Langvarandi fýla og undarlegt bónorð

Letin var að drepa mig um kvöldmatarleytið. Mig langaði í góðan mat, opnaði frystinn og þar var bara eitthvað frosið frá Himneskri hollustu ... nennti ekki að hita það. Í ísskápnum voru tvær kjúklingabringur ... útrunnar, beint í ruslið. Argggg. Mundi ég þá ekki eftir Galitos, góða matsölustaðnum á Skaganum, hringdi þangað og pantaði kjúklingaréttinn minn góða.

Tandoori-kjúllinnÉg færi mig sífellt upp á skaftið. Síðast þegar ég pantaði bað ég um að engar hnetur yrðu settar í salatið ... núna bað ég líka um að kjúllinn yrði hafður sterkari. Þetta heitir Tandoori og verður að vera bragðsterkt.  Ljúflega var orðið við beiðni minni og maturinn var algjör dásemd.

Ég er enn í fýlu út í Hróa hött síðan við Hilda systir fórum þangað í fyrra til að kaupa okkur fisk. Sáum á skilti fyrir ofan afgreiðsluborðið að hann átti að kosta c.a. 850-900 kall. Þegar kom að því að borga sáum við að skammturinn kostaði um 1.100 krónur, kannski meira. Þegar við gerðum athugasemd við það kom sú skýring að matseðlarnir inni í sal væru með réttu verði. Við höfum aldrei komið inn í þennan sal og því gátum við ekki vitað um verðbreytinguna. Við sögðum kurteislega að þetta væri ólöglegt en fengum bara ókurteisi á móti. Sendillinn á staðnum fór að rífa kjaft og sagði að þetta væri þvílíkt væl í okkur. Stúlkan, sem í fyrsta lagi hefði átt að segja okkur að verðið hefði hækkað, bað ekki einu sinni afsökunar, sagði bara að við gætum alls ekki fengið þetta á auglýstu verði. Ég hef því ekki farið þangað aftur. Prófaði “hinn” staðinn næst þegar við erfðaprins ákváðum að panta pítsu og þær voru æðislegar. Galito er reyndar ekki skyndibitastaður, heldur virðulegur alvörumatsölusölustaður. Þar ríkir kurteisi sem er ljómandi krydd með matnum.

Hlutirnir gerast með ægihraða í himnaríki. Ég fékk ógurlega spennandi símtal í kjölfar síðustu færslu. Mér tókst að festa það á filmu. Hvernig get ég svarað manninum? Eru ljóshærðir menn ekki tryggari? Nei, annars, ... Jude Law er ljóshærður.

 

http://www.grapheine.com/bombaytv/index.php?module=see&lang=uk&code=11c2bdf474f5db55e7c159dbd84cd848


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sköllóttir menn eru þeir tryggustu ... og þeir ku vera þeir bestu í "láréttum tangó" ... - just a point I'm making

En ég styð þig í anti-Hróa Hattar stefnunni. Ætla að heita þér því héðan í frá (án gríns!!) að ég mun boycotta þessa veitingastaðakeðju með öllu sjálfur. Ég þoli ekki svona dónaskap í starfsfólki - og án þess að hæla sjálfum mér og mínu samstarfsfólki of mikið, þá erum við alltaf (eins mikið og við getum alla vega) með bros á vör og "viðskiptavinurinn hefur rétt fyrir sér"-viðhorfið. Ég ætla ekki að koma með dæmisögur úr safninu ... en vil bara ítreka stuðning minn við þinn Hróa-málstað.

Er þetta lús ... ? Nei!

Er þetta blús ... ? Neieieiei!!!

Er þetta krús ....? Nei nei nei!

Hvað er þetta þá?

Kossar og knús!! (auðvitað!)

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.4.2007 kl. 22:01

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Aha, sköllóttir menn! Þeir ku víst vera fullir af karlhormónum! Mun sannarlega fara á fjörurnar við alla sköllótta Skagamenn á næstunni. Takk fyrir ábendinguna. 

Knús á móti! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.4.2007 kl. 22:06

3 identicon

Er búinn að fatta þetta með uppákomuna í Skrúðgarðinum í gærkvöldi, þú hefur að sjálfsögðu verið að æfa fyrir Söngvakeppni Framhaldsskólana!!!!! Mér finnst að þú hefðir alla vega átt að vinna SMS kosninguna fyrir sviðsframkomu

P.s. Ekki nema von að ástandið á heimilinu sé eins og það er...

http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=&id=769   

Jónsi (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 00:17

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Verði þér að góðu.  Girnilegt.  Hér voru strangheiðarlegar lambakótelettur í matinn.  Skömmaðessu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.4.2007 kl. 00:32

5 Smámynd: Jens Guð

  Þú átt alls ekki að henda útrunnum kjúklingabringum.  Þær eru aldrei betri en eftir síðasta söludag.  Varðandi sköllótta Skagamenn.  Já,  það er víst offramleiðsla á karlmennskuhormóninu testósteron sem veldur skalla.  Við sem höldum hári fram á gamals aldur verðum áhugalausari um kynlíf þegar ellin bankar á dyr.  Enda margt skemmtilegra að dunda sér við í ellinni.  Til að mynda að blogga.

Jens Guð, 15.4.2007 kl. 02:54

6 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Gæti ekki verið þér meira sammála, Gurrí mín, það er ómögulegt þegar maður er að borga fyrir matinn sinn og hann er dýrari en maður bjóst við. Ég tala nú ekki um að vera svo sagt að hætta að væla af starfsfólkinu, ertu ekki að grínast... ég ætla sko aldrei að borða á Hróa Hetti þegar ég kem í heimsókn til Íslands, og hananú...

Ég var sjálf þjónustustúlka í mörg ár, og ég get svarið fyrir það, ég var aldrei dónaleg við kúnna, það er bara ekki að ræða það. En hér í Ameríku eru viðskiptivinirnir always right, even when they are wrong sem er kannski ekki alltaf gott, því að svoleiðis fólki líður að það hafi aldrei rangt fyrir sér, og stundum þarf maður bara að setja það á sinn stað (fólkið semsagt, það týnist alltaf eitthvað í beinnri þýðingu, orðin semsagt ekki fólkið) ON that note, þá fer ég kannski að sofa

Bertha Sigmundsdóttir, 15.4.2007 kl. 05:26

7 Smámynd: www.zordis.com

svo sem í lagi að borga meira þegar úrvalsþjónusta og jafnvel fallegt bros fylgir en þetta er út í hött þegar lykilmenn klikka á góðri þjónustu!  Það hlýtur að vera búið að reka þessa gemlinga   Væri til í Sterkan Tandoori og gott rauðvín   nei kanski ekki kl. fyrir hádegi á sunnudagsmorgni ........ og þó   Eigðu yndislegan sunnudag!

www.zordis.com, 15.4.2007 kl. 09:19

8 Smámynd: Heiða  Þórðar

Dí, þú  minnir mig á að ég á eftir að fá mér morgunmat. Er að hugsa um nautalundir

Heiða Þórðar, 15.4.2007 kl. 11:15

9 identicon

Mæli ekki með Hróa hetti - sérstaklega þegar þeir auglýsa "tilboð" á flatbökunum sínum. Munurinn er að það er heldur minna af áleggi en vanalega og er það æði gisið yfirleitt (ungefähr 10 cm. á milli pepperónísneiða) sem er náttúrlega gjörsamlega út í Hróa .

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 222
  • Sl. viku: 640
  • Frá upphafi: 1505931

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 515
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband