Vélhjólakapparnir mínir

VélhjólagæðingarHér fyrir neðan himnaríki hafa vélhjólamenn verið að spyrna og leika sér á hjólunum á sandinum í dag. Þeir eru afar færir og mikil skemmtun að horfa á þá. Til hægri á efri myndinni má sjá Faxabrautina góðu, eða Skvettubraut.

Fer ekki að líða að alvörubraut fyrir þessar elskur? Sá það með eigin augum sl. haust þegar keppnin var hérna á sandinum að þetta er brjálæðislega vinsæl íþrótt. Auðvitað vil ég ekki missa vélhjólafólkið héðan en það fer alveg að flæða að núna og þá hverfur brautin undir sjó.

Vélhjól á sandinumEf ég fer sjálf að keyra (bíl) einhvern daginn á nýjan leik þætti mér gott að komast á einhvers konar braut þar sem ég gæti lært almennilega á bílinn. Veit að þetta er draumur margra!

 
Jæja ... ég ætla að halda áfram að horfa á strákana. Ég þarf enga bera karlmannsleggi til að hafa áhuga á íþróttum. Læt mér alveg nægja að villast “óvart” inn í karlaklefana. Múahahha.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Gurrí. Því miður er ég ekki með eins gott útsýni og þú en ég heyri vel í vélhjóla"strákunum". Veit þó fyrir víst að amk ein stelpa er/var á sandinum í dag svo þetta voru ekki bara strákar   þær eru ófáar stelpurnar sem hafa áhuga á þessi crossarasporti og svei mér þá ef að kærastinn minn sé ekki að takast að draga mig í þetta  Því miður komst hann þó ekki að leika sér á sandinum í dag.. það verður að bíða betri tíma hjá honum.  Það er braut í vinnslu fyrir þá/þær/þau en ábyggilega rosa sport að spyrna við sjóinn.

Karitas (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 17:52

2 Smámynd: Karolina

ótrúlegt útsýni , ströndin er næstum því eins og á Daytona Beach Florida

Karolina , 11.3.2007 kl. 17:57

3 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það er svo erfitt að sjá hvors kyns er í gegnum þessa galla en á kappleikjunum hér í haust sá ég nokkrar stelpur ... auðvitað! Takk fyrir ábendið! Og drífðu þig í þetta, ég skal taka myndir og monta mig svo svolítið af þér!

Guðríður Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 17:57

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Já, Karólína ... einum afmælisgesti varð að orði í fyrrasumar að þetta væri eins og strönd í Florida. Ég sakna þess stundum, ýmissa hluta vegna, að búa ekki í bænum en þetta bætir allt upp!

Guðríður Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 18:00

5 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hehhehe, jú, Guðmundur, mikið væri´ég til í það. Og velkominn heim!

Guðríður Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 18:08

6 Smámynd: bara Maja...

Enn og aftur geggjað útsýni sem þú hefur kona, stóröfunda þig af því, hver þarf sjónvarp þegar bein útsending af veðri og íþróttum er á hverjum degi... og svo dýrarásin líka í þeim Kubb og Tomma, öfunda þig líka af þeim... reyndar sagði amma að það væri ljótt að öfunda þannig að ég SAMGLEÐST þér innilega

bara Maja..., 11.3.2007 kl. 18:25

7 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Ég þakka hlý orð í garð okkur hjólafólks og vona innilega að við fáum að keppa aftur þarna í fjörunni hjá þér. Ég átti alla vegana frábæran dag þarna og ekki spillti veðrið fyrir.

Dóri #511

FLÓTTAMAÐURINN, 11.3.2007 kl. 19:10

8 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ohhhh... mig langar svoooooooo að prófa að leika mér á svona hjóli!! Þú hefur það næst besta.. stúkusæti

Heiða B. Heiðars, 11.3.2007 kl. 19:50

9 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Vona að þið komið sem oftast, Dóri! Ég á vinkonu sem er 54 ára ... hún var að kaupa sér svakalega stórt og mikið hjól ... maðurinn hennar líka. Ég býð þeim að koma á næsta mót á sandinum ... og þá kem ég niður úr himnaríki og horfi! Stúkan er góð en að fá þetta í æð ... ekkert á við það. 

Já, Heiða, ég er sammála, mig langar rosalega að prófa svona hjól ... í algjöru einrúmi fyrst þó. 

Guðríður Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 20:27

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er svo ótrúlega langt síðan að ég hef prófað að hjóla, það væri gaman að prófa það í einrúmi fyrst.

Kristín Katla Árnadóttir, 11.3.2007 kl. 22:19

11 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Og þá er bara að láta drauminn rætast og fá að prófa, bendi ykkur stelpunum að kíkja á http://www.blog.central.is/motostelpur?page=news 

FLÓTTAMAÐURINN, 11.3.2007 kl. 23:58

12 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Þori varla að segja það hér, en ég er búinn að panta mér eitt svona geggjað cross hjól fyrir vorið. Þetta er ótrúlega gaman og hressandi sport  ... ég veit það þó ég hafi ekki átt hjól lengi.
p.s. fyrir þá sem hafa gaman af þá er gripurinn KTM 400 EXC Factory ....... Kannski leifi ég þér bara að prófa Gurrí ef þú heimsækir mig á "búgarðinn" minn fyrir norðan

Hólmgeir Karlsson, 12.3.2007 kl. 00:07

13 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Klukkan hvað fer Norðurleiðarrútan? Heheheheheh

Guðríður Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 08:03

14 Smámynd: Ólafur fannberg

flott útsýni

Ólafur fannberg, 12.3.2007 kl. 08:14

15 Smámynd: Birgir Þór Bragason

Þetta er eiginlega bara indæl lesning að morgni dags.  Vonandi fá allir að leika sér sem mest þar sem það er í lagi.

Birgir Þór Bragason, 13.3.2007 kl. 06:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 16
  • Sl. sólarhring: 167
  • Sl. viku: 1332
  • Frá upphafi: 1460231

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 1049
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fótapláss ekkert
  • Facebookvinátta
  • Fótapláss ekkert

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband