Morgunpæl ...

 

Á leið út á stoppistöðEitt það besta sem ég get gert fyrir sjálfa mig er að hafa fötin mín tilbúin, samanbrotin á stól, á morgnana. Helst nálægt ofninum. Mér líður svolítið eins og ég sé fordekruð prinsessa, sérstaklega ef ég reyni að gleyma því að það hafi verið ég sem setti fötin á stólinn.

Reyni líka að gleyma því að það hafi verið ég sem kveikti á kaffikönnunni fyrir fimm mínútum þegar ég fæ mér ilmandi kaffi.

Reyni svo líka að sjálfsögðu að gleyma því að ég hafi farið sjálf út á stoppistöð og gengið upp í strætisvagninn sem flytur mig í vinnuna. Gott að ímynda sér limmósínu, kampavín og demanta þegar maður lygnir aftur augunum ...

MúsikmorðinginnAllt þetta komst í uppnám í morgun þegar ég fékk SMS fá Ástu. „Er á bíl, viltu far?“

Mér datt ekkert í hug til að ímynda mér, nema þá helst að mér hefði verið boðið í opnbera heimsókn til Reykjavíkur. Eina sem skemmdi stemmninguna var George Michael sem vældi einhvern viðbjóð í græjunum.

Ættjarðarlög hefðu verið miklu meira við hæfi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

allt er betra en Goggi Michael

Ólafur fannberg, 12.3.2007 kl. 08:28

2 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

Þó svo að mánudagar séu nú ekki bestu dagar vikunar er engin ástæða til að gera hann enn verri með George Michael

Eydís Rós Eyglóardóttir, 12.3.2007 kl. 08:35

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ohh, ég elska þessa bloggvini mína, heheheheh! Eins og Ásta er nú smekkleg í músik. Yfirleitt er það Pink Floyd sem snúllast á fóninum ... hún flissaði þegar ég talaði um væminn músikmorðingja ... múahahahahahah!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 08:38

4 Smámynd: Gunna-Polly

látið ekki svona Goggi er flottur! eða var það eða var hann það kanski ekki?

Gunna-Polly, 12.3.2007 kl. 08:52

5 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndisleg frásögn, sá þetta eins og stuttmynd!

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.3.2007 kl. 09:11

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gurrí mín í ævintýrunum hefðir þú bara haldið þína leið í þinni "eigins" límósínu. Hurru, ég hef lítið að gera nú um stundir vantar þig hirðmeyju í kaffið og fötin?

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 09:15

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Til væri ég í að fá hirðmeyju til að sjá um kaffi og fatnað ... en ég ímynda mér alltaf einhverja eða einhvern æðislegan ... sem hitar fötin mín í þurrkaranum ... gefur mér kaffi og staðgóðan morgunverð og heldur á´mér út á stoppistöð eftir að hafa klætt mig! heheheheh,  úps ... ein alveg að missa sig ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 09:26

8 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta vissi ég..allar konur eru prinsessur inn við beinið. Krakkarnir mínir elska að fá fötin sín eftir nokkra snúninga í þurrkaranum á morgnana..sérstaklega á köldum vetrarmorgnum. Getur ekki mútað strætóbílstjóranum til að tölta eftir þér upp og bera þig útí strætóinn? Þú leyfir honum bara að njóta útsýnisins í himnaríki í staðinn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 10:28

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gurrí þú ert alveg frábær þú kemur manni alltaf í gott skap

Kristín Katla Árnadóttir, 12.3.2007 kl. 10:30

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jamm, við erum sko preinsessur  ... ég sef hjá bílstjóranum í staðinn! Þá fæ ég líka eitthvað skemmtilegt út úr þessu ... múahahahahah! ÞETTA VAR DJÓK!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 10:44

11 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Aldrei hefði mér dottið þetta í hug með þurkarann, að láta hann hlýja fötin mín!!! Ég er svo jarðbundin að mér hefur ekki dottið í hug að nota heimilistækin til nokkurs annars en þau eru framleidd til. Ég lærði reyndar ung að það hjálpaði á köldum vertarmorgnum að setja fötin á heitan miðstöðvarofn. Þú ert bara snillingur

Vilborg Valgarðsdóttir, 12.3.2007 kl. 11:19

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Í verstu hríðarbyljunum eða frostlátunum í vetur hitaði ég fötin einmitt í þurrkaranum og það var svo notalegt að fara í þau. Þvoði þau kvöldinu áður og þurrkaði og í stað þess að taka þau út um kvöldið geymdi ég þau til næsta morguns! Prófaðu þetta ... við Katrín erum snillingar!!! Heheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 13:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 44
  • Sl. viku: 858
  • Frá upphafi: 1515953

Annað

  • Innlit í dag: 18
  • Innlit sl. viku: 718
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband