18.3.2021 | 17:18
Janssen, já, takk
Það urðu smávegis læti í Bónushúsinu í morgun, (Apóteks Vesturlands-húsinu, Classic-hárstofu-húsinu o.s.frv.) eftir að Anna Júlía hafði haft hendur í hári mínu og litað augabrúnir og augnhár (eða framkallað mig). Hún brá á það ráð að lauma mér út bakdyramegin. Svo kom í ljós að lætin tengdust mér ekki á nokkurn hátt eða aðdáun Skagakarla, þetta var bara bónvélin frammi. En ég náði nú samt strætó niður á Akratorg með því að hlaupa.
---
MYNDIN hér til hliðar sem ég hafði mikið fyrir að nálgast, sannar mál mitt um að mikið fjör hafi ríkt á Akratorgi um síðustu helgi, að Herra Hnetusmjör hafi mætt á Skagann og ég hafi dansað við frábæra tónlist hans og að yndislega Akranes sé til. Og að sjálfsögðu fer þessi mynd beint inn í albúmið Gurrí og fræga fólkið sem er að finna á Facebook.
---
Fyrst fór ég með úrið mitt gamla og góða í viðgerð en Guðmundur úrsmiður hefur mjög gott lag á því. Frystihúsið (ísbúðin sem selur líka kaffi) er í sama húsi og ég var orðin kaffiþyrst. Ég hafði heyrt um sykurlausan ís þarna og fékk að smakka. Þetta var virkilega gott og verður svo sannarlega notað ef sykurpúkinn verður með vesen. Það var meira að segja til sykurlaus súkkulaðisósa. Ég stefni að því að feta mig aðeins í átt að sykurminni lífsstíl en sleppi þó ekki páskaeggi! Ég veit ekki hvernig ég á að taka því að mér var boðið í hóp á Facebook sem heitir Meðgöngufræðsla Ólafs G...
Á leiðinni heim mundi ég eftir því að mig vantaði strigaskó. Það er mjög góð þjónusta hjá Nínu (búðinni sem Dorrit elskar) svo maður lendir aldrei í því að missa lífsviljann þar inni eftir að hafa reikað um án þess að finna jafnvel það sem er fyrir framan nefið á manni. Stigaskó, takk, sagði ég. Hviss, bang! Þetta tók sjö mínútur - með mátun. Mæli samt ekki endilega með því að kaupa sér skó þegar maður er að drepast úr harðsperrum.
Eins og þetta hafi ekki verið nóg ... ögn nær heimili mínu hrasaði ég um fiskbúðina, mundi að drengurinn er vitlaus í kornflexþorskbita svo ég keypti slíka í kvöldmatinn með besta rúgbrauði landsins og grænmetisblöndu. Bara inn í ofn og elda, ekkert vesen. Þá var það bókabúðin næst en þangað sótti ég mér Fyrsta málið og Dulmál Katharinu, minna mátti það ekki vera. Og plastumslög fyrir bókhaldið sem auðveldar elsku Hildu að bjarga mér árlega fyrir framtalsskil.
Íslandsbanki skipti síðan fyrir mig síðasta stóra seðlinum (ég tók út smávegis öryggis-covid-pening í fyrra, (nei, ég fór auðvitað ekki í Vougue, aldrei með seðla, aldrei). Arion er ekki lengur með útibú á Akranesi svo bankinn fer alveg að missa mig til annars banka sem er hér.
Síðasta stopp var Flamingo, sýrlenski skyndibitastaðurinn dásamlegi, og þótt ég sé ekki vön því að borða tvær heitar máltíðir á dag fékk ég mér kjúklingarétt. Þarna inni sat elskan hún Ástrós, þjálfarinn minn. Ég sagði henni farir mínar mjög sléttar þrátt fyrir hrottalegar harðsperrur sem hún hafði spáð - meðal annars fékk hún að vita allt um sykurlausa ísinn og sykurlausu íssósuna sem gladdi hana mjög.
---
Ég heyrði nafnið Margrét Rán í útvarpinu eftir að ég kom heim. Það vakti ákveðin hugrenningatengsl og ætti að gera hjá bókaormum á mínum aldri. Ekki satt?
Mikið vona ég að aldurinn vinni vel með mér - að Janssen-bóluefnið verði í notkun þegar loks kemur að mér í bólusetningu. Ég er nánast orðin sprautuhrædd eftir að hafa horft á sjónvarpsfréttir síðustu mánuði þar sem fólk er iðulega sprautað nokkrum sinnum í hverjum fréttatíma, samt loka ég alltaf augunum. Legg til að notaðar verði krúttlegar hvolpa- og kettlingamyndir í staðinn ... eða bara hvað sem er annað en bólusetning í aksjón.
Janssen-bóluefnið er ekki bara langódýrast, heldur þarf bara eina sprautu af því, og virknin mjög góð. Skilst að mikið magn af því komi til Íslands, svo maður má vona. Bólusetning fer fram í hinum enda bæjarins svo ég sendi bólu-yfirvöldum hugskeyti um að ég fái Janssen og að auki tíma eftir hádegi. Innanbæjarstrætó tekur nefnilega alltaf síestu á morgnana, hvíldarstund eftir að flestir eru komnir í skóla og vinnu en gleymir alveg að gera ráð fyrir bólusetningum bíllausra, klippingu og slíku ... svo lífi mínu á Akranesi sem ekki er í göngufæri, er stjórnað af tímatöflu strætós.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.5.): 0
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 473
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 402
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.