Strætó umfram, svifryksmengun og snobbað fyrir sjónvarpsfólki ...

Körlum rignirEnginn hefur þorað að opna glugga í vinnunni í dag ... veit ekki hvort það sé af hræðslu við svifryksmengun eða bara kulda. Okkur er öllum skítkalt, meira að segja náði vel heitt og nokkuð gott lasagna í hádeginu ekki að hlýja þeim allra kulvísustu!  

Ég ákvað að snobba svolítið fyrir sjónvarpsfólkinu í matsalnum (X-Factor) og settist hjá því. Tæknikonurnar og tæknimennirnir töluðu svo spennandi og flókið tungumál að ég get ekki haft það eftir, enda breyttist ég í slefandi spurningarmerki eftir nokkrar mínútur. Ef ég hefði skilið orð vissi ég nú um allt sem fór úrskeiðis í X-Factor á fösudaginn en það var víst reyndar ekki mikið. Reyndi að koma með gáfuleg komment til að byrja með en svo sá ég að það þýddi ekkert og einbeitti mér að lasagnanu.

Þetta fólk er samt svooo alþýðlegt.  

Tveir strætóar

Þá er það komið á hreint, hraðferðin góða sem allir Skagamenn (á strætó) töluðu um af tilhlökkun og gleði, er umframstrætó! Sem er auðvitað æðislegt! Það hlaut að vera!Þá skilur maður þetta miklu betur núna. Það hlýtur að koma eitthvað um þetta á prenti einhvers staðar, margir halda enn að Skútan sé endastöðin og fá sjokk þegar vagninn ekur Garðabrautina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

hehehe kvitt

Ólafur fannberg, 26.2.2007 kl. 13:11

2 identicon

Hvernig lítur þessi þroskaþjálfi út ?

Guðrún Margrét Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 14:22

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er nú ekkert hægt að miða við þig, Anna mín, sem færð stundum þúsundir manna inn á bloggið þitt á einum degi. Þetta er ekki spurning um magnið, heldur gæðin! Múahahhahahaha!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.2.2007 kl. 14:23

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gvuð ...  Hún er ósköp sæt og góð og vingjarnleg, ljóshærð minnir mig. Og ekki er elsku djákninn verri. Við Ásta mætum stundum svo illa í strætó (veikindi, far með Ástu) að við erum löngu búnar að missa rétt okkar á þessum sætum ... en ÞAU STÁLU ÞEIM SAMT ... múahahahahahah

Eins og ég hef sagt, ég myndi aldrei gagnast lögreglunni sem vitni ... get aldrei lýst fólki almennilega, sorrí!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.2.2007 kl. 14:27

5 identicon

já en er hún þroskaþjálfi ?

Guðrún M Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 14:41

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Einhver hvíslaði því að mér ... það getur verið alveg jafnsatt og þetta með hraðferðina með Skagastrætó sem er ekki hraðferð, bara aukabíll. Ég get verið búin að komast að þessu í fyrramálið!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.2.2007 kl. 14:50

7 identicon

innlitskvitt.... alltaf gaman að að fylgjast með þér ... kveðja

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 16:36

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Allir með nagladekkin af...núna.

Það er von að þið kvartið yfir heimsóknafæð, Gurrí og Vélstýra, þið fáið jafn marga á dag og ég fæ á einum hálfum mánuði...!! Sumir kunna bara ekki sínar eigin vinsældir og áhrif að meta...

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.2.2007 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 11
  • Sl. sólarhring: 185
  • Sl. viku: 649
  • Frá upphafi: 1505940

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 523
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband