Harmonikkueinelti ...

NikkueineltiHver ætli velji tónlistina í Laugardalshöll þegar bólusetningar fara fram? Vinkona mín fékk My Way sem Geir Ólafsson söng en þess má reyndar geta að hún var var stödd í Hyde Park á tónleikum með Pink Floyd á meðan unglingar hérlendis urðu að „sætta sig við“ Led Zeppelin í Höllinni ... Ef líf mitt lægi við, ég yrði að velja, yrðu Pink Floyd fyrir valinu, Sauceful of Secrets, eitthvað eldgamalt og gott, Julia Dream ...

 

 May way var í seinni sprautunni, í þeirri fyrri var sinfó að hita sig upp en næsta holl á eftir vinkonunni fékk þetta líka undurfagra kammerverk.  Ég þekki engan sem hefur fengið músik sem passar árganginum sínum, en fólk er svo sem komið til að fá blessað bóluefnið, ekki á tónleika - en það er samt eins og verið sé að reyna að velja við hæfi ... ja, eða ekki sem er fínasti húmor. Kveljum liðið, setjum diskó á þegar Gurrí fær seinni ... eða kántrí kannski! (Nú hætta bæði Páll Óskar og Bjarni Dagur, mínir fyrrum frábæru samstarfsmenn, að heilsa mér).

 

Eiginmaður vinkonu minnar spurði fyrir seinni sprautuna: Hvaða tónlist býstu við að fá?“ Hún horfði í kringum sig og sagði: „Harmonikkutónlist.“ Hún hefur líka fylgst með á Facebook. Ég get alveg sagt vinkonu minni hér og nú að það er búið að taka harmonikkutónlistina frá ... og það fyrir dvalarheimili; áður, og í framtíðinni. Eins og áður hefur komið fram er mamma (87) hrifin af lögum á borð við It´s a sin með Pet Shop Boys, Sacrifice með Elton John og Gangstas Paradise með Coolio. En hún fær harmonikkutónlist. Það er af því að henni þykir gaman að henni, henni á að þykja gaman að henni, allt gamalt fólk elskar nikkutónlist!!!

 

Meira nikkueineltiÁður en fólk (Nellý) heldur að þetta sé einelti gegn harmonikkutónlist, skal minnt á að ég spilaði stundum lagið Sunnanvindur með Örvari Kristjánssyni á útvarpsstjörnuárum mínum á síðustu öld, og það miðaði enginn á mig byssu á meðan. Heldur ekki þegar ég spilaði kántríið Too know him is to love him með Dolly Parton og fleiri gellum, lag sem þáverandi samstarfsmaður minn, Árni (pabbi hans Hr. Hnetusmjörs) hatar jafnmikið og ég hata Killing me softly með Robertu Flack. (Vá, þetta er kvöld játninganna)

- - - - - - - -

Fólk með mótþróagrímuröskun gæti breytt algjörlega um takt á næstunni ef marka má grein sem ég sá í svip á Facebook í kvöld, nú er sem sagt það nýjasta hjá andstæðingum bólusetningar að fara að bera grímu sem margir/flestir hafa sagt að geri ekkert gagn, en til að smitast ekki af okkur „bólusettu, heilaþvegnu kjánunum - sem hvað? Hóstum kannski örflögum út í andrúmsloftið? Spennandi að vita hvort þessi nýjung nær flugi hér á landi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 38
  • Sl. sólarhring: 443
  • Sl. viku: 2479
  • Frá upphafi: 1458546

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 2047
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Fallegustu menn í heimi
  • hvernig íslend sjá Evrópu
  • Siegfriedungjoy

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband