Giftingarsjúkir karlar

Hin dæmigerða kona vill ólm giftast og geymir brúðarkjólinn sinn bak við hurð þar til henni tekst að landa draumaprinsinum. Karlmenn forðast hjónaband, ábyrgð og skuldbindingar eins og heitan eldinn og vilja bara halda áfram að djamma og skemmta sér. Held að við vitum öll innst inni að þetta er staðalímynd sem gerir lítið úr báðum kynjum.

brad-pitt-angelina-jolieEins og Jón Óskar í vinnunni benti á liggur vandinn enn dýpra en þetta. Foreldrar Brads halda með Jennifer, fyrrverandi eiginkonu, og hafa boðið henni í allar veislur í fjölskyldunni og sýnt Angelinu fjandskap með því.

Hver vill giftast manni sem á slíka foreldra?

 

Sjálf lenti ég í þessu eftir skilnað við mann sem ég var einu sinni gift. Foreldrar hans héldu áfram að bjóða mér og erfðaprinsinum í hangikjötið á jóladag þótt ný tengdadóttir væri komin í spilið. Þegar ég áttaði mig á þessu tveimur árum síðar afþakkaði ég boðið og sendi prinsinn einan í hangikjötsveislurnar og tengdó skildi ekkert í mér! Þá fyrst vildi nýja konan mæta. (síðasta setningin viðbót eftir réttmæta athugasemd bloggvinar Smile)

Nú skora ég á tengdaforeldra Angelinu Jolie að sýna henni að hún sé velkomin í fjölskylduna. Fyrr getur Brad, sonur þeirra, ekki notað brúðarskóna sem hann hefur væntanlega geymt um tíma undir rúminu sínu.


mbl.is Samband Jolie og Pitt sagt í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Innilega sammála þér. Mér skildist bara á fyrrverandi að nýja konan hans myndi ekki mæta í boðin á meðan ég væri þar. Mér fannst hún hafa meiri "rétt" á að vera þarna þótt mér þætti ekkert athugavert við að við mættum báðar. Og auðvitað sleit ég ekki sambandi við tengdó, síður en svo. Þau voru æðisleg og ég fór í mörg matarboð til þeirra, bara ekki á ættarmótið stóra á jóladag.  

Guðríður Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 16:21

2 identicon

Ég hef líka persónulega reynslu af svona skilnuðum. Þegar foreldrar mínir skildu og mamma eignaðist síðar barn með öðrum manni, þá var amma heitin (mamma pabba) alltaf auðvitað velkomin í afmæliskaffi heim til mömmu og hún gaf meira að segja litla bróður mínum gjafir og skrifaði undir "amma Obba" ... enda held ég að þar hafi verið á ferð yndislegasta kona sem heimurinn hefur séð. Einnig var tengdó heitin (mamma fyrrverandi unnustu minnar) mjög dugleg að vera næs við mig eftir að við dóttir hennar slitum samvistum. Svona andrúmsloft skiptir öllu.

Varðandi Brad og Angelinu - þá þori ég ekki að segja eitt einasta orð um þeirra stöðu - þ.e. hvað er satt? Eru brestir í sambandinu? Er það víst? Ég held að svona súperstjörnupar þurfi að hlýða á ótrúlega margar "sögur" af sínu eigin sambandi. 

Ég er bara svo feginn að við Veiga mín virðumst vera laus við þetta ... enn sem komið er

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 16:31

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Held reyndar að margar svona "fréttir" séu stórlega ýktar!

Guðríður Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 16:34

4 identicon

Þessir karlmenn eru allir eins! Giftingarsjúkir upp til hópa. Kona þarf hreinlega að berja þá af sér með priki...

Eða ekki. ;)

Svala (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 18:14

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Einmitt, ég þarf þvílíkt að berja þá af mér í strætó!

Guðríður Haraldsdóttir, 21.2.2007 kl. 18:59

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.2.2007 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 394
  • Sl. sólarhring: 403
  • Sl. viku: 2272
  • Frá upphafi: 1455664

Annað

  • Innlit í dag: 335
  • Innlit sl. viku: 1861
  • Gestir í dag: 318
  • IP-tölur í dag: 306

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 1. maí fyrir nokkrum árum
  • Útlitið í Mjódd í dag
  • Elsku Geiri frændi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband