11.3.2007 | 13:48
Frábær sunnudagur
Flestir gluggar rennblautir í morgun, öllu heldur handklæðin í þeim ... og ekki nóg með heldur var rafmagnslaust! Hringdi (úr gemsanum, síminn óvirkur) í mág minn sem tjáði mér að hans megin á Skagnum væri rafmagn. Ég gaufaðist um íbúðina alveg ómöguleg og langaði ofboðslega í kaffi.
Girnileg bók beið mín reyndar en viðgerðagenið hrópaði á lagfæringar. Ég heyrði einhvern hávaða í stigaganginum, eins og ryksuga væri í gangi. Það tók mig bara eina sekúndu að fatta, sem er skammur tími hjá frekar hvatvísri manneskju, að fyrst hægt væri að ryksuga í þessu húsi þá væri rafmagn. Ákvað að ganga á hljóðið, jafnvel þótt ég væri óförðuð, og fann þar fyrir einn nágranna minn sem var ekki ánægður á svip. Heitavatnsrör hafði gefið sig og vatn flætt í kjallarann. Tækið sem ég heyrði í var þurrkblásari.
Takkinn sem á að vera uppi í töflunni var uppi svo að ég stökk aftur upp í himnaríki og leitaði að einhverju sem gæti hugsanlega verið rafmagnstafla, fann hana og málinu reddað.
Mögulega hefur rafmagnsvekjarinn minn blotnað í svefnherbergisglugganum og rafmagninu slegið út. En hva ... allt er orðið fullkomið aftur!
Nú sit ég við tölvuna með kaffi við hlið mér og horfi til skiptis á Silfur Egils (seinkuðum vegna rafmagnsleysisins) og æstan sjóinn. Hann er hvítfryssandi, eins og Egill, en öldurnar ekki sérlega stórar. Best að smella af mynd. Ef vel er gáð er ekki hægt að sjá heim til Guðnýjar Önnu, Helgu systur eða Laufeyjar.
Hann frændi minn hér á Skaga er gott efni í harðjaxl. Hann reif sjálfur úr sér jaxl um daginn. Jaxlinn var orðinn skemmdur og farinn að losna. Á föstudaginn varð frændi pirraður og ákvað að taka til sinna ráða.
Hann lýsti þessu fyrir mömmu sinni þannig að hann hefði tekið þrjár magnyltöflur til að deyfa sig, beðið í hálftíma, tekið töng úr geymslunni og ekki hætt fyrr en honum tókst að juða tönninni úr.
Nú bíður móðir hans eftir því að hann rukki hana um sjö þúsund kall!
Ég hef aldrei heyrt um svona áður. Krakkinn er 14 ára!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 6
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 833
- Frá upphafi: 1515928
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 706
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ætli heimatannlækningar séu framtíðin. Ég meina að það kostar "an arm and a leg" að sækja þá læknisþjónustu. Kannski kemur fólk til að hringja í nágrann og biðja hann að skutlast yfir, maður þurfi að losna við jaxl
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.3.2007 kl. 14:19
Fjúff allt að gerast hjá þér, þú náðir alveg 100% samúð minni þegar þú nefndir rafmagnsleysið og ekkert kaffi, vá það er slæmt ástand !
bara Maja..., 11.3.2007 kl. 14:25
harðjaxlinn frændi þinn, er það bróðir Sigurjóns?
SigrúnSveitó, 11.3.2007 kl. 14:28
Hörkunagli þessi frændi þinn.
Pétur Þór Jónsson, 11.3.2007 kl. 14:42
Já, sveitamær, bróðir Sigurjóns! Hver annar! hahahhahaha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 14:51
leit við og kvittaði
Ólafur fannberg, 11.3.2007 kl. 15:21
Ég sit nú og skrifa bókina: Do it yourself ... í tannlækningum. Hlýtur að verða metsölubók. Jenný gaf mér hugmyndina!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 15:27
Ég fékk hvínandi tannpínu og kjálkaverk við að lesa þetta....svona er maður nú meðvirkur
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.3.2007 kl. 15:34
Þá er bara að skrifa bókina og kalla hana Dentistry for Dummies... Það eru svoleiðis bækur fyrir allt hér í Ameríkunni. Hann er algjör harðjaxl 14 ára gamall, það verður áhugavert að sjá hvað hann tekur sér fyrir þegar kominn yfir tvítugt
Bertha Sigmundsdóttir, 11.3.2007 kl. 16:02
Hhehe, geri það, Bertha! Frændi á örugglega framtíðina fyrir sér, þessi elska.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 17:10
Rosalegur þessi drengur, frændi litli er JAXL! Er að horfa á Garfield 2 á dvd núna ........... thi hi hi
www.zordis.com, 11.3.2007 kl. 18:17
Úff! Hef ekki heyrt svona sögu í töttögö og femm ár! Sveitapiltur sem ég þekki var þá á svipuðum aldri og notaði grísatöng til að kippa úr sér tönn sem var byrjuð að losna. Það er allt í lagi með hann í dag
Aðalheiður Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.