Nú skil ég fyrirlitningu kattanna minna

Kúrt í kuldanumTommi og Kubbur hafa undanfarið verið fjarlæg við mig (Kubbur er stelpa, ef e-r hefur gleymt því) og sérstaklega Tommi hefur ítrekað reynt að troða sér upp í fangið á mér þegar ég er að skrifa Blogg and the bjútífúl og þarf frið til að upphugsa ægilega atburðarás fyrir bloggvini mína! Kubbur trampað á skrifborðinu og reynt að trufla mig við skriftir.

Nú sýna þau mér bara fyrirlitningarblandið afskiptaleysi. Þiggja rjóma og rækjur með semingi og rétt svo þola mig.

 

 Líklega þarf ég að koma fyrir sérhönnuðum körfum við tölvuna því að ég harðneita að horfast í augu við netfíkn mína og get þá til skiptis skrifað eða lesið ódauðleg orð bloggvinanna í tvær mínútur og klappað kvikindunum næstu tvær mínútur. Held að þessu sé reddað! 


mbl.is Skilja vegna netfíknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

núna liggur tommi í fanginu á mér, ég blogga m annarri, og kubbsa liggur uppi á tölvunni, ég er farin að sinna þeim betur. sápuópera í kvöld ...

Guðríður Haraldsdóttir, 2.3.2007 kl. 19:20

2 identicon

Aha, nú er ég farin að skilja krakkana og hundinn... ummm vorum við fleiri hérna? (Slæ vísifingri á hökuna hugsi)

kikka (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 19:46

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Simbi hefur sínar aðferðir, leggst ofan á fartölvurnar í fangi okkar allra heimilsmeðlimanna. Við erum ekkert með netfíkn, við getum alveg talað saman með tölvurnar í fanginu og horft á sjónvarpið á meðan. Og klappað Simba, og prjónað ....

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 2.3.2007 kl. 20:58

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, ég trúi þessu alveg! Þú ert ábyggilega ein fjölhæfasta manneskja sem ég þekki, frú Anna! Ég er einmitt að upphugsa gjörðir þínar í sápuóperu kvöldsins! Múahahaha! 

Já, Arna, klónun væri fín ... eða bara einn aukahandleggur!

Guðríður Haraldsdóttir, 2.3.2007 kl. 21:02

5 Smámynd: Gerða Kristjáns

Gerða Kristjáns, 2.3.2007 kl. 21:43

6 Smámynd: halkatla

rosalega áttu fallega ketti

ég ber mikið lof á þína netfíkn, hvort sem það eru höfuðhöggin sem valda því eða ekki

halkatla, 2.3.2007 kl. 23:01

7 identicon

Kæra frænka.

Ég hef grun um að þú hafir ekki áttað þig á að Kubbur og Tommi eru einungis að reyna að vekja athygli þína á að þeirra þáttur í hinni rómuðu froðu, Blogg and the bjútíful, hefur ekki enn komið út á prenti...eða það grunar mig.

Svafa (IP-tala skráð) 2.3.2007 kl. 23:02

8 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, þetta eru flottir og guðdómlegir kettir. Best að skella þeim í sápuna á morgun! Takk frænkubeib!

Guðríður Haraldsdóttir, 2.3.2007 kl. 23:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 32
  • Sl. sólarhring: 187
  • Sl. viku: 1982
  • Frá upphafi: 1456735

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1687
  • Gestir í dag: 32
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Gardínukettir
  • Ostapítsa með sultu
  • Náttborð

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband