8. hluti Spennan magnast - Er stutt í meira kelirí?

Kaffi í SkrúðgarðinumGuðmundur gengur laumulega inn í kaffihúsið. Hann sér ekki betur en hann hafi hrist af sér eftirförina. Við eitt borðið situr Zordís með morstæki og sendir Fannberg dulkóðaðar fyrirskipanir. Þegar hún verður vör við Guðmund kveður hún í hvelli með því að senda þrjár stuttar, eina langa og þrjár stuttar. Það er lagið þeirra. Guðmundur sest og segir henni tíðindin af Svölu og Stebba. Hann getur ekki vitað að inni í dreifibréfinu frá Hjónabandsmiðlun Halls er falinn örlítill hljóðnemi sem nemur hvert orð, hvert kossahljóð, hverja stunu og andvarp!

Á meðan á Grundarfirði: Pétur róar Halkötlu og segir henni að kýrnar séu farnar. Hún skilur ekki lengur dulmálið eftir höfuðhöggið frá vélstýrunni og horfir skelfd á hann. Hugarfluga glápir áhugasöm á Fararstjórann þar til hún man að hún er kvenkyns, þá hvarfla augun að Hólmgeiri sem situr girnilegur í glugganum íklæddur sundskýlu. Gott að Karólína er uppi á súrheysturni að senda Margréti ljósmerki.  

Á sama tíma í Borgarnesi: Kleópatra hlær glaðlega og tekur við demantsarmbandinu. „Ég þigg armbandið en ég mun aldrei kela við þig, Doddi. Til þess er Keli.“ Doddi kemst til sjálfs sín við þessa hálfu höfnun og man eftir Svövu og nýfæddu tvíburunum; Guðríði og Guðríði.

KatrínÍ Englandi: Katrín er lúin eftir flugferðina frá Íslandi. Hún þurfti ekki bara að forðast ágengar farþegavélar, heldur líka orrustuþotur sem reyndu að skjóta hana niður. Hvert var þetta nýjasta verkefni að leiða hana? Hefði hún frekar átt að biðja Gunnu-Pollýju um að lauma að Maju upplýsingunum um frímerkjasafn Elenu? Hvað hefði þá Skessa hugsað um Stínu sem dulbjó sig sem keppanda í X-Factor ... og datt ekki út!?

Hálftíma síðar á Álftanesi: Anna verður furðulostin þegar Tiddi segir henni að hann sé blóðskyldur henni. Hvað um Pétur? Var hann kannski ekki elskhugi Ingibjargar þegar hann var kvæntur Grafarþögn? Getur verið að Kikka hafi komið undir um svipað leyti? Brúðkaupið í Laugatúni myndi seint gleymast þeim sem kynntust myndarskap Önnu Karenar við kransakökugerð. Ef Ágúst hefði ekki yfirgefið hana við altarið fyrir Steingerði væri ekki svona aðkallandi að finna leyndu skilaboðin í Vikunni.

 
Hvenær viðurkennir Gua fyrir HulduSaumakonan bjargaði í raun Vilborgu frá bráðum bana þegar Svana ávarpaði Ester? Tekst Binnu að telja svifrykskornin í Kópavoginum eða þarf Guðný Anna að múta Gyðu til að fara í Kringluna? Hvenær kemur í ljós að Tiddi er hreinræktaður kynþokkahatari sem fleygði í ruslið bæklingi frá Lífstykkjabúðinni? Hvernig stendur á uppreisninni í Kaupmannahöfn eftir „skemmtiferð“ Hugarflugu þangað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Arna mín, bíddu bara .... múahahhaha, þú gerir allt vitlaust í næsta þætti!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.3.2007 kl. 22:34

2 Smámynd: halkatla

ég vil ná fram hefndum fyrir tárin sem féllu í kransakökuna...

halkatla, 2.3.2007 kl. 22:59

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 2.3.2007 kl. 23:02

4 Smámynd: Saumakonan

aaarrrrrrghhhhhhhhhh þar fékk ég HIKSTA af hlátri!!!!! 

Saumakonan, 2.3.2007 kl. 23:06

5 identicon

Yndislegt alveg ... slæmt að missa af kelerí við Kleópötru en Svava og tvíburarnir eru mér allt ...

Frábært hjá þér Gurrí - þú ert algjör dúlludúlla!    (by the way... er ekki hægt að fá einhvern koss-karl sem er ekki svona mikið varalitaður ? )

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 23:11

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Svona rétt til að gera þetta dularfullt og magna aðeins upp spennuna samdi ég við karlinn í tunglinu um að taka þátt í leiknum á morgun. Sjá hér .        Það verður jú að sjá til þess að ekki verði ratbjart annað kvöld.

Ágúst H Bjarnason, 2.3.2007 kl. 23:24

7 Smámynd: Gerða Kristjáns

Get ég fengið karlmann í næsta þætti ??

Gerða Kristjáns, 2.3.2007 kl. 23:27

8 Smámynd: Gerða Kristjáns

Dóninn ég......þetta er náttúrlega bara snilldin ein kæra Gurrí

Gerða Kristjáns, 2.3.2007 kl. 23:28

9 Smámynd: Adda bloggar

bestu kveðjur til þín á skagan.eigðu notalega helgi

Adda bloggar, 2.3.2007 kl. 23:35

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gerða, þú mátt velja! Mæli t.d. með Braga, Hólmgeiri, Dodda, Ágústi, Sverri, Guðmundi, Halli, Tidda, Kela, Kristjáni, Pétri ...  

Já, Ágúst, það má helst ekki vera tunglskinsbjart annað kvöld, það skemmir myrkraverkin en ég væri samt til í smákíkk. Bíð tilbúin með stjörnukíkinn. Og Doddi minn, þú ert bara með varaþurrk, ekki varalit

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.3.2007 kl. 23:41

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, Laugatúnskrúttið mitt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 2.3.2007 kl. 23:41

12 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

..... kominn uppí glugga á Grundarfirði !? How could that happen ,.... hvað er að gerast Gurrý. Ég ætla til spákonu á morgun til að komast að því hvað bíður mín, því ég þori ekki enn að hafa áhrif á söguþráinn með því að upplýsa hvað Katrín bað mig um í símanum forðum (baðið, butlerinn og allt það)....  og svo hélt ég að ég myndi að minnsta kosti ná að bjóða Kleópötru á kaffihús þar sem Doddi var upptekinn af "sínum málum" .. he he .... eða þá að ég fengi annað dularfullt sms frá halkötlu eða færi í viðtal um lífshlaupið til Steingerðar. Ubs! verð bara að bíða og sjá hvað "blogglífið" ætlar mér,... en ég trúi bara á góðann endi  ... Þetta er NETT FRÁBÆRT hjá þér gurrihar :):)

Hólmgeir Karlsson, 2.3.2007 kl. 23:53

13 Smámynd: Gunna-Polly

er ég þá ekki dauð eða er ég upprisin?

Gunna-Polly, 2.3.2007 kl. 23:54

14 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

... allavega veistu að ég harðneitaði að gera þér mein Gunna-Polly :)

Hólmgeir Karlsson, 2.3.2007 kl. 23:55

15 Smámynd: Ester Júlía

Ég pissaði nærri því í mig af hlátri!!!!!

Ester Júlía, 3.3.2007 kl. 00:03

16 Smámynd: Svava S. Steinars

Mun ég kalla þær Gurrí 1 og 2 ?

Svava S. Steinars, 3.3.2007 kl. 00:39

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Nei, bara Gurrí og Gurrí. Aldrei of illa farið með góð börn og alltaf gaman að rugla þau ærlega í ríminu! Múahahahhaha!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.3.2007 kl. 00:44

18 Smámynd: Kolgrima

Kolgrima, 3.3.2007 kl. 01:16

19 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Pétur er í hugarfarslegum hamförum, hvernig fara tilfinninamál hans, á hann barnið, er Brook komin í spilið og á barnið með besta vini hans eða var þetta glasafjóvgun, hann er harmi sleginn og ákveður að ganga í klaustur, áttar sig svo á því að það hentar honum ekki, það eru engar nunnur til að dansa við............................ þú ert ennþá að toppa allt.

Pétur Þór Jónsson, 3.3.2007 kl. 01:29

20 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Já ég er búin að vera svo þreytt og lúin eftir þetta ríkidæmi og flugferðir að ég svaf af mér úkomu þessa kafla en það fyrsta sem ég gerði þegar ég opnaði augun var að kvitta..þó klukkan sé bara 07.26 á laugardagsmorgni. Ætla að taka smá fegurðrblund til 9.

Gurrí mín þú ert engri lík...

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.3.2007 kl. 07:28

21 Smámynd: Gerða Kristjáns

Æjj takk fyrir að gefa mér frjálsar heldur í valinu.......en vá !  Það er svo mikið úrval, margir karlmenn !  Getur þú ekki valið fyrir mig bara ha ?  Kannski 2 eða 3 ? lol   Ég skal taka það að mér að vera þessi lausgirta

Gerða Kristjáns, 3.3.2007 kl. 09:50

22 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mynd af höfuðpaur samsærisins á blaðsíðu 8 í Mogganum í dag.

Ágúst H Bjarnason, 3.3.2007 kl. 10:18

23 identicon

já marr er bara hreinræktaður kynþokkahatari.... hahaha snilld

TIDDI (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 11:53

24 Smámynd: Adda bloggar

bloggkveðja og góða helgi!

Adda bloggar, 3.3.2007 kl. 12:03

25 identicon

Jiminneini 

kikka (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 13:12

26 identicon

Vá ég er búin að hlægja svo mikið! Maður klikkar á að fara inn á síðuna þína í nokkra daga (vinna, bílslys o.fl. aðeins að trufla) og á meðan ertu bara búin að skrifa 7 þætti af dýrindis sápu  Go girl! Með þessu áframhaldi endarðu sem einn af handritshöfundum Bold í Hollívúdd. Þú hlýtur að verða uppgötgvuð eins og maðurinn sagði

Sigga (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 16:53

27 identicon

Afsakið frú Guðríður, 8 þætti vildi ég segja

Sigga www.kvika.net (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 16:54

28 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, sérðu hvað bloggvinirnir eru búnir að koma manni í? Þú talar kannski sætt um þetta í Mósaík í vetur! Þegar Baltasar Kormákur verður búinn að gera kvikmynd um okkur. Gott að eiga góða að ... múahahhahaha!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 3.3.2007 kl. 17:09

29 identicon

*hehehe* það væri nú ekkert nema sjálfsagt ef Mósaík hefði ekki verið lagt niður þegar Kastljósið hið nýja byrjaði

Sigga (IP-tala skráð) 3.3.2007 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 187
  • Sl. sólarhring: 353
  • Sl. viku: 879
  • Frá upphafi: 1505886

Annað

  • Innlit í dag: 148
  • Innlit sl. viku: 714
  • Gestir í dag: 142
  • IP-tölur í dag: 137

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband