Huggulegur, orðheppinn, frægur ... hvað brást?

Kíkti yfir fréttirnar á mbl.is áðan og fannst úrsögn Jakobs Frímanns úr Samfylkingunni mjög fréttnæm, skildi þó ekki hvers vegna ég hafði ekki séð þetta í Silfri Egils ... þar til ég áttaði mig á því að þátturinn rúllar í seinkaðri dagskrá á Stöð 2 plús. Nú er Jakob að tala í þessum skrifuðu orðum og ekki búinn að varpa sprengjunni.

Gurri 1Ég skil ekki hvers vegna Jakobi hefur ekki vegnað betur í stjórnmálum. Hann virðist hafa allt sem til þarf. Hann er frægur, hann er huggulegur, orðheppinn, áberandi, hann á fallega konu ... Líklega hefði honum vegnað betur í stjórnmálum í Bandaríkjunum.

Gurri 2Kannski sérframboð? Annars í vafri mínu um bloggheima rakst ég á svo fyndna skoðanakönnun um kosningarnar að ég argaði úr hlátri. Þar var m.a. hægt að merkja við Öfgafulla eldri borgara. Eitthvað sem erfitt er að sjá fyrir sér. Svo náttúrlega týndi ég síðunni.

gurri 3Þetta er ástæðan fyrir því að maður biður ákveðna einstaklinga um að gerast bloggvinur. Þeir eru svo skemmtilegir að maður tímir ekki að týna viðkomandi. Svo þegar sífellt lengri tími fer í að lesa snilldarfærslur allra bloggvinanna og snilldarfærslur bloggvina bloggvinanna (sem ég geri sko líka) segir maður upp vinnunni og eyðir deginum og nóttinni við lestur þangað til lokað er fyrir sítenginguna ...  jamm, flott framtíðarsýn.

 

Gurri 4Talandi um sjálfhverfu. Ég kíkti inn á google.is, en þar hef ég fundið dýrlegar myndir sem ég ræni miskunnarlaust.

Gurri 5Í leit minni að réttum myndum hef ég fundið myndir af bloggvinum og ég veit ekki hvað. Með ugg í brjósti setti ég inn nafnið Gurrí og beið eftir skelfilegum hryllingsmyndum af mér, t.d. frá bloggvinafundinum í gær. Annað kom nú í ljós.

Myndirnar sem prýða þessa færslu eru allar að finna á google undir nafninu Gurrí. Karlinn efst með fyndna hárið heitir t.d. Gurrí. Sjá má elskuna hana Brynju Björk (samstarfskonu) og krúttið hann Bush ... og fl. og fl. 

Rosalega var þetta gott á mig.       


mbl.is Jakob Frímann genginn úr Samfylkingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvitt fyrir innkomu

Ólafur fannberg, 25.2.2007 kl. 15:08

2 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

hana, þar langaði mig til að kommenta. Held ég sleppi því samt...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.2.2007 kl. 16:00

3 identicon

Ó, ég hélt að þetta væri gömul mynd af Jakobi Frímanni (án gríns), þ.e. þessi efsti með hárið!

Gyða Dröfn Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 16:20

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hildigunnur ... til þess er kommentakerfið, múahahahaha, mikið vildi ég að þú hefðir sagt eitthvað skemmtilegt við þessari merkilegu pælingu minni um suma. 

Ég vil svo bæta því við að engin mynd af mér fannst undir nafninu Gurrí á google!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 18:06

5 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Vá Gurrí, þú hefur mörg andlit. Hvert þeirra notarðu þegar þú ferð á djammið? Ég veit alla vega núna hvernig þú lítur út þegar þú kemur heim af djamminu (hehehehe)

Kristín M. Jóhannsdóttir, 25.2.2007 kl. 18:34

6 Smámynd: Ester Júlía

 Þú ert nú samt flottust þarna á myndinni þar sem þú líkist Marilyn Monroe 

Ester Júlía, 25.2.2007 kl. 18:37

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahaha, ja, allt fyrir fjölbreytileikann!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 18:41

8 Smámynd: Brynja Björk Garðarsdóttir

Hvaða rugl er þetta? Ég hef ekki séð þessa mynd í nokkur ár:D Svo prófaði ég að gúggla Gurrí og þá erum við Bush bæði fjarri góðu gamni! Þetta er eitthvað gruggugt!

Brynja Björk Garðarsdóttir, 25.2.2007 kl. 19:25

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekkert gruggugt! Fórstu á google.is? Sýni þér þetta í vinnunni á morgun! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.2.2007 kl. 19:31

10 Smámynd: www.zordis.com

Monroe = Gurrí ............  Vissi það eiginlega alveg

www.zordis.com, 25.2.2007 kl. 23:16

11 Smámynd: Heiða B. Heiðars

ARG! Það er bannað að vera svona dugleg að blogga þegar ég er með tölvuflensu!! Verð frameftir nóttu að komast yfir að lesa allt sem bloggvinirnir hafa skrifað!!!

Heiða B. Heiðars, 25.2.2007 kl. 23:35

12 identicon

Jakob Frímann er kannski allt þetta sem þú segir, en vandamálið er að hann hefur margsinnis fælt frá sér allt kvennafylgi í Samfylkingunni og flokkurinn hefur því alltaf hafnað honum.

Nóg sagt.

hee (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 09:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 184
  • Sl. sólarhring: 350
  • Sl. viku: 876
  • Frá upphafi: 1505883

Annað

  • Innlit í dag: 145
  • Innlit sl. viku: 711
  • Gestir í dag: 139
  • IP-tölur í dag: 134

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband