2.12.2021 | 17:48
Misskilinn talnanörd og bull um Blóðbankann
Gærdagurinn markaði tímamót í lífi mínu en þá áttaði ég mig á því í eitt skipti fyrir öll að ég er talnanörd. Að sjálfsögðu ætti ég að vera stærðfræðingur að mennt en þegar ég hefði átt að vera í HÍ, Harvard eða Oxford lá ég í öskustónni, eða í hverri leiguíbúðinni af annarri þar til ég gat keypt mína eigin, og með fjörugt dásemdarbarn í farteskinu. Oftast í tveimur störfum, þó með í eyrunum það sem skólasálfræðingurinn sagði svo uppörvandi: Hann þyrfti heimavinnandi mömmu sem biði eftir honum með vöfflur og kakó eftir skóla. Það var svoooo freistandi að nota milljónirnar sem ég átti ekki til að gera eins og hún sagði, eða giftast fyrsta milljónamæringnum sem yrði á vegi mínum ... en ég stóðst þær freistingar.
Já, þetta með talnanördismann ... Í gær sá ég á Stykkishólmssíðu (ég átti heima þar fyrstu ár ævinnar) á Facebook færslu frá manni sem var fúll yfir því að fá ekki að vita hvort væru smit eða einhverjir í sóttkví í bænum hans fagra. Hann sagðist sakna upplýsinganna frá Lögreglunni á Vesturlandi.
Þá kíkti ég í fyrsta sinn á þetta nýja dæmi frá RÚV, Íslenska kóvidkortið, og gef því háa einkunn fyrir flottheitin en ekki svo háa fyrir tímasparandi þætti. (Svona eins og sá eða sú sem hannaði ja.is klikkaði á einfaldleikanum, það eru alltaf tvö skref að símanúmerinu sem var ekki áður).
Til að fá tölur yfir nýgengi smita (sem segir mér reyndar ekki neitt af því að lífið synjaði mér um þann sjálfsagða rétt til að verða stærðfræðingur) ýtir maður á það, þysjar svo inn á landsvæðið, bæinn sinn, til að sjá það. Svo langar mann kannski í beinharðar tölur, ýtir á Ný tilfelli og endurtekur leikinn - að síðustu er hægt að ýta á Fjöldi í einangrun - og þysja ... Tölunum um fólk í sóttkví er haldið leyndum ... Þetta nýja dæmi tekur mínútur á meðan sekúndur fóru í hitt. Veit þetta fólk ekki að við lifum á hraðri gervihnattaöld?
Ég lét manninn vita að enginn væri smitaður í Hólminum skv. þessum upplýsingum, og fór síðan á eigin síðu og kvartaði yfir þessu - þar sem ég mætti sannarlega engum skilningi hjá Facebook-vinum mínum, heldur þvert á móti. Að velta sér upp úr tölunum eykur bara á streitu og ótta, sagði einn umhyggjusamur sem greinilega þekkir mig lítið. Aðrir sem þekkja mig betur tóku næstum í sama streng - og ég var orðin frekar hissa. Hvernig datt fólki í hug að ég vildi aðgang að þessum tölum vegna ótta eða þarfar á því að viðhalda ótta?
Svo bara allt í einu opnaðist fyrir mér sá sannleikur að tölur hefðu alltaf leikið stórt hlutverk og átt þátt í lífi mínu. Ef jörð skylfi yrði ég að vita hvort skjálftinn hefði verið t.d. 3,7 eða 3,8, ég yrði líka að fylgjast með í miklu hvassviðri hversu hátt hviðutölurnar færu, líka þegar ég væri ekki á ferðinni sjálf á Kjalarnesi. Tölur bara gefa mér eitthvað. Að kunna flest póstnúmer utan að segir eitthvað, mamma hringdi iðulega í mig á meðan hún skrifaði jólakortin, og þegar ég ætla virkilega að slá um mig tala ég um 550 í staðinn fyrir Krókinn, 620 í stað Dalvíkur og svo framvegis. Aðdáunaraugnaráðið sem ég uppsker gerir þetta allt þess virði.
Ég veit samt eiginlega ekki hvort ég nenni að fylgjast með tölum á þessari Kóvidsíðu vegna uppsetningarinnar, en finnst þó fínt að hún sé til staðar, enda á ekki að leyna fólk upplýsingum sem eru hvort eð er teknar saman og stefna ekki þjóðaröryggi í hættu. Það á aldrei að hafa vit fyrir fólki. Blóðið í mér fer að sjóða þegar ég hugsa um unglingsárin og hvað stjórnmálamenn þess tíma höfðu mikið af okkur með forsjárhyggju að vopni. Sjá má átakanlegar færslur mínar um einmitt það, hér á blogginu, ef einhver nennir að skrolla. Þarf ekki að þysja ...
Hversu erfitt samt hefði verið að gera skástrik, t.d. 15 / 27, sem væri smitaðir / í sóttkví? En auðvitað á ekki að breyta heiminum til að talnasjúkur talnanörd verði hamingusamari. Ég geri mér grein fyrir því.
Enginn segir að ég sé jarðskjálftahrædd eða veðurhrædd þótt ég fylgist nánast daglega með tölum á vedur.is. Það má alveg kalla mig nörd. Það er nákvæmlega ekkert að því að vera nörd. En plís, ekki halda að ég vilji aðgang að kóvídtölum til að næra einhvern ótta.
Nýleg saga segir að Blóðbankinn taki ekki við blóði frá bólusettu fólki. Ég kíkti á síðuna, netið, eins og ég geri oft þegar ég sé eitthvað sem ég á erfitt með að trúa eða trúi alls ekki og sá auðvitað ekki neitt um þetta. Ég var pínkupirruð (þessi tími mánaðarins, frá 1. til 31.) og hringdi svo bara í Blóðbankann. Talaði þar við elskulega konu sem varð nánast örvæntingarfull vegna erindis míns. Okkur vantar alltaf blóð, sagði hún, stærstur hluti landsmanna er bólusettur, við yrðum í hræðilegum vandræðum ef bólusett fólk mætti ekki gefa blóð, þetta er algjört bull! Við kvöddumst með kærleikum og loforði mínu um að gefa blóð næst þegar Blóðbíllinn kæmist á Skagann.
Eitt sinn sá ég vísað í Daily Mail vegna fréttar um yfirgengilega frekju fólks sem er ætíð flokkað eftir trú sinni, sem hefði heimtað að nokkrir Subway-staðir í London yrðu svínakjötslausir. Mér fannst þetta ótrúlegt svo ég gúglaði. Í ljós kom að einhver hjá Subway hafði fengið þessa fínu viðskiptahugmynd að opna nýja og svínakjötslausa staði í hverfum þar sem múslimar væru í meirihluta. Það virkaði mjög vel. Ég borða ekki svínakjöt, aðallega vegna illrar meðferðar á svínum, ég veit samt að það er ekki allsstaðar. En svona fréttaflutningur fer ósegjanlega í taugarnar á mér, rangar, mistúlkaðar og stundum falsaðar fréttir til að etja fólki saman. Slíkar fréttir eru ekki síst notaðar þegar kemur að hættum bólusetninga.
Konan hjá Blóðbankanum sagði að það gengi sú saga að blóðið í fólki skipti um lit við bólusetningu ... við hlógum báðar en verðum svo kannski brenndar á báli eða hýddar opinberlega sem villutrúarkonur þegar kemur í ljós að kóvitarnir höfðu rétt fyrir sér allan tímann ...Ef sagan er sönn vil ég blátt blóð, annað kemur ekki til greina!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 33
- Sl. sólarhring: 42
- Sl. viku: 590
- Frá upphafi: 1525346
Annað
- Innlit í dag: 30
- Innlit sl. viku: 513
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 28
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.