Vor á Skaga, vetrarríki í Rvík

VetrarríkiSkrýtið að fara úr vorveðri á Skaga yfir í vetrarríki á Kjalarnesi og í Reykjavík og ég segi þetta ekki af því að ég er orðin dreifbýlistútta!

Margt dularfullt gerðist á leiðinni í bæinn ... fyrir utan snjókomuna. Frekar fáir voru með strætó (lesist: ekki var troðfullt) og konan í brekkunni var hvergi sjáanleg.

Ég held að bílstjóri aukabílsins sé skotinn í henni og leyfi henni einni að vera samferða sér til Reykjavíkur. Eða kannski er Karítas bara búin að kaupa sér bíl.

Dóttir hennar kom með okkur í strætó seinnipartinn í gær frá Háholti og upp á brekkuna (sem Anna man hvað heitir, vélstýran sko). Tommi bílstjóri spurði hana hvort hún ætti móður sem tæki stundum strætó þarna í brekkunni. „Jú,“ sagði barnið óttaslegið og ekki skánaði hugarástandið þegar ég spurði hvort móðirin héti Karítas. Býst við að barnið haldi að við Tommi séum njósnarar eða illmenni. En barnið er afar líkt mömmu sinni.

Míníútgáfan af föður sínum

Hugsið ykkur mig, örlög mín voru að ala upp míníútgáfu af fyrrverandi eiginmanni, útgáfu sem erfði þó sem betur fer gáfur mínar og guðdómlegt geðslag.

 

Ég er komin í hálfgert rusl yfir þessari lopasápuóperu ... verður ekki svo leiðigjarnt ef maður bullar þetta svona dag eftir dag? Líklegra er snjallara að fá eina mjög langa óperu um helgar ... og passa að hver einasti bloggvinur og Ridge fái hlutverk við hæfi! Já, pælum í því.

Megi dagurinn annars verða dásamlegur hjá þér!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

föstudagsinnlitskvittunarknús

Ólafur fannberg, 2.3.2007 kl. 08:34

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Bíddu, ert þú með tölvu ofan í sjó hjá þér??? Heheheheh Lifði mig einum of inn í lopasápuna ...

Guðríður Haraldsdóttir, 2.3.2007 kl. 08:40

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Úps, var að svara mr. fannbert, arna hildur mín!

Guðríður Haraldsdóttir, 2.3.2007 kl. 08:41

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

hmmm, fannberG

Guðríður Haraldsdóttir, 2.3.2007 kl. 08:41

5 identicon

fannbert hehehe eigðu góðan dag líka gurrí mín er á leið í koippingu&litun ætla að lifa mig í hlutverikið og verða "sápuóperufegurðardrottning" híhí

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 08:55

6 identicon

Ég held að ég fái bara vægt taugaáfall, ef ég þarf að bíða vikuna á enda eftir meiri sápu.. Orðinn fíkill!!! og engar stofnanir til fyrir það. Hmmm og annað, hver er konan í brekkunni??

Kv. Don Tidz

TIDDI (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 08:56

7 Smámynd: Gerða Kristjáns

spurning um að stofna meðferðarheimili fyrir bloggsápufíkla ?

Gerða Kristjáns, 2.3.2007 kl. 09:07

8 Smámynd: Gerða Kristjáns

spurning um að stofna meðferðarheimili fyrir bloggsápufíkla ?

Gerða Kristjáns, 2.3.2007 kl. 09:08

9 Smámynd: Gerða Kristjáns

hva......eitt heimili er nóg sko..........vissi ekki að það væri bergmál hérna hehehe

Gerða Kristjáns, 2.3.2007 kl. 09:08

10 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Okei, ókei, ókei, ein lítil sápa á dag og lengri lopi um helgar. Vil samt ekki að þið fáið algjört ógeð á mér!

Annars ætla ég að fara að bæta inn erótík og ofbeldi í meira mæli ... þetta er eins og hjá Barböru Cartland ... það gengur ekki ... meira kynlíf, takkkk!!!  

Guðríður Haraldsdóttir, 2.3.2007 kl. 09:22

11 Smámynd: Ólafur fannberg

hehe er með vasatölvu i undirdjúpunum....maður verður að fylgjast með

Ólafur fannberg, 2.3.2007 kl. 09:29

12 Smámynd: Saumakonan

húlalaaaa.... bíð spennt eftir næsta framhaldi..!

Saumakonan, 2.3.2007 kl. 11:08

13 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Er ekki Efri-Brú á lausu?

Sigríður Jósefsdóttir, 2.3.2007 kl. 12:04

14 Smámynd: Hugarfluga

Kvittikvitt ... les og les. 

Hugarfluga, 2.3.2007 kl. 13:09

15 identicon

hlakka til að lesa meira

aldrei of mikið fæ sko ekki leið á því að vera í sviðsljósinu

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 13:59

16 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Já, ef hún verður þá mjööööööööööög löng um helgar, annars ekki.

Verð aldrei leið á þér.

Vona að óperustjórinn hafi átt góðan dag og sé að njóta kvöldsins líka.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.3.2007 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 283
  • Sl. sólarhring: 301
  • Sl. viku: 1825
  • Frá upphafi: 1460758

Annað

  • Innlit í dag: 259
  • Innlit sl. viku: 1483
  • Gestir í dag: 245
  • IP-tölur í dag: 242

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Jörgen Klopp
  • Opið hús kl. 17
  • Dýrheimar kaffihús

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband