1.12.2021 | 14:52
Sjö spaðar ...
Ekki bara fullveldisdagurinn, heldur líka afmælisdagurinn hans pabba, sem hefði orðið níutíu og eins árs í dag. Mikið sem hann var skemmtilegur pabbi og sem árum saman bauð alltaf í kaffi í Perlunni á þessum degi. Kakóið þar var ljómandi gott og líka meðlætið en kaffið hefði mátt vera betra. Eiginlega miklu betra ... nú er það gott, held ég, eða var síðast þegar ég fór í Perluna.
Mér dettur svo margt í hug að skrifa, sumt sem pabba hefði þótt mjög fyndið en kannski fæstum öðrum. Við systkinin létum nægja að láta prestinn segja tvær gamansögur af honum í útförinni, ekki svo voðalega óviðeigandi, svo allt hristist af hlátri. Ég er búin að endurskoða þessa færslu og taka út smávegis sem föður mínum hefði þótt fyndið en ENGUM öðrum.
Ef það er líf eftir þetta líf, eins og Bubbi orðar það, er kannski nóg að gera hjá pabba við hörpuslátt og söng. Og þó, hann var ekki mikið fyrir tónlist en elskaði bridds og hafði líka mikla skemmtun af því að lesa Andrésblöð, syni mínum til mikillar ánægju sem lánaði afa oft lestrarefni þegar hann kíkti í kaffi.
Hann var virkilega klár, gat kennt tornæmustu nemendum stærðfræði en um tíma eftir menntaskóla vann hann við kennslu. Lengst af starfaði hann sem lögfræðingur. Systur minni var kornungri bolað úr starfi vegna menntunar hans, þegar uppgötvaðist fyrir tilviljun að rík lögfræðingsdóttir væri þarna, henni skyldi ekki líðast að taka starf af öðru fólki sem þyrfti sárt á því að halda. Þetta var mörgum árum eftir að foreldrar okkar skildu og pabbi hélt okkur aldrei uppi. Hann bjó úti á landi og var harðgiftur þar.
Við krakkarnir unnum okkur sjálf fyrir vasapeningum með skólanum, til að geta keypt plötur, tískufatnað og annað. Svo reyktu nánast allir á þessum árum, en nú aðeins 17% landsmanna. Hvað gerir Bjarni Ben nú? Í innkaupum kostar sígarettupakki í kringum 100 kall en er seldur á kannski 1.500 kr. Hver á nú að halda landinu uppi þegar nánast allir eru hættir að reykja?
Ég hefði sennilega getað keypt mér snekkju fyrir andvirði þess sem ég reykti, ef bankarnir borguðu bara almennilega vexti af innlánum ... Það sem virkaði ekki á mig (til að hætta) var hvað ég væri viðbjóðsleg, vond lykt af mér og lungnakrabbahættan, heldur ekki það sem Herbert Guðmundsson sagði eitt sinn þar sem ég hékk og reykti fyrir utan vinnuna, að hann hefði safnað milljón með því að hætta að reykja, ég vissi að það væri ekki satt og stillti mig um að segja að ég ætti milljón inni á banka af því að ég æki ekki um á bíl eins og hann. Það sem dugði loks á mig var læknirinn sem sagði blíðlega í sjónvarpinu í fyrra: Það er aldrei of seint að hætta að reykja.
Mynd: Pabbi, Einar og Gummi bróðir. Jólin 1985. Ég átti ekki sósuskál. Nú á ég tvær.
Loks í morgun kom SMS-ið um bólusetningarörvun eftir viku. Ég var farin að halda að ég yrði að hlaupa á eftir bólusetningarbílnum því Þórólfur er löngu búinn að fá en við áður bólusett sömu daga. Annað hvort okkar komst í fréttir vegna þess, þess vegna man ég það. Nú förum við stráksi á sama degi, fínt að sameina það, ég ætla að fá að lauma mér hálftíma fyrr í mína sprautu til að geta verið með honum. Auðvitað fer ég í þriðju, þetta er barátta okkar allra. Bólusetningar hafa verið lykilatriði í sóttvörnum síðustu áratugi.
Gott að pabbi slapp við þetta COVID-kvikindi, en ég hugsaði nú samt árum saman um hvað það hefði verið svekkjandi fyrir hann, fréttafíkilinn sjálfan, að deyja tveimur mánuðum ÁÐUR en árásirnar voru gerðar á Tvíburaturnana og Pentagon. Hvaðan ætli ég hafi fréttaáhugann? En nú, þegar það er loks aðgengi að öllum COVID-tölum dagsins, hef ég ekki kíkt á þær, nóg að vita, eins og með veðurfréttir að ég geti kíkt þegar mig langar. Alltaf þegar stórfréttir skella á hugsa ég til pabba og að hann hafi misst af þeim. Kannski er honum alveg sama (ef það er líf eftir þetta líf), segir sjö spaða og nýtur þess að spila, eða bara slaka á með kaffi í annarri og dagblað í hinni, hvað veit maður?
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.4.): 13
- Sl. sólarhring: 77
- Sl. viku: 550
- Frá upphafi: 1525392
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 484
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.