Krefjandi matseld og landsins verstu störf ...

Mánudagsmaturinn frá ERKassi fullur af mat barst áðan, eins og flesta mánudaga. Aðeins eitt sjokk fylgdi, eða að erfiðleikastig eins réttarins væri krefjandi. Fyrir manneskju sem hefur aldrei eldað eggaldin eða búið til frómas vegna ótta við matarlímsblöð, og bjó til kokteilsósu með Londonlambi jólin 1978 af því að hún kunni ekki að búa til brúna sósu, hljómar „krefjandi“ frekar illa. Spurning hvort Hilda (eða Silli kokkur, vitið þið hvort hann er á lausu?) komist í heimsókn á morgun eða hinn.

Þetta verður krefjandi.

 

Fyrir um það bil tíu árum skrifaði ég grein um slæm störf en spurði fyrst Facebook-vinina. Sum svörin komu virkilega á óvart, önnur ekki. Hér eru nokkur dæmi:

Snurvoð (fiskveiðiaðferð), saurgerlamælingar, símsala, moka refaskít, tannlækningar, þrífa hótelherbergi, stjórnmál, læknir, lögga, losa stíflur í klósetti, sjómaður í vondu veðri, forseti, nefndaseta, að gera stórhreingerningu á niðursuðuverksmiðju, vera opinber persóna, vinna í sláturhúsi (ýmsir andmæltu því og sögðu fjör að vinna í sláturhúsi), umbúðamóttaka hjá endurvinnslunni, starfsmaður á kassa í matvöruverslun, stefnuvottur, kyngreining á hænuungum, innheimtustörf, endurskoðandi, biskup, forseti, boðberi sorgartíðinda, holræsis-eitthvað, þrífa skemmtistaði eftir böll, byggingavinna í vondu veðri, þvo neftóbaksklúta, geitungabani, hermaður í stríðshrjáðu landi, ruslakarl, pípari, skurðlæknir, líksnyrtir, tína rusl í rigningu, uppvaskari, þerna, koppahreinsari, götusópari í Saudí Arabíu (eða húshjálp þar) böðull, fótaaðgerðafræðingur, bókhald, lifrarbræðsla, rækjuvinnsla.

Eftir nýleg tíðindi gæti kynnir á óskarsverðlaunahátíð komið sterkt inn (Balti, Hildur Guðna) - nema þetta hafi allt verið brella til að auka áhorf á hátíðina. Ég hef engar nýlegar bíómyndir séð og nennti ekki einu sinni að kíkja á byrjunina.

 

Miðað við fjölda þeirra sem sögðu það sama er versta starfið ... sala í gegnum síma en fast á eftir kemur: sláturhússvinna, að vera forseti (elsku Guðni) og að vera stefnuvottur. Held að fjölbreytilegur hópur fésbókarvina minna sé ekkert verri en þeir sem fyrirtæki sem sjá um ýmsar skoðanakannanir-fyrirtækin hafa sér til liðsinnis. Svo þessi könnun er pottþétt. Nánast rannsókn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Fátt skemmtilegra og meira hressandi en að vera í stormi og stórsjó á togara á Halamiðum eða á bát í innsiglingunni í Grindavík. cool

Svona svipað og að fara upp á kvenmann í Sjálfstæðisflokknum. cool

Þorsteinn Briem, 28.3.2022 kl. 17:31

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

ÞORSTEINN!!!!!!!!! Á siðprúðu bloggi?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.3.2022 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.3.): 206
  • Sl. sólarhring: 371
  • Sl. viku: 1143
  • Frá upphafi: 1520722

Annað

  • Innlit í dag: 185
  • Innlit sl. viku: 992
  • Gestir í dag: 179
  • IP-tölur í dag: 179

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nýjustu myndir

  • Mínir menn
  • Fyrir og eftir
  • Trump trompar sig

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband