Jude Law með lögheimili á Akranesi?

Mamma í SkagaferðFór ekki á fætur fyrr en undir tvö í dag en þá hringdi móðir mín almáttug. Einhver fín veisla verður á sjúkrahúsinu á Akranesi á föstudaginn og hún er að vandræðast með að komast á Skagann. Það stendur óvenjuilla á hjá öllum börnunum hennar, ég á t.d. ekki bíl og hef ekki átt í tugi ára, og þrautalendingin verður líklega strætó.

Mömmu finnst bara eitthvað svo hallærislegt að koma uppstríluð og fín með ... strætisvagni. Samt er mamma ekkert snobbuð. Ég sagði henni að hún þyrfti ekki að stressa sig, þetta væri fínasta langferðabifreið og ekkert hallærislegt við vera fín í henni.

Hún gæti t.d. farið í druslulega kápu yfir gullkjólinn. Það fannst mömmu snjallt. Æ, þetta síðasta er kannski ýkt. Mamma á enga druslulega kápu.  

Gallinn er að hófið á að hefjast klukkan fjögur en fyrsti strætó úr Mosó eftir þriggja tíma hádegishlé fer 15.50! Held samt að mamma þurfi ekki að reika einmana um Akranes í fínum kjól og ljótri kápu í nokkra tíma. Engin hætta.

Það var skrýtið að komast ekki inn á eigin síðu í morgun, enda búið að breyta lykilorðinu. Eins og ég var búin að hafa mikið fyrir því að finna upp lykilorð sem var nógu flókið til að engum dytti það í hug og tengdist hreinlega engu í lífi mínu en samt auðvelt að muna. Það hefði auðvitað verið skelfilegt ef einhver hefði komist inn á stjórnborðið mitt og farið að tala fallega um hnetur, möndlur, döðlur eða rúsínur og illa um strætóbílstjóra!

Mikið var notalegt að standa upp úr sjúkrabeðinu sínu, setjast við tölvuna og fá svona fallegar kveðjur frá bloggvinunum. Þetta er einstakt samfélag, þessir bloggheimar.

Picture 555Nú er farið að snjóa úti, samt blómstra blómin mín svo fínt í eldhúsglugganum. Tók þessa mynd rétt áðan.

Jólakaktusinn er á síðasta blóminu en guli ástareldurinn hefur verið ansi duglegur síðan sl. vor þegar ein vinkonan færði mér hann í innflutningsgjöf. Verst að þetta var ekki rauður ástareldur, hver veit þá hvað hefði gerst í ástamálum Guðríðar. Mögulega væri Jude Law kominn með lögheimili á Akranesi núna! Ég segi nú svona! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

ekki er mér boðið í veislu á sjúkrahúsinu...fékk bara mail í gær um að ég fengi EKKI vinnu þar í haust...en gæti fengið sumarvinnu...en skítt með það því ég er búin að fá vinnu á Höfða!! 

SigrúnSveitó, 21.2.2007 kl. 15:16

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að það eigi að heiðra Pál Gíslason sem var lengi yfirlæknir þarna. Mamma vann  svo lengi á spítalanum með honum. Ekki er mér boðið þótt ég hafi verið eins og grár köttur þarna. Er ekki frá því að við Hilda systir höfum bjargað geðheilsu lítillar stelpu (Ásu Birnu) sem lá þarna lengi og mátti bara fá foreldra sína í heimsókn í klukkutíma á dag. Við mættum á hverjum degi og höfðum ofan af fyrir henni við litla hrifningu sumra sjúkrahússtarfsmanna sem álitu okkur spilla henni og gera hana óþekka. Mikið hefur þetta breyst, nú mega foreldrar varla víkja frá sjúkrabeði barna sinna.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 15:28

3 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Bíddu, sást ekki til Jude Law í Skagastrætó?  Gleymdi Fréttablaðið alveg að segja frá því? 

Skúbb, skúbb, skúbb, múhahahhahaha

Guðrún Eggertsdóttir, 21.2.2007 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 43
  • Sl. sólarhring: 90
  • Sl. viku: 681
  • Frá upphafi: 1505972

Annað

  • Innlit í dag: 34
  • Innlit sl. viku: 548
  • Gestir í dag: 33
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband