24.6.2021 | 14:18
Grunsamlegar Tommaferðir
Ég hekla alltaf annað slagið og það sem ég er að hekla núna fékk vinkonu mína til að roðna og reka svo upp hneykslisöskur. Hún sagði: Hvaða dónaskap ertu að hekla núna? Ertu að gera föðurland með þú veist fyrir þú veist? Ég horfði reiðilegum samúðaraugum á hana en vináttu okkar er sennilega lokið, ég get ekki hugsað mér að þekkja svona þenkjandi fólk. Það var líka svo augljóst hvað ég var hekla ef hún hefði bara hugsað með höfðinu.
Ekki gengur nefnilega að hafa endalaust drullusokk sem hurðarhaldara (eða hvað þetta heitir) svo ég ákvað að breyta mínum í veglegt stáss (sjá mynd2, hún stækkar ef klikkað er á hana). Konur sem hafa verið giftar drullusokkum vita alveg hvað ég meina. Klæða þá í Gucci-skyrtu og allir halda að þeir séu svo frábærir. Snarvirkar.
- - - - - - - - - -
Þetta var annasamur morgunn. Við stráksi áttum erindi á vissan stað upp úr kl. 10 í morgun og ætluðum að ganga þangað. Strætó er í síestu til 11.30 svo við hefðum ekki getað notað hann þótt við vildum. Við vorum rétt hálfnuð þegar elskan hann Tommi sem hefur skutlað mér ófáa kílómetrana síðustu árin, Akr-Rvk-Akr, og bauð okkur far. Við stukkum ofsaglöð upp í bílinn á hinni óralöngu Skagabraut, og mættum eins og fínt fólk ögn fyrir tímann sem kom sér bara vel. Svo á eftir langaði drenginn í eitthvað að borða en flest svona matardæmi opnaði ekki fyrr en hálftólf - svo bíða eða kannski ... fá aftur far með Tomma! sem dúkkaði óvænt upp á Kirkjubrautinni.
Var þetta tilviljun? Þetta var og er svolítið grunsamlegt, eins og hann hefði verið fenginn til að vernda okkur, Akraneskaupstaður passar upp á sína-dæmið ... og hann vinnur einmitt fyrir bæinn. (Eru veðurfræðingar hefnigjarnir, veit það nokkur?) Tommi skutlaði okkur alla vega í Subway og þar snæddum við stráksi hádegisverð, Tommi var aftur á móti að fara í Einarsbúð að kaupa reyk-kæstan ýsuháls eða einhvern álíka hrylling sem hann elskar að slafra í sig, hann er eina manneskjan sem ég þekki sem hefur haft súrtunnu út á svölum heima hjá sér ... nema þetta sé allt blekking og hann noti tunnuna sem sýrubað fyrir óvini sína ... mig grunaði oft að hann væri njósnari, dulbúinn sem strætóbílstjóri í denn. Hann les stjörnufræði í frístundum og hefur besta tónlistarsmekk ever. Hann var í bekk með Hildu systur í gamla daga, svo hann er bara krakki (59-módel).
Mér leið eins og belju að vori eftir matinn ... með allar þessar búðir í kring, ég dró drenginn með mér í hjartkæra bókabúðina, uppáhaldsbúð beggja, komum svo við í annarri uppáhalds, eða Kaju, og keyptum Fasta(frá Íslenskri hollustu) berjadrykkinn göldrótta sem heldur nöglunum á mér sterkum og flottum, tönnunuum óskemmdum og orkunni í góðum gír (í alvöru) og svo kattagras í dýrabúðinni, og þar keypti ég líka kattamat fyrir Villiketti (karfa þar fyrir mat og fleira ætlað Villiköttum) ætla að reyna að muna að gera það alltaf, þetta er frábært starf hjá félaginu.
Við Tommi hittumst síðast í bólusetningu í íþróttahúsinu hér á hlaðinu, fáum sennilega seinni AZ(DC)-skammtinn í næstu viku. Öllu flýtt því við sem fengum AZ erum bara 30% varin eftir eina sprautu og þetta smitandi Delta-afbrigði í nánd. Kári Stefáns sagði eitt sinn að eftir því sem afbrigðum fjölgaði yrðu þau hættuminni en mig langar samt alls ekki að fá covid, bara alls ekki.
Svona þegar ég fer að hugsa í alvöru finnst mér ekki ólíklegt að systir hans Tomma (hæ, Magga!) sé eitthvað að bralla í tengslum við okkur tvö, hvort sem dáleiðsla eða bara venjulleg íslensk systrafrekja kemur við sögu, hún hefur kallað mig mágkonu sína í mörg ár, svo maður veit hver vilji hennar er - og ef hún hefur lesið bloggið mitt óttast hún kannski að ég verði harðgift (kannski eldfjallafræðingi) löngu fyrir sjötugt en ég hef miðað við að ganga út um það leyti - í fyrsta lagi - nógur tími til að leika sér þangað til. Hún er fornleifafræðingur (samt ágæt) og væri án efa gaman að tala við hana um spennandi fornleifar í fermingarveislum í framtíðinni.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.2.): 128
- Sl. sólarhring: 142
- Sl. viku: 1009
- Frá upphafi: 1518470
Annað
- Innlit í dag: 110
- Innlit sl. viku: 868
- Gestir í dag: 103
- IP-tölur í dag: 100
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.