Fyrsti Bondinn dáinn!

Fyrsti BondinnMikið rosalega hefði ég gaman af því að sjá allra, allra fyrstu Bond-myndina. Þessa klukkutímalöngu mynd frá 1954 um Royal-spilavítið. Ég á bókina ... ekki bara hana, heldur líklega allar Bond-bækurnar sem hafa komið út á íslensku.

Ég meira að segja gaf vini mínum, biluðum Bond-nörd, bókina Birds of the West Indies eftir James Bond ... en Ian Fleming átti bókina og fannst nafn fuglafræðingsins greinilega henta vel.  

Spilið góða úr NáttfaraÉg fór að hugsa um ákveðið æsispennandi spil sem var spilað í Royal-spilavítisbókinni en fann það ekki. Kíkti í hinar bækurnar og fann það í þeirri síðustu sem ég opnaði, Náttfaranum.  

Bond svindlaði til að sigra hrokagikkinn Drax sem fékk svo góð spil að hann trúði ekki eigin augum. Tók að gamni mynd af blaðsíðunni sem sýnir þetta. Þeir sem hafa gaman af briddsi ættu að skilja þetta. Myndin stækkar ef klikkað er á hana!

 

Bond-bækurnarÉg verð að fara að endurlesa þessar dýrlegu bækur. Sá í einni þeirra að Bond talaði um negra, veit ekki hvaða orð var notað í frummálinu en það var alla vega þýtt svona og enginn hefur kippt sér upp við það á þeim tíma, eða árið 1968.  


mbl.is Fyrsti Bond-leikarinn látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Þú ert rík Gurrí mín .... "nú er  ég búin að gera þig að minni"  Bridge er fyrir aðra en mig og talandi um Bond þá langar mig að sjá nýja Bondinn 007 þann ljóshærða!  Eigðu yndislega kvöldstund!

www.zordis.com, 14.4.2007 kl. 20:16

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Sömuleiðis, englakroppurinn minn. Nýja Bond-myndin er reglulega fín og ljóshærður Bond kemur á óvart! Skemmtilega! 

Guðríður Haraldsdóttir, 14.4.2007 kl. 20:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hann er flottur nýji Bondinn.  Skil annars ekki þetta Bond-æði

Jenný Anna Baldursdóttir, 14.4.2007 kl. 20:56

4 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Hef alltaf fílað þessar bækur, alveg síðan í fornöld. Tel mig ekki ástsjúka Bond-gellu fyrir bragðið. Þú hlýtur að vera ein af þessum femínistabeljum ... múahahahahah

Guðríður Haraldsdóttir, 14.4.2007 kl. 21:06

5 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Skilur ekki þetta Bond æði ????
Sko í fyrsta lagi ,þá er Bond - BOND.
Og í öðru lagi ,þá er Bond Byggður á Íslendingi sem var njósnari í seinni heimstyrjöldinni .

Halldór Sigurðsson, 15.4.2007 kl. 00:07

6 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Þér eruð svo upprunaleg í alla staði kæra Guðríður.

Steingerður Steinarsdóttir, 15.4.2007 kl. 01:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 52
  • Sl. sólarhring: 418
  • Sl. viku: 2169
  • Frá upphafi: 1456119

Annað

  • Innlit í dag: 48
  • Innlit sl. viku: 1806
  • Gestir í dag: 47
  • IP-tölur í dag: 46

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sjö saman í Karíba
  • Facebook ógnir
  • Herbergi drengsa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband