23.1.2022 | 17:22
Meint ættjarðarhatur og sjálfa með Einsa klink
Það flokkast mögulega undir landráð, jafnvel ættjarðarhatur, að hafa ekki horft á handboltaleikinn í gær og séð vængbrotna liðið okkar sigra meistarana sjálfa, og ég er ekki einu sinni með háan blóðþrýsting sem gæti útskýrt, aldrei afsakað. Kannski af því að ég forðast stressandi aðstæður og er meira fyrir fótbolta sem er kannski vegna þess að handbolti er of stressandi?
Í tilefni dagsins ... aðeins myndir frá sumrinu góða 1974 úti í Eyjum. Rúmu ári eftir gos. Þarna rétt að verða 16 ára og í Álafossúlpunni minni sem var aðalsmerki wannabe hippa - en ég er því miður af 78-kynslóðinni þótt ég reyndi ákaft að teika 68-töffarana.
Ég er ekki hjátrúarfull en eitthvað innra með mér segir að ef ég horfi á handboltann á morgun muni allt klúðrast, slíkt hefur gerst. En, að öllu gamni slepptu, ætla ég að horfa á leikinn, síðustu fimm mínúturnar, EF við verðum nokkrum mörkum yfir þá. Og ég er örugglega jafnbrjálæðislega stolt og glöð yfir liðinu og árangrinum og þau sem horfðu, svo það sé nú á hreinu.
Drengurinn kom heim í morgun, sólarhring fyrr en áætlað var, bara öryggisráðstöfun vegna manneskju sem hafði umgengist manneskju sem hafði umgengist manneskju sem greindist með covid í dag. Það kallar samt ekki á neitt, skilst mér, því við erum öll þríbólusett, veit samt ekki með þann smitaða. Við verðum samt vel á verði.
Mynd: Í tilefni dagsins fyrir 49 árum. Lífið var ekki bara fiskur alla daga þetta sumar fyrir 48 árum, sumarið 74. Neðst til hægri er Emma.
Ég verð örugglega komin með nokkur einkenni seinna í dag þótt ekki sé fræðilegur möguleiki á því. Ég man vel hálsbólguna í sóttkvínni í september 2020 þar til ég fékk neikvætt eftir sýnatöku, og man líka þyngri andardráttinn, gott ef ekki höfuðverk líka, í smitgátinni sl. haust þar til stráksi fékk neikvætt. Hann fór nú samt í sturtu við heimkomu og skipti um föt og hlustar nú á tónlist, les, lyftir lóðum, kemur annað slagið fram til að spjalla og hlakkar til að borða bernes-borgara í kvöld frá Galito, ísskápurinn nánast tómur og engin nenna fyrir búðarápi í hvassviðri og éljagangi. Ég hafði ætlað að fá mér sjálf spælegg og steikt grænmeti (paprikur (á síðasta séns) og lauk) en strákurinn, enn að vaxa og hreyfir sig mikið, þarf eitthvað meira. Eldum rétt-gómsætið mætir svo á morgun.
Aldrei hefur nokkuð vakið mig jafnhratt og orð mömmu fyrir 49 árum: Gurrí, vaknaðu, fljót, Vestmannaeyjar eru ónýtar!
Svo var nú ekki, sem betur fer, og ég græddi meira að segja dásamlega nýja bekkjarsystur þaðan, Emmu Davíðs. Og rúmu ári seinna fór ég að vinna í Ísfélaginu sem var ótrúlega spennandi. Hraunið hafði stöðvast við horn frystihússins en þetta summer of 74, var hreinsunarstarfið í algleymingi og maður fylgdist með hrauninu hverfa smám saman af horninu - og auðvitað víðar.
Margir útlendingar unnu þarna, ég hélt ekki dagbók, heldur átti ég gestabók þar sem fjölmargar minningar fyrirfinnast. Myndskreytingar dagsins eru beint upp úr gestabók minni, 1. bindi. Nú eru bindin tvö og það þriðja enn í notkun, fyllist seint því það er bara notað 12. ágúst - síðustu árin hafa bara verið örafmæli vegna covid og ekki tekið því að vera með manntal. Ókei, eða gleymst.
Ég man þó ekki hvað bandaríski strákurinn hét sem varð eftir í herberginu okkar (þriggja manna) þegar hópurinn fór út á djammið, heldur betur búið að hrauna yfir mig þegar ég setti Tubular Bells á fóninn. Sá ameríski sagði mér daginn eftir að hann hefði hlustað á hana alla og orðið stórhrifinn. Verst að hinir heyrðu ekki til, því lengi vel hélt fólk eflaust að ég væri stórskrítin og ég fékk ekki uppreisn æru í hugum þess fyrr en um haustið og veturinn þegar Tubular Bells naut almennra vinsælda og virðingar ... Ég viðurkenni samt alveg að Tubular Bells verður seint talin partíplata.
Neðsta myndin var tekin fyrir framan Úrval, hús sem var notað sem verbúð fyrir Ísfélagið. Ég sit á milli Debbie-ar og Alison frá Nýja-Sjálandi (minnir mig) og hjá okkur stendur sjálfur Einsi klink! Við spjölluðum stundum saman, hann var fínasti karl. Á þessum tíma hef ég greinilega enn nennt að fara í sólbað.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 9
- Sl. sólarhring: 46
- Sl. viku: 704
- Frá upphafi: 1524902
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 602
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.