11.2.2021 | 14:11
Fimmtán ár ... á föstu með Akranesi
Í gær voru komin 15 ár upp á dag síðan ég flutti upp á Skaga. Ég hafði heyrt að strætó ætti að fara að ganga á milli Akraness og Reykjavíkur og svo sá ég auglýstan sjó ... ég meina íbúð við Langasand og lét vaða, ég sem þoli ekki breytingar.
Ég bjó á Akranesi í æsku, eða árin 1961-1971, og náði að festa rætur. Var unglingur þegar ég var flutt nauðug til Reykjavíkur og þótt mér líkaði vel i bænum kallaði alltaf Skaginn. Ég bjó hér aftur árin 1978-1982 með manninum sem síðar varð fyrrverandi eiginmaður minn, og hér fæddist elsku Einar, og var alla tíð mjög hreykinn af því að vera Skagamaður.
Það var auðvitað lífshættulegt að búa i Vesturbænum í Reykjavík og halda með ÍA en við létum okkur hafa það. Á útvarpsstjörnuárunum mínum sagði ég í viðtali í Vesturbæjarblaðinu að uppáhalds-KR-ingurinn minn væri Sigurjón M. Egilsson en við unnum saman um hríð og mér líkaði vel við hann. Ég var aldrei spurð að því aftur hvort ég væri ekki örugglega KR-ingur. Fólk bara vissi það (ekki). Ókei, stundum hrópaði maður KRÍA í hita leiksins því KR er alveg flott.
Í æsku bjuggum við fyrst við Sandabraut, síðan í Nýju blokkinni sem byggð var 1962 og var önnur blokkin á eftir Gömlu blokkinni (1955) þar sem ég bý einmitt núna. Svo fluttum við í hús sem stendur á bak við Einarsbúð sem gaf okkur þann rétt að fara bakdyramegin inn í búðina. Erna hefur alltaf sýnt mér ljúfmennsku þótt ég í hroka mínum hafi hrist hausinn, þá kannski níu ára, þar sem hún var að skúra og tjáð henni að ég ætlaði ekki að verða skúringakona, heldur leikkona, söngkona, dansmær eða ljósmóðir. Hún rifjar þetta reglulega upp og hlær, þesi elska.
Efri myndin er tekin í Arnarholtinu en ef ljósmyndarinn hefði staðið ögn aftar hefði húsið mitt sést til vinstri og bakhlutinn af Einarsbúð til hægri.
Sennilega var ég ekki byrjuð að lesa Beverly Gray-bækurnar hennar mömmu þar sem Beverly þráði að verða fréttaritari. Ég held að mamma hafi orðið hjúkka af því að lesa Rósu Bennett-bækurnar og hví þá ekki ég blaðakona vegna Beverly Gray? Það var líka spennandi tilhugsun að leysa flókin sakamál eins og Kim eða Basil fursti en ég sá enga atvinnumöguleika í því á Íslandi.
Það var bæði skemmtilegt og erfitt að taka strætó daglega á milli, ekki síst eftir að vinnan mín flutti í Garðabæ. Þá tók þrjá tíma á dag að komast fram og til baka. Undir hálfsjö á morgnana leið 57, komin í Mjódd um hálfátta og tók þar leið 24 í Ásgarð í Garðabæ og þaðan leið 23 næstum upp að dyrum. Ég var komin um átta í vinnuna, iðulega fyrst allra.
Ég var alveg að brenna út um árið, og þótt strætóferðirnar væri skemmtilegar tóku þær sinn tíma og stundum þurfti ég að vinna á kvöldin og um helgar. Það var því gífurlega mikill munur þegar ég fór í annað starf innan fyrirtækisins og gat unnið heima. Það var unaðslegt og er það enn. Þótt ég elski fólk elska ég líka að vera heima hjá mér ... og í samkomubanninu hálfskammaðist ég mín fyrir að finna engan mun á lífi mínu.
Það er bara alltaf verið að segja okkur hvernig okkur eigi að líða ... ég horfði hissa á fréttir þar sem talað var um gífurlega vanlíðan fólks vegna innilokunar ... sjaldnast var sagt að SUMUM eða mörgum liði illa, það var iðulega talað eins og allir þjáðust. Líka framhaldsskólanemar sem voru meira og minna að flosna upp úr námi. Ég veit alveg um nokkra sem blómstruðu í náminu, mögulega af því að þeir þurftu ekki að mæta í skólann.
Það var ekki síst í sorginni eftir sonarmissinn sem ég varð vör við að mér ætti að líða á einhvern fyrirfram ákveðinn hátt. Stundum fylltist ég ótta um að ég væri siðblind af því að dagurinn hafði verið góður, og hvenær kæmi svo þessi reiði sem allir gengju í gegnum í ferlinu og fleira og fleira? Þegar Jóhanna vinkona mín tjáði mér að hún hefði aldrei upplifað þessa reiði þegar hún missti ástvin, varð ég ögn öruggari um eigin tilfinningar. Þetta og miklu meira til hafði gert mig svo óörugga. Öllum syrgjendum á til dæmis að líða illa um jól - þetta er eins og innræting. Jólin geta auðvitað verið erfiður tími hjá sumum - ekki síst þegar okkur sagt að þau eigi að vera það. Og hana nú!
Eins og vanalega fer ég í allar áttir í blogginu, veð úr einu í annað - afsakið það. En sem sagt, á Akranesi er afar gott að búa. :)
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 2
- Sl. sólarhring: 36
- Sl. viku: 626
- Frá upphafi: 1506025
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 512
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Gurrí mikið sem ég er sammála þér.Að tala endalaust um að td eldri borgarar séu svo eimana að það þurfi að fera átak í þeim efnum.Það á ekki að alhæfa svona,það hefur td lítið breyst hjá okkur hjónum á covid tímum.Það er svo margt skrítið í þessu þjóðfélagi,það má ekki lengur tala um að fólk sé feitt þá er verið að fitusmana það,.það mátti alveg segja við mig að ég væri rosalega horuð þegar ég var ung með tvíbura----fyrirbura og hafði engin þægindi.Ég var hávaxin og oft talað um að ég væri löng,og í afmælum hjá eldri frænkum var sagt "mikið ertu orðin stór og hvað þú hefur stækkað síðan í fyrra"Nú er fólk stórt tekið beint úr enskunni.Einu sinni var fólk bara stórt og þá var vísað til hæðarinnar,laglegt eða ófrítt og svo mætti lengi telja.Þunglamalegt eða frátt á fæti.
Margrét Fafin Thorsteinson (IP-tala skráð) 13.2.2021 kl. 18:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.