9.10.2021 | 20:48
Fyrsti í kaffi, þriggja hunda klapp og sukk í bókabúð
Það var eiginlega sorglegt að ganga út í Kaju, kaffihús og verslun, í dag og skila safaflöskum síðustu daga (tómum), kveðja safakúrinn og þurfa héðan í frá alveg sjálf að sjá um að sansa mat ofan í mig ...
Vakn í morgun varð óvænt upp úr átta, tími sem er vanalega ekki til í mínum klukkum um helgar, frekar tíu eða ellefu. Reyndi að sofa lengur, tókst ekki, prófaði að lesa, skorti eirð. Svo mundi ég að það var fyrsti í kaffi, fyrsti í mat eftir safakúrinn ...
Það stórsér á kóvíd-og-hætta-að-reykja-og-fitna-keppnum sem ég safnaði á mig en hann er þó ekki farinn, bölvaður. Stundum væri gott að vinna við að grafa skurði í stað hreyfingarleysis við tölvuskjá ... samt ekki. En upp á keppi að gera.
Ég fékk mér banana í morgunmat og svo kaffi, hafði óttast mjög að bragðskynið hefði ruglast með því að sleppa kaffi í fimm daga. Það gerðist þegar ég lá á sjúkrahúsi í fimm daga á síðustu öld. Kaffið reyndist vera dásamlegt í meira lagi en eftir svona þrjá sopa af því breyttist ég hratt í hressu týpuna sem fær t.d. hlutverk í auglýsingum um hafragraut - eða ofurhetju í hreingerningum. Tók fullan ruslapokann fyrir stráksa að fara með út í tunnu og þreif auðvitað ruslaskápinn í leiðinni, svona jóla- og páskahreingerning með dassi af skipulagsbreytingum.
Kassar með litlu safaflöskunum fóru af borðinu við hliðina á vaskinum og ofan í poka, ahh, hugsaði ég, best að þrífa vaskinn almennilega, á ég ekki pink stuff og þarna svampinn góða? Jú, jú, og vaskurinn gljáir eins og nýr og ég hefði nuddað matarolíu í hann með eldhúsbréfi til að gera hann enn flottari ef ég hefði ekki þurft að drífa mig í sturtu og síðan á stefnumót við fóstursoninn í Kaja Café. Hefði mjög líklega annars náð að skipta um eldhúsinnréttingu, setja nýtt parket og hreingera þakið á Himnaríki fyrir klukkan fjögur. Mig vantaði nánast aðrar íbúðir til að komast í og þrífa ... Held að Sólrún Diego hefði orðið stolt af mér en ég fylgist með henni á Instagram og finnst hún algjört yndi. Og Tinnabk, Thelma Hilmars, Gveiga og fleiri. Fer snemma upp í á kvöldin, kíki á snapp og insta, les svolítið og fer seint að sofa. Gæðatími. Það er svona að nenna varla að horfa á sjónvarp. Vinnunnar vegna get ég vaknað seint sem er æði upp á að ná 8-9 tímum.
JÁTNINGAR BÓKASJÚKLINGS:
Ó, og ég sá bókabúðina í dag og ekkert fékk haldið mér ... það á ekki að hleypa mér lausri nálægt slíkum búðum, ekki með debetkort. Og nei, það voru ekki fínu belgísku trufflurnar þar sem freistuðu eða kaffibaunirnar frá Te og kaffi, heldur bækur. Og ég keypti þrjár! Ljósgildruna eftir Guðna Elísson, sem hann segir ekki vera vellíðunarnasl fyrir hræddar sálir. Hann var svo sjúklega skemmtilegur í Kiljunni að bókin getur ekki verið leiðinleg. Hún er jólagjöf til mín frá mér ... og líka bókin Launsátur eftir Jónínu Leósdóttur og Stóra bókin um sjálfsvorkunn eftir Ingólf Eiríksson - og ég gleymdi að kaupa Borð fyrir einn eftir Nönnu Rögnvaldardóttur (geri það næst)... sem er föðursystir Ingólfs. Eiríkur, pabbi Ingólfs, kenndi mér íslensku eina önn í HÍ, alveg frábær. Ég hræddi líftóruna úr Ingólfi sem litlum dreng þegar ég svaraði dyrasímanum í Þorláksmessuboði hjá Nönnu (sem ég hef þekkt frá 1975), held að drengurinn hafi spurt hver þetta væri og ég, alltaf að reyna að vera fyndin, svaraði: Grýla! Hann hefur ekki erft þetta við mig, held ég, hann er afskaplega skemmtilegur höfundur. Jónína vann með mér um hríð hjá Fróða (núna Birtíngur) þar sem ég er enn alsæl (2000- xxxx). Jónína skrifar mjög skemmtilegar bækur.
