf gott að geta látið alvörulækni hugsa um börnin ef þau fá ælupest eða nefkvef.
Sama má segja um Davíð frænda og Ágúst, þeir voru bara krakkar þegar starfsemin hófst en eru orðnir ungir menn núna. Davíð heldur sig líklega við kvikmyndagerðina, klippa bíómyndir barnanna og slíkt ... og kannski verður Ágúst áfram í eldhúsinu hjá Sigurjónu, hann er skrambi góður með uppþvottaburstann.
Þegar fyrsti hópurinn mætir á miðvikudaginn verður þetta orðið geggjaðislega flott. Þarf að muna að taka myndir á morgun. Nú bara S O F A ... zzzzz en lesa pínku fyrst.
Eini gallinn við heimsóknir mínar í sumarbúðirnar á sumrin er sá að ég fæ alltaf sama matinn þegar ég kem í heimsókn á laugardögum, eða pylsur! Svo er ég farin fyrir kvöldmat á sunnudeginum þegar eitthvað stórkostlegt er ... arggg. Þetta er við mikla gleði barnanna en fýlusvip minn. Hilda ætlar að biðja Sigurjónu að geyma kjúkling frá föstudagskvöldinu handa mér ...
Jæja, ég er eiginlega dauð úr syfju ... Dean Koontz bíður líka eftir mér inni í herbergi, lokkandi og girnilegur.
9.6.2007 | 15:43
Heillandi Hella og sættir við makkakvikindið
Haldið þið ekki að nafni eldri kattar míns, hann Tómas strætóbílstjóri (einnig þekktur sem brosmildi bílstjórinn) hafi setið undir stýri í strætó í morgun? Hef ekki séð þessa elsku í fleiri vikur!!! Það er kominn einhver tími síðan hann byrjaði aftur en mín hefur verið í sumarfríi.
Ég settist í fremsta sæti og spjallaði hann án þess á nokkurn hátt að trufla einbeitingu hans við aksturinn. Hélt yndisþokkanum í algjöru lágmarki með að ropa hátt annað slagið og slá um mig með groddalegum frösum. "Alltaf í boltanum, Tommi?" "Hvað segja bændur?" "Svona er lífið ..."
Tommi er ásatrúarmaður, golfari og veiðiáhugamaður svo fátt eitt sé talið. Hann langar mest til að verða Akranesgoðinn. Mér leist vel á hugmyndir hans um mannfórnir. Frekar algengt var til forna að fórna flottu fólki, jafnvel konungum ef þurfti. Okkur datt í hug ýmsir bæjarstjórar sem gætu verið girnilegar fórnir en ég nefni engin nöfn. Ég sagði Tomma að ástkær systir hans kommentaði stundum hjá mér á blogginu, þessi sem er fornleifafræðingur og kallar sig Möggu mágkonu (mína). Sagði Tomma auðvitað ekki frá mágkonudjókinu, annars gæti hann litið á það sem daður og viðreynslu og slíkt gera ekki fínar dömur.
"... fornleifafræðingar með rassgatið upp úr moldinni og gleðjast yfir einhverju drasli ..." drundi í Tomma þegar hann ræddi um systur sína!
Svo sagði hann eitthvað annað á leiðinni svo hryllilega fyndið en ég bara man það ekki! Arggggg!
Við Ellen hittumst í The Kringl á gjörsamlega hárréttum tíma, hvorug þurfti að bíða eftir hinni ... og þustum svo út á þjóðveginn með kaffi í annarri, alla vega ég. Ellen gleypti í sig Da Vinci-kaffið sitt með karamellusýrópi og var búin með það áður en við komumst út í bíl. Jæks, ég smakkaði aðeins á því og varð ekki hrifin, enda hefur sætt kaffi ekki verið á vinsældalistanum síðan ég var 17 ára.
Hér á Hellu er skólahúsið hægt og rólega að breytast í algjört ævintýraland, nú eru allir að púla við að koma þessu upp. Mér var skellt fyrir framan tölvuna og látin senda foreldrum undirbúningslista fyrir tímabil 2 en þar kemur m.a. fram hvað best er að taka með sér í sumarbúðirnar. Nú ætla ég að reyna að gera skrifstofuna æðislega!
Í Pennanum í Kringlunni sá ég að út er komin á íslensku ný bók eftir Dean Koontz!!! Ég hélt ég ætti allar eftir hann, bæði á ensku og íslensku en kannaðist ekki við lýsinguna þegar ég las aftan á bókina. Keypti hana að sjálfsögðu Hugsa að ég fari mjög snemma í háttinn í kvöld. Jessssss!!! Elska hryllingsspennudularfullar bækur.
P.s. Við Makkahelvítið erum búin að gera með okkur vopnahlé. Ég tala ekkert um hvað PC er betri tölva og Makkinn étur mig ekki.
7.6.2007 | 13:53
Hálfgert letilíf og heilmiklar tölvuspælingar
Voða letilíf er þetta í sumarfríinu. Sumir í mínum sporum væru búnir að mála baðið, taka skápana, helluleggja garðinn, ganga upp á Akrafjall, bera á sig brúnkukrem, koma upp kryddjurtagarði, læra að elda nýstárlegan mat, skrifa eina smásögu og kynna sér nýjustu strauma í tísku og tónlist.
Sat reyndar við tölvuna í gær fram á nótt og skrifaði langt viðtal ... sumarfríið lengist bara í hina áttina í staðinn. Mjög djúsí, eiginlega stórmerkilegt viðtal við algjöra hetju sem lenti í skelfilegum hlutum í æsku. Kemur í Vikunni á fimmtudaginn í næstu viku.
Annars er mjög spennandi viðtal í nýjustu Vikunni við Ungfrú Ísland um það sem gerðist á bak við tjöldin í keppninni. Ekki var það allt fallegt.
Veit einhver tölvuvitur bloggvinur hvað er í gangi þegar tölvan fer í hægagang, næstum frýs og allar aðgerðir taka fáránlega langan tíma? Ég hef hingað til getað endurræst hana og þá verður hún hraðari. Ætli sé vírus í gangi? Kann ágætlega á word, tölvupóstinn og bloggið og það hefur nægt mér. Dánlóda aldrei neinu nema þá myndum úr google til að myndskreyta færslur, kann ekki einu sinni að stela músik og myndum ef ég hefði áhuga á því.
5.6.2007 | 18:33
Fínasta bæjarferð
Klippingin gekk vonum framar. Ég varð svolítið óttaslegin þegar hárgrisslukonan setti djúpan disk á kollinn á mér og mundaði garðklippurnar en ekkert var að óttast, hún kunni sitt fag.
Við eigum litunarstefnumót næsta mánudag. Ef ég er ómótstæðilega núna þá veit ég ekki hvað gerist eftir mánudaginn ... það leið yfir nokkra menn í Reykjavík í dag!
Strætó kom stundvíslega og við brunuðum í Mosó. Biðin eftir leið 15 var ekki mjög löng en samferðakona mín tjáði mér í biðskýlinu að Skagastrætó hefði lagt af stað á nýja tímanum, 15.45, í gær með hálftóman vagn. Svo kom leið 15 úr bænum með helling af fólki en greip í tómt. Skagabílstjórinn gerði sér lítið fyrir og sneri við, enda ekki kominn langt. Þetta á allt eftir að venjast.
Ég veit núna að nýja tímaáætlunin var búin til utan mig og virðuleika minn. Nú er manndrápsbrekkan úr sögunni, enda engin leið 18 í Stórhöfða sem ég þarf að hlaupa til að ná. Ég get gengið settlega út úr vagninum við Ártún, tölt niður milljóntröppurnar, undir brúna og enn hægar upp lúmsku brekkuna. Dásamleg tilfinning.
Leið 18 kom nokkrum mínútum síðar og óvissuferð hófst þegar vagninn beygði til hægri áleiðis að Árbæ í stað þess að fara niður Höfðabakkann eins og hann hefur hingað til gert. Ég hélt ró minni, enda ekki á hraðferð. Með í för var hópur krúttlegra yngri borgara sem lagði undir sig aftari helming vagnsins. Strætó beygði svo niður í Hálsana og sjúkkitt, ég komst í vinnuna. Átti ekki merkilegt erindi þangað en ákvað að fá mér lærisneiðar að borða í mötuneytinu, hef ekki smakkað þær í mörg ár. Smá vonbrigði, soldið seigar.
Aðalerindið til Reykjavíkur var að heimsækja konu í Grafarholtinu og konan sú á hreint dásamlegan hund sem heitir Rúfus. Við Rúfus hétum hvort öðru ævarandi ást. Konan skutlaði mér svo í Mosó þar sem alltumfaðmandi strætóbílstjórinn sá um að koma mér heim.
Nú þarf ég að hringja í Einarsbúð, kattamaturinn er búinn og kettirnir fáránlega fleðulegir við mig. Svangir.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 11
- Sl. sólarhring: 48
- Sl. viku: 587
- Frá upphafi: 1516439
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 483
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni