9.1.2022 | 23:45
Dömuboð og stefnumótaárið mikla 2022
Á nokkurra ára fresti er mér boðið í fínt dömupartí og í dag fór ég í eitt slíkt, reyndar vorum við bara fjórar. Boðið var í kringum fína sítrónuköku úr Gestgjafanum (gömlum) og svo mætti ein okkar með leifar af jólasörum. Sykurskerðing mín var því ögn minni í dag en síðustu daga en ég vona innilega að Mogginn setji ekki á forsíðu hjá sér: Gurrí fallin ... því svo er alls ekki. Ég fór svo auðvitað beinustu leið í meinlætið við heimkomu um kvöldmatarleytið.
Margir velta eflaust fyrir sér hver umræðuefni gætu verið í svona fínum boðum (ég var með naglalakk og allt), sennilega bara orðuveitingar á Bessastöðum og annað súperfínt ... en nei, ég verð að hryggja bloggvini mína með því að við ræddum um eftirminnileg fyllirí fyrri ára ... og ég kom að sögunni um fyrstu og síðustu kynni mín af tekíla (þremur staupum) í Ingólfskaffi á síðustu öld og einu alvöruþynnku ævi minnar. Svo óvænt að lenda í þessu og eitthvað sem vinkonur mínar gleyma seint, svo ég get ekki logið upp lauslæti, handtöku eða öðru slíku. Eitthvað var líka talað um giftingar og ég sagði þeim að sá sem gifti mig og fyrsta eiginmann minn hafi verið Ólafur, sá sem síðar varð biskup, og að brúðkaupsveislan hafi verið haldin í sal í Glæsibæ þar sem síðar opnaði Ölver! Er það ekki töff?
Fyrsti þáttur af Ófærð var fínn og restina ætlaði ég að sjá í einni beit nú um jólin, enn jól í hjarta mér ... Sama má segja um Svörtusanda ... fyrsti þáttur fínn og framhaldið bíður þar til síðar. Verbúðin, gaf því korter vegna anna en fær örugglega séns seinna. Hvenær kemur þetta seinna ef ég fæ ekki einu sinni að fara í sóttkví? Allir elska Sky Lagoon, ekki ég, mig langar ekki þangað. Er ég að breytast í pönkara?
Ég áttaði mig á því í dag að ég steingleymdi að strengja áramótaheit í ástamálum. Eiginlega hef ég ekki hugmynd mig hvað ég vil, sennilega er ekki til einhleypur, huggulegur maður á mínum aldri sem kann að búa til frómas - en elsku Facebook bjargaði öllu. Þar er síða þar sem maður getur kíkt inn í framtíðina, hvernig nýja árið verður í ástamálum.
Og fékk ég ekki bara langsamlega besta valkostinn ... kannski hef ég ekki mikinn tíma til að blogga í ár.
Það eru komin 1.725 læk á myndina mína sem ég tók út um stofugluggann, sem ég sagði frá í gær, og ansi mörg komment. Dagurinn hefur mikið farið í að leiðrétta fólk sem heldur að sé svo ótrúlega kalt á Íslandi. Hvernig dirfist fólk?
Ljósmyndin mín á View from my Window, (sjá föstudagsbloggið) er vissulega frekar kuldaleg - engin sumarsól - en þýðir það samt að það sé 20 stiga frost? Landafræðikennsla er ekki sérlega góð í útlöndum, held ég, það er sennilega bara fólk sem hefur komið hingað sem túristar sem veit að við erum flest löngu flutt úr snjóhúsunum og alla vega 20 ár síðan allt ísbjarnahald var bannað í þéttbýli. Ég gæti sagt þetta og allir lækarar myndu trúa mér ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 31
- Sl. sólarhring: 53
- Sl. viku: 726
- Frá upphafi: 1524924
Annað
- Innlit í dag: 25
- Innlit sl. viku: 620
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.