25.6.2021 | 14:22
Fyrir og eftir eldhús - og alls konar
Þar sem það hefur verið lægð yfir Grænlandi og glöggir lesendur bloggsins vita hvað það táknar, hringdi ég í Vilmund - upp á meiri von en óvon. Ekki margir hafa gaman af því að fá lægðir í júní, kannski er ég eina manneskjan sem iðar af spenningi yfir því. Ég hringdi í hann að beiðni sólarsjúks ættingja sem bað mig um að minna hann á að það væri nú júní.
Ég gríp niður í símtalið:
Þú mátt kalla mig Gurrí, manstu, ég kann betur við það ... og varðandi þetta veður sem þið bjóðið upp á núna í sumar, á ekkert að fara að breyta því? Ekki mín vegna, ég elska þetta svokallaða vonda veður, ég fórna mér fyrir fesbúkkvini og -vandamenn.
Ja, júúú, við misstum stjórn á lægðinni yfir Grænlandi ýmissa hluta vegna, sem ber þennan áhugaverða vind á hraðferð yfir okkur. Við erum reyndar alsæl með fjölbreytnina og margar rannsóknarritgerðir og -greinar koma út úr þessu geggjaða sumri ef það heldur svona áfram. Það er nefnilega háþrýstingur á okkur (ráðherrar og allt) um að hleypa meiri hita á og skrúfa fyrir vind, en ég ræð þessu ekki einn. Það man enginn eftir góðum sumrum, bara óðum, Vilmundur skellihló að eigin fyndni. Held að allir muni eftir því þegar sumarið kom eftir hádegi á miðvikudegi eitt árið. Ef ekki væri vindur í dag og viðvaranir hefði bara lítill hluti landsmanna nennt að fylgjast með blaðamannafundinum í morgun og kannski mætt með grímur í strætó í fyrramálið!
Ég ætla ekki að þreyta ykkur með því að endurtaka þetta þriggja klukkutíma langa símtal, en hann lofaði bót og betrun fyrir landsmenn ef ég skildi það rétt. Þegar kemur gott veður er það mér að þakka því ég lofaði að hitta Vilmund eftir helgi.
- - - - - - -
Í gær var liðið akkúrat ár síðan ég setti örlagaríka færslu á Facebook, sem þýddi að um það bil ári síðar var ég komin í gjörbreytta og glerfína íbúð, himnaríkið fór að standa undir nafni, var ekki bara útsýnið ... og svo jafnt og þétt losaði ég mig við helminginn af öllu sem ég átti, af svo mikilli grimmd að ég skil ekkert í sjálfri mér. Bækur sem ég gaf ... ef mig langar að lesa þær aftur fer ég í bókasafnið. Ef ég hef gefið of mikið af plastdöllum á ég sérstaka hirðTupperware-konu - o.s.frv..
Ég var svo heppin að fá Guðnýju hjá Fabia studio til að teikna upp íbúðina. Fyrst ég ætlaði að breyta eldhúsinu væri kannski snjallt að taka baðið í leiðinni, hugsaði ég, það var leiðinda sírennsli í allt of lágu klósettinu (ekki gott í brjósklosi) og baðkarið var orðið ansi þreytt og þessi guli litur á vegg- og gólfdúknum, ofninn bilaður, alltaf skítkalt, vaskaskápurinn mjög djúpur, hrikalega óhentugur ... og eldhúsið ... í kringum vaskinn hafði orðið vatnstjón löngu áður en ég flutti inn (2006) og mig langaði alltaf að skipta um borðplötu. Eldavélin hafði smám saman dregið úr virkni sinni og sonur hennar, ofninn, líka. Innréttingin var líka ansi hreint djúp, ég hefði haft pláss fyrir annan diskastafla fyrir framan hinn, eða svona næstum því. Smiðurinn sem ég fann 2007 til að laga glugga og kannski setja nýja borðplötu hafði aldrei tíma til að koma og þegar hrunið skall á hvarf mér allur kjarkur, allt hækkaði um helming eða mun meira en það. Kattagrass-vísitalan sýndi mér að rétt væri að draga saman seglin. Kattagrasioð hækkaði úr ca. 376 kr. upp í ca. 1.100 kr. á einni nóttu í Krónunni ... en ég keypti slíkt gras reyndar í dýrabúðinni í gær á um 400 kall pakkann svo ég finn kannski eitthvað annað en kattagras til að fylgjast með verðlagi.
Elsku skattstofan neitaði að hjálpa mér við að sækja um endurgreiðslu vsk af vinnu við íbúðina (kannski vegna covid, grimmt samkomubann þá), þetta væri svo lítið mál ... hmmm, konan ofmat klárheit mín, ég get ekki einu sinni pantað vörur af netinu ... en Hilda, tölvu- og bókhaldsséní, gaf í skyn að það yrði henni sönn ánægja og mikill heiður að fá að aðstoða mig við það. Það er eins og hún hafi fundið á sér að í gær keypti ég tvo Fasta handa henni hjá Kaju ...
- - - - -
Á íbúasíðu okkar Skagamanna á Facebook má finna hvað gengur á hér, hvort elsku Andrea er með lakkrís til sölu í Bónushúsinu, til styrktar veikum börnum, spurningar um hvort eigi ekki að fara að fylla upp í holur á vissum götum, týnd gæludýr og slíkt - og allt þar á milli. Í gær kom auglýsing frá konu sem átti nokkur kíló af niðurskornum rabarbara og vildi losa sig við umframið. Ég sagðist vera til í smávegis og vonaði að hún byggi nálægt strætóstoppistöð, ég átti ekki von á að hann kostaði mikið. Innan við klukkutíma seinna voru komin í hús tvö kíló af niðurskornum rabarbara en þessi elskulega kona gaf ekki bara dýrðina, heldur skutlaði henni til okkar áhugasömu. Þetta er svo ekta Akranes, hjálpsemi og elskulegheit.
Það var rabarbaragrautur í kvöldmatinn í gær, hádegismat í dag - og þar sem stráksi gistir annars staðar, býst ég við að restin verði etin á morgun. Gerði graut úr 400 g, hitt fór í frysti. Uppskriftin er úr bókinni Unga fólkið og eldhússtörfin. Þetta er í alvöru svo lýsandi fyrir Skagamenn, ef einhver er t.d. í rabarbaraneyð er því bara reddað. Þegar tölvuskjárinn minn gaf upp öndina í hittiðfyrra auglýsti ég eftir notuðum slíkum, fékk einn og heimskutl á honum þegar maðurinn frétti (ekki frá mér) af bílleysi og aumingjaskapnum í himnaríki. Og Guðni í Einarsbúð sá aumur á mér þegar ég þurfti að losa mig við ónýta hirslu á haugana og sótti hana til mín í næstu haugaferð Einarsbúðar. Og hvað ætli Inga vinkona hafi flutt mörg hundruð bækur fyrir mig í bæinn? Og Trésmiðja Akraness flutt mikið aukadót ... Hér er gott að búa.
Ég fann hvorki til gleði né sorgar yfir afléttingu sóttvarna og allra boða og banna. Covid hafði mjög lítil áhrif á líf mitt, þetta gerðist svo hægt og lymskulega að maður vandist því ágætlega að drepsótt ógnaði heimsbyggðinni, eins og ári síðar að væri farið að gjósa á Reykjanesskaga - en þetta er auðvitað mikill gleðidagur fyrir svo ótrúlega marga og smátt og smátt síast gleðitíðindin inn. Þetta eru svo skrítnir tímar. Ég ætla nú samt að fara varlega þar til ég verð fullbólusett. Væri ömurlegt að fá covid svona á síðustu sentimetrunum.
- - - - - -
MYNDIR: Fyrsta (efsta) mynd er af eldhúsinu eins og það var ... næsta þegar endurbætur stóðu yfir og sérlegir eftirlitskettir voru að störfum, og sú þriðja af tilbúnu eldhúsinu. Það er reyndar komin ný kaffivél, við hlið ísskápsins vinstra megin. Á síðustu myndinni sést gamla eldhúsið meira til vinstri en það var skot þarna vinstra megin (borðkrókur) sem ekki er til lengur. Vinstra megin var eldhúsið þrengt og þar er bakaraofn, ísskápur, vaskur og uppþvottavél. Það var mjög freistandi að láta setja dyr bak við ísskápinn og fela t.d. flóttamenn eða njósnabúnað í því góða plássi ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.2.): 59
- Sl. sólarhring: 101
- Sl. viku: 940
- Frá upphafi: 1518401
Annað
- Innlit í dag: 51
- Innlit sl. viku: 809
- Gestir í dag: 46
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.