23.4.2021 | 17:02
Hálfar aldar móðgun ...
Ég held að RÚV verði að splæsa í þyrluferð með viðgerðamenn á gosstöðvarnar til að fólk taki almennt gleði sína aftur. Hafa opnast nýir gígar, er mikið gas, margir fávitar sem veifa og standa fyrir vélinni? Sólin skín greinilega ekki nógu mikið á sólarrafhlöðuvélina við Fagradalsfjall, annað en hér við Langasand, á suðurgluggana mína. Svo þar til ég kemst í stóra rúllugardínumálið hef ég hangandi þunnan jakka á herðatré á gardínustönginni mér til varnar en til mikillar óprýði og ama fyrir alla þá sem eiga ferð um hlaðið hjá mér. Ég veit núna að maður verður sólbrúnn í gegnum gluggarúðu, það hefur oft verið flissað að litamismun á hægra og vinstra handarbaki mínu en skrifborðið mitt er á hlið við suðurglugga). Hægri sem sagt fallega brún á meðan sú vinstri er undanrennublá eins og restin. Það eru ekki allir sem dýrka sólina. Þótt ekki sé liðið langt á sumarið (einn dagur) er samt kominn örlítill munur. Seríoslí.
Fólk hrósar seðlabankastjóra mikið núna fyrir að þora að skamma Samherja en svo sagði einhver (á Facebook) að þetta væri allt í plati, það væri verið að þyrla ryki í augu okkar svo hægt verði að halda áfram að falsa gengið - sem kemur sér svo vel fyrir Samherja ... dæs, er engu að treysta í þessum heimi? Svo skammar Sólveig Anna á forsetann okkar (?!?) fyrir leiguokur. Forsetinn gefur hluta launa sinna í hverjum mánuði til góðgerðamála, alla hækkuna þarna um árið, og honum ber engin skylda til að leigja út íbúðina á lægra verði en aðrir bara af því að hann er forseti. Og það segir manneskjan (ég) sem var á hræðilegum okurleigumarkaði í mörg ár á níunda áratug síðustu aldar!
- - - - - - - - -
Ég stefndi mjög langt til vinstri á unglingsárunum. Fór meira að segja á Varið land-fundinn fræga og mótmælti, móður minni og stjúpföður til mikils ama og gekk í Fylkinguna til að gera þau endanlega alveg snar. Ég þurfti að finna mína fjöl eftir að hafa verið rifin upp með rótum frá Akranesi.
Ég gekk í leshring hjá Fylkingunni til að læra allt um fræðin hjá ungum skeggjuðum manni í köflóttri vinnuskyrtu. Hvað er díalektík? spurði ég, 13 eða 14 ára barnið sem þekkti ekki í sundur Lenín og Stalín en vildi fá útskýringu á þessu orði sem hafði verið sagt nokkrum sinnum. Ungi, skeggjaði maðurinn í köflóttu vinnuskyrtunni starði hneykslaður á mig, horfði síðan yfir litla unglingahópinn sem horfði spyrjandi á hann en í stað þess að svara mér startaði hann hlátri, aðhlátri, hópurinn lærði þarna hlæjandi vandræðalega og feginn að hafa ekki verið sá/sú sem spurði, að svona átti ekki að spyrja, við áttum að vita! Og heimurinn fór á mis við frábæran kommúnista því ég mætti bara í þetta eina skipti. Ég hef ekki neitt á móti neinu sem tengist díalektík samt, greiði glöð hluta skatta minna til DíaMat, félags um díalektíska efnishyggju, sem skiptir svo peningunum á milli fernra frábærra góðgerðasamtaka. Svona fer lífið stundum í skemmtilega hringi. Flott líka að fyrirgefa þótt það hafi alveg tekið hálfa öld. En samt, hvað er díalektík?
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 9
- Sl. sólarhring: 40
- Sl. viku: 473
- Frá upphafi: 1526442
Annað
- Innlit í dag: 9
- Innlit sl. viku: 408
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Undirritaður gafst einnig upp eftir einn sellufund með Árna Daníel Júlíussyni, meðlimi í Q4U og skólabróður mínum í Húsabakkaskóla í Svarfaðardal, enda þótt við báðir fengjum hæstu meðaleinkunn sem skólinn hefur gefið.

Og Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður Vinstri grænna, sem nú er í ríkisstjórn með höfuðóvininum, Sjálfstæðisflokknum, veit ekki enn hvað "díalektík" er, þannig að karlinn hefur ákveðið að hætta á Alþingi þegar þessu kjörtímabili lýkur.
Ari Trausti Guðmundsson:
"Seta og formennska í stjórn Einingarsamtaka kommúnista, síðar Kommúnistasamtakanna, 1973-1985."
Þorsteinn Briem, 23.4.2021 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.