Dagur til að endurheimta orkuna ...

Síðasti musterisriddarinnSvaf samfleytt í 58 klukkutíma í nótt ... eða hátt í það. Vaknaði samt ótrúlega mygluð. Sólin skín svo skært í utanbæjarhvassviðrinu sem ríkir núna að það var ómögulegt að setjast við tölvuna fyrr en trefillinn minn, arabaklúturinn bleiki var kominn upp á gardínustöngina. Enn er orkan ekki næg til að fara að djöflast í húsverkum og það er ekki bara orkuleysi sem varnar því, heldur ný spennubók, Síðasti musterisriddarrin, kilja sem var að koma út.

Hér ríkir algjör þögn ... heyrist bara vindgnauð og brimhljóð sem ég tími ekki að yfirgnæfa með tónlist, ekki einu sinni Rammstein, Mozart eða Eminem. Eitthvað af þessu verður þó notað sem skúringartónlist í dag eða á morgun (segir sá lati). Brimhljóðið er ekki nógu taktfast til að geta skúrað með glæsibrag, ég myndi bara líða um gólfin eins og draugur.  Hvað varð um þetta dæmi þarna að geta tekið tappa úr Ajaxbrúsa, stormsveipur og svo allt skínandi hreint?

17 kíló ófarin

 

Ég hef ekki borðað nammi síðan um páska en samt eru ekki farin 17 kíló, hvað er í gangi? Mér líður samt eins og það sé komið ár síðan páskarnir voru.

Kettirnir eru að hlaupa í spik ... smiðurinn með lyklana að himnaríki er með megrunartækið þeirra, leiserdæmið sem fékk þá til að hoppa upp um alla veggi og súlur á eftir rauðu doppunni.

Jæja, best að fara að lesa og bíða svo eftir að orkan og andinn kíki í heimsókn.  Einhverra hluta vegna er búið að setja í uppþvottavélina ... líklega kettirnir í stuði.

 

http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=4db5e4964c3a592542ae72d8b16ade76  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Tjillaðu bara Gurrí mín engin ástæða til að hlaupa um allt loksins þegar þú átt frí. Það sem er ógert á heimili fer því miður hvorki lönd né strönd.  Bíður eftir því að þú hendist í verkefnin hlaðin orku.

Smútsj

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 14:08

2 identicon

Það er ljótt að skrökva Gurrí - ekki nema von að þú sért úrvinda!! Það náðist mynd af þér að troða upp í Skrúðgarðinum í gærkvöldi...

http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&id=3086  

Jónsi (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 14:10

3 Smámynd: www.zordis.com

Skúra, skrúbba og bóna .... fáðu strákana í myndbandinu sem þrá þig til að gera heimilisverkin

www.zordis.com, 14.4.2007 kl. 14:13

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Zordís, leggst bara upp í sófa með bók og bíð eftir þeim ... hahahahaha!

Jónsi, takk fyrir frábært myndband. Þau sem þú gerir sjálfur eru náttúrlega algjör snilld.  

Smjúts til baka, Jenný! Nú er það bara slökun.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.4.2007 kl. 14:19

5 Smámynd: halkatla

ég hallast að því að það sé eitthvað í andrúmsloftinu, ég bætti amk verulega á mig um páskana og er líka orkulítil. En besta ráðið er að tala við líkamann og segja honum að hætta að haga sér svona. Kannski er þetta árstíminn eða eitthvað???

halkatla, 14.4.2007 kl. 14:25

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fjandans vorið líklega með öllu sínu sólskini og rugli. Aha, gæti verið. Ætla að spjalla rækilega við við sjálfa mig og ekki nota neina linkind ... múahahahha!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.4.2007 kl. 14:29

7 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Já, letin er nauðsynleg, sérstaklega um helgar. Góð bók, talva, eða góð spennumynd er einmitt það sem ég er að sækjast eftir í dag... þegar ég er búin að þrífa, gefa liðinu að borða, fara með þá litlu í ballett, og gefa liðinu svo aftur að borða

Kannski verð ég bara löt á morgun...

Bertha Sigmundsdóttir, 14.4.2007 kl. 15:20

8 identicon

Ohhh... Er hægt að sofa samfleytt í 58 tíma í himnaríki, eða er það e-ð sérstakt rúm sem þú átt til að sofa svona mikið svona hratt?? Pant fá soleiðis!! Veitir ekki af hérna.. 

Ég skal sjá um tiltekt hjá þér í staðinn??

Heiðdís frænkubeib (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 15:49

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er letidagur...við ætluðum svoleiðis að geysast út í góða veðrið en dagurinn hefur aðalega farið í að lesa og laga smá snarl og hanga í tölvunni og nú er ég komin í sófann og heiti því að ryksjúga á morgun eftir minn 58 tíma svefn. Geisp!!!! Eins gott að það sé eitthvað í sjánvarpinu til að dotta yfir.

Gurrí...linkindur eru dýrð og dásemd!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 17:36

10 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Ætla einmitt að fara að kíkja í Musterisriddarann. Get ekki beðið.

Steingerður Steinarsdóttir, 14.4.2007 kl. 19:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 227
  • Sl. viku: 640
  • Frá upphafi: 1505931

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband