14.10.2021 | 13:41
Fallega fólkinu hafnað og lúmskar fésbókargildrur
Ég ætla svo sem ekki að kvarta yfir litla fríinu mínu en ég skilaði aukaverkefninu loks í gærkvöldi, yfirlestur sem tók lengri tíma en ég vonaði. Náði samt alveg að skemmta mér meðfram því við hreingerningar, kaffidrykkju, kisuklapp, gestakomur, lestur og áhorf í tölvunni (í gær) á tvo útvarpsmenn segja lélega pabbabrandara. Slökkti eftir nokkrar mínútur, ég hló svo mikið að ég óttaðist að nágrannar myndi hringja á lögguna. Reyni að klára í dag.
Fyrsti alvörufrídagurinn, hugsaði ég við vakn í morgun en byrjaði daginn nú samt á því að setja í þvottavél, hljóðbókin bíður eftir því að lesa áfram fyrir mig á meðan ég brýt þann þvott saman, ásamt þvotti úr seinni vélinni sem er farin af stað. Svo er ég að hugsa um að nota sólina til að þvo alla glugga Himnaríkis að innan, sem eru meðal annars kámugir eftir kisunebba. Í hvað er ég að breytast? Er ekki til eitthvað sem heitir ÍHLUTUN í innanríkismál ný-tuskusjúkra?
Facebook var að rifja upp fyrir mér tíu ára gamla minningu ... þegar mér bauðst að ganga í hóp fallega fólksins. Ég afþakkaði af því að ég var svo hrædd um að leynd móðgun fælist í þessu, þetta væri samansafn fólks sem tryði því að fegurðin kæmi innan frá. As if ... Nú sé ég svolítið eftir þessu, það hefði verið gaman að láta fljóta með í upptalningu hópanna minna: Áhugafólk um þakrennur, Óáhugaverðar fótboltaupplýsingar, Fólk sem labbar hallærislega í hálku, Kettir og aðdáendur katta, Fallega fólkið, Hver hendir svona? og svo framvegis. Svo er víst, eða var, hægt að sjanghæja mann inn í hópa, ég man ekki hversu oft ég uppgötvaði að ég væri óvænt orðin meðlimur í Góðu systur. Ég fleygði mér jafnharðan út og það tókst loks endanlega. Vil frekar vera í Vondu systur og Fyndnu frænku, þar bjóst ég frekar við húmor. Svona er ég nú vond og fordómafull. Gaf þessu ekki séns, þoldi bara ekki nafnið á hópnum.
Í gær var opinberað á nýrri fréttasíðu sem Kristjón Kormákur ritstýrir, 24.is, hverjir væru í hópnum Karlmennskan (eða Karlmennskuspjallið?), harðlokuðum hópi kvenhatara, virðist vera, en ég vona nú samt að stór hluti hópsins hafi ekki verið virkur þarna og jafnvel ekki áttað sig á félagsskapnum ... Af nafninu að dæma myndi ég halda að þarna færu fram umræður um bjór og veiðar, hvar hægt væri að læra að flétta dætur sínar, lyftingar, netsíður fyrir flottar jólagjafir fyrir kærustuna eða kærastann. Svona blanda af hinu og þessu.
Ég sá í gær mann tjá sig um veru sína þarna, mjög undrandi, hann hafi ekki áttað sig á því og vildi alls ekki vera þar og henti sér út. Ég sé mjög lítinn hluta af því sem gerist á veggnum mínum, hangi ekki á fésbókinni tímunum saman eins og fyrst. Held að ég sé búin að læra að forðast hættulegar gildrur sem tengjast þó vissulega ekki alltaf hópum. Ein versta gildran sem ég fleygði mér óvart í var að svara könnun um morgunverðarvenjur, svaraði Hvað borðar þú í morgunmat? ... að yfirleitt fengi ég mér bara kaffi og biði svo eftir því að verða svöng ... Það tók mig nokkurn tíma að losna við konuna sem vildi bjarga mér frá þessari eymd með því að selja mér Herbalife sem morgunverð, þetta voru lymskulegar kúnnaveiðar.
Helgin verður annasöm og felur í sér tvær stuttar ferðir í bæinn ... spáð er miklu roki á sunnudaginn svo ég veit ekki hvort strætó gengur ... þarf sennilega að skríða frekar - og ef ekki, missi ég af spennandi stefnumóti þar sem smjörsteiktur humar kemur við sögu og dásamlegur félagsskapur.
Nú sé ég eftir því að hafa ekki undirbúið fríið ögn betur, komið mér í klippingu og alls konar snyrtingu - nú eru t.d. neglur mínar sögulega langar og hefði verið gaman að láta gera þær enn fínni áður en ég klippi þær, hálfpirruð á vaxtarhraðanum. Ég hef lesið svo marga krimma að eini kosturinn sem ég sé núorðið við langar neglur er að ég geti klórað mögulegan morðingja minn og skilið eftir DNA hans/hennar fyrir lögguna. Löggan á Íslandi má reyndar ekki setja DNA grunaðrar manneskju inn í gagnagrunn til að sjá strax hver framdi glæpinn eða var á vettvangi, onei, það yrði allt of auðvelt. Fyrst þarf að finna glæpamanninn/-konuna handvirkt og svo má bera saman DNA-ið hans/hennar og DNA-ið undan nöglunum á mér og ef það er neikvætt þá byrja upp á nýtt ... Þetta er ekki svona í CSI-þáttunum. Má ekki hækka launin hjá löggunni?
Jæja ... farin að þvo glugga.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.5.): 100
- Sl. sólarhring: 217
- Sl. viku: 377
- Frá upphafi: 1526257
Annað
- Innlit í dag: 77
- Innlit sl. viku: 331
- Gestir í dag: 77
- IP-tölur í dag: 76
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Á Akranesi alltaf sól,
og aldrei nokkur vindur,
eitt sinn fundið upp þar hjól,
og einnig göngugrindur.
Þorsteinn Briem, 14.10.2021 kl. 14:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.