Ísland er MJÖG LÍTIÐ, ég veit.
Stúlkan í bókabúðinni gaf mér kynþokkaafslátt en ég borgaði samt blindandi til að forðast sjokk. Ég sleppi því bara að leigja til dæmis lyftukrana í einn eða tvo tíma og þá á ég fyrir þesssum bókum og rúmlega það.
Í þessari dásamlegu ferð um undirheima Akraness (allar freistingarnar) hitti ég þrjá hunda og fékk að klappa þeim. Passaði að spritta vel við heimkomu til að móðga ekki kettina,
Vá, hvað allir eru reiðir út í Birgi sem kvaddi óvænt Miðflokkskjósendur sína sem komu honum á þing og gekk án nokkurrar miskunnar í Sjálfstæðisflokkinn. Sumir en ekki allir sjálfstæðismenn eru sáttir. Góð kunningjakona mín sem er í Sjálfstæðisflokknum, mjög fín samt, er langt frá því að vera hrifin. Skyldi í alvöru vera hægt að reiðast svona hægt og hljótt (Klaustursmálið)?
Hvað segir stafavíxlvélin um innræti Birgis Þórarinssonar? Ég setti inn BirgirThorarins(hún vildi ekki Þ og það var ekki pláss fyrir son):
Rati brosir hring.
Hart rignir brosi.
Mér sýnist á öllu að tilvonandi ríkisstjórn nenni engu veseni og ætli að láta NV-klúðrið standa sem Stöð 2 kallar svo kurteislega annmarka. Þjóðin er vissulega búin að segja skoðun sína og vill þessa stjórn áfram, þess vegna fyndist mér mjög flott af B-V-D (bjartar vonir dofna?) að láta kjósa aftur, örugg um sigur því varla breytist stóra myndin mikið, ég hef litla trú á því. Ég bara trúi ekki að þau hummi þetta fram af sér. Og þetta eru ekki vonbrigði-með-úrslitin að tala.
SAMT: Fyrir kl. 22 á kjördag, áður en kjörstöðum er lokað, má ekki birta tölur. Kannski er ólöglegt, eða á mörkum þess að vera það, að við í Norðvesturkjördæmi fáum að kjósa aftur vitandi úrslitin hjá hinum ... Það er dýrt að láta kjósa aftur um allt land - en slæmt samt að hunsa "annmarkana" og löngun mína í meira kosningakaffi.
Þennan dag fyrir ellefu árum hafnaði ég vinatengslum við hópinn Spilavist fyrir einhleypa að áeggjan Guðnýjar í vinnunni sem hélt að þetta væri spúkí félagsskapur fyrir saklausar konur.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 176
- Sl. sólarhring: 207
- Sl. viku: 453
- Frá upphafi: 1526333
Annað
- Innlit í dag: 140
- Innlit sl. viku: 394
- Gestir í dag: 136
- IP-tölur í dag: 133
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Birgir Þórarinsson talar Sjálfstæðisflokkinn væntanlega í hel, eins og Miðflokkinn.


13.6.2021:
Birgir Þórarinsson ræðukóngur þriðja árið í röð
Sjálfstæðisflokkurinn fékk um 1% minna fylgi í alþingiskosningunum í september síðastliðnum en í alþingiskosningunum fyrir fjórum árum, þegar flokkurinn tapaði um 4% fylgi.
Miðflokkurinn rétt skreið núna yfir 5% mörkin og undirritaður gæti best trúað að flokkurinn fái engan borgarfulltrúa í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum 28. maí næstkomandi.
Fólk er einfaldlega búið að fá nóg af öllu ruglinu í Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni og Vigdísi Hauksdóttur.
Miðflokkurinn fékk núna engan þingmann í Reykjavík en meirihlutaflokkarnir í borginni, Samfylkingin, Vinstri grænir, Viðreisn og Píratar, fengu um 60% þingmanna Reykjavíkur, 13 af 22.
Þorsteinn Briem, 9.10.2021 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.