3.12.2021 | 17:04
Rafvirkinn sem hvarf og möguleg hrekkja-húsráð
Enn og aftur skörum við Skagamenn fram úr. Eitt sinn voru það kartöflur, knattspyrnumenn og fagrar konur, og enn á þetta allt við, enn setjum við met vegna fríðleika Skagakvenna, það breytist ekkert þótt ég segi sjálf frá, stöku frávik eins og Húsavíkurafbrigðið 1986, frænka mín ættuð frá Flatey á Skjálfanda sem lagði heiminn að fótum sér. Nú er það ómíkrómskóvítið.
Myndin er frá keppni en ég fann enga af konum, sennilega þessir femínismar þarna sem hafa tekið þær af Internetinu.
Ég hafði hugsað mér að skreppa í dagsferð í bæinn á morgun en var tvístígandi með það, ef ég hef fengið kvikindið í mig er ein manneskja í bænum sérlega viðkvæm og má alls ekki við covid fremur en öðru. Og um leið og ég heyrði fréttirnar í gær fór ég að finna til eymsla í hálsi og svo aftur í morgun þegar ég mundi eftir þessu. Svipað og þegar ég sat saklaus í sóttkví í fimm daga fyrir rúmu ári. Það sem ímyndunaraflið getur gert. En ég held að þótt ég hafi engar tölur séð í dag að þetta sé frekar afmarkað, svo ég dríf mig bara með strætó. Það þarf að nota farmiðana áður en þeir verða ónýtir í mars. Strætó alltaf sama dúllan - ef það væru ekki svona dásamlegir bílstjórar ...
Ég lærði aðferð til að gera fínu nýju vetrarskóna mína þægilegri eða laga þá að fótunum á mér. Það er að ganga þá til með því að vera í rökum og sæmilega þykkum sokkum og hafa sjampó í vatninu sem þeir eru bleyttir með. Sjampó víkkar. Vinkona mín frá Litháen er mjög fróð þegar kemur að húsráðum þótt bjúgráðið með hvítkál utan um fætur yfir nótt hafi ekki virkað. Til að minnka skóna aftur, sleppa sjampóinu en nota spíra út í vatnið. Vodka? spurði ég eins og ég ætti helling af því. Já, alveg eins, svaraði hún. Spíri þrengir.
Ég er núna í rökum, sjampóvættum sokkum ofan í skónum og ætla að nota hið séríslenska (held ég) ráð einnig, að troða samankrumpuðum dagblöðum ofan í þá á meðan þeir eru enn heitir og leyfa þeim að vera þannig nokkuð lengi. Gerði það eitt sinn við mikla uppáhaldsskó sem hétu Sckala-skór, eitthvað slíkt, og voru einstaklega flottir, danskir og dýrir. Sólinn hentaði íslenskum vetri engan veginn svo ég fór með þá til skósmiðs í Garðastræti til að fá vetrardekkin. Ég átti þá árum saman og þegar mál var komið að skipta voru Danir hættir að framleiða þá. Thank you very many!
Svo er litháíska vinkonan kannski með sérkennilegan húmor, hefur komið fyrir földum myndavélum á heimili mínu og hlær tryllingslega að mér þegar ég fer eftir ráðum hennar. Mögulega með YouTube-rásina: Paerzinti drauga ... a-ið aftast með hlykk niður úr sér, eða Að hrekkja vinkonu. Milljónir fylgjenda sáu kannski þegar ég vafði hvítkáli um bjúgþykku fætur mína og fór í sokka utan yfir. Sáu og hlógu þegar ég vaknaði berfætt, furðulostin, og þurfti að tína kál úr rúmfötunum og undan rúmi, þvo rúmfötin og setja hrein. Enn með bjúg.
Dyrabjalla Himnaríkis er enn biluð og það er farið að bitna illilega á ástalífi mínu, hef ég á tilfinningunni. Mamma hefur alltaf lagt hart að mér að hafa vissa hluti í lagi og einn þeirra er dyrabjallan. Áriðandi eftir að lyftukranarnir hættu að vera hér fyrir neðan allar nætur.
Útskrifast nógu margir rafvirkjar ár hvert úr fjölbrautaskólanum til að það dugi Skagamönnum? Er rangt af mér að hafa skipað aðeins einn, reyndar mjög skemmtilegan, hirðrafvirkja í Himnaríki?
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 28
- Sl. sólarhring: 64
- Sl. viku: 585
- Frá upphafi: 1525341
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 509
- Gestir í dag: 25
- IP-tölur í dag: 24
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.