29.3.2022 | 15:09
Að sjá í gegnum BB ...
Ég hef iðulega getað séð í gegnum hlutina, samsæri, blekkingar og annað slíkt. Góð greind úr bæði móður- og föðurætt hefur fleytt mér langt, nema kannski vinnulega séð ef ég tek dæmi um auglýsingastofur sem hafa ekki, fáránlegt nokk, þúsund sinnum boðið mér starf, ekki að mig vanti vinnu samt. Ég þarf að hrópa góðu ráðin mín héðan frá blogginu til þeirra um t.d. í hvora áttina strætó eigi að aka til að auglýsingin verði trúverðug.
Og núna veit ég til dæmis með nánast nokkurri vissu hvernig BB (ekki Birgitta Bardot) ætlar að eyða hallanum ógurlega eftir covid. Það er strax byrjað og þá er ég ekki bara að tala um Veðurstofu Íslands ... flottustu stofnun landsins.
Helmingi minna er galdurinn. Nú er ljóst að okkur dugar nánast allt í helmingi minna magni sem er auðvitað rétt þegar kemur að t.d. matarvenjum sumra, fasteignakaupum einhverra og svo framvegis. Mætti sjálf alveg minnka sykurmagnið um helming um komandi páska en æ, æ, ég er því miður búin að kaupa páskaeggið mitt og tek ekki matarsóun í mál.
Sjúkratryggingar riðu á vaðið. Þess vegna áttaði ég mig. Nú er sem sagt talið feykinóg að vera með hálfa heyrn og líka meira en nóg að láta laga bara helminginn ef maður fæðist með skarð í vör. Ég varð ótrúlega reið og sár fyrir hönd fólks sem lenti í þessu þar til ég sá snilldina. Sé fyrir mér uppskurði framtíðarinnar þar sem skurðlæknar láta sjúklinginn um t.d. saumaskapinn. Held að best sé að fagfólk sjái um sjálfan uppskurðinn, og þó. YouTube lumar á öllum fjáranum. Og til er í Do it yourself-bókaflokknum; DIY í læknisfræði. Sennilega eru þar undirflokkar: lyflækningar, skurðlækningar ... og undirflokkar svo þar líka. Eitthvað sem væri snjallt að kynna sér. Allt er á netinu.
Ja, læknirinn myndi auðvitað sauma ef fólk gæti reitt fram réttu upphæðina, segjum milljón, og fram að þessu höfum við Íslendingar sýnt að við GETUM sko borgað. Allt verðtryggt nema laun, sæmilega góð álagning á vörur, minnir meira að segja að eigendur lágvöruverslunar hafi átt einkaþotu í denn. Og við vitum öll að það er ekkert varið í vöruna nema hún sé dýr, hún hreinlega selst ekki nema dýr, segja kaupmenn með langa reynslu. Þannig sýnum við líka hversu rík og flott við erum. Og þetta hugarfar má alveg færa inn á skurðstofu. Gaman líka að geta sýnt örið eftir uppskurðinn, því flottara og betur saumað, þeim mun ríkari og flottari er maður.
Ég bíð spennt eftir því hvernig Veðurstofan tæklar sparnaðarkröfur BB (ekki Bjarnabófar) með helmingi minna-aðferðinni. Ég legg til að Veðurstofan einbeiti sér að veðrinu, láti sem jarðskjálftar og eldgos komi henni ekki við, enda ekki veður. Mjög fljótlega verða svo stofnuð góðgerðasamtök sem almenningur heldur uppi með fjárframlögum til að sjá um upplýsingagjöf og viðvaranir vegna jarðskjálfta og eldgosa (annars finnur maður jarðskjálfta og ég er vön eftir síðasta ár að geta sirkað nokkuð rétt á stærð þeirra, og maður sér eldgos eða öskuna í gluggakistinni alla vega). Það er alveg þekkt hérlendis og í raun mjög algengt að slík samtök haldi uppi starfi sem ríkið ætti að sjá um og það hefur gengið glimrandi vel í áratugi.
Hálfar veðurfréttir væri svo hægt að útfæra virkilega skemmtilega, eins og að taka bara hálft landið fyrir í einu, það væri í alvöru mjög spennandi yfir vetrartímann. T.d. Kjalarnes 30 ... uuu vindstig eða hitatölur? Vá, hvað ég myndi ganga í marga veðurklúbba á Facebook. Kemst drengurinn í skólann í dag? Ætli við komumst í jólamatinn til Hildu? Blóðið myndi renna svo miklu hraðar og er það ekki bara gott fyrir heilsuna?
Sjúkraþjálfarinn: Hvort viltu að ég taki fyrir hægri eða vinstri hliðina á þér?
Ræktin: Fyrir ofan mitti eða neðan í dag?
Sýslumaður: Hvort viltu giftast efri hluta mannsins eða neðri?
Royal-búðingur: Settu hálfan 1/4 lítra af mjólk saman við ...
Fasteignasalinn: Ætlar þú að kaupa eldhús- eða baðhluta íbúðarinnar?
Rás 2: Fyrri eða seinni helminginn af óskalaginu?
Útfararstjórinn: Viltu taka gröfina eða grafa yfir?
Íbúfen: Hámarksskammtur 300 mg ...
Tölvan: Hvort viltu sjö tommu skjá eða hálft lyklaborð? Og þá, hægri eða vinstri hlutann?
Ljósmóðirin: Hvorn tvíburann viltu?
Svona er hægt að halda endalaust áfram, ég sá einu sinni bíómynd Ryans-eitthvað (1976?)þar sem fólk var tekið af lífi þrítugt, þá var það orðið of gamalt til að gagnast þjóðfélaginu, bara hrörnun fram undan. Myndin fjallar um Ryan sem sættir sig ekki við að deyja þótt í hárri elli sé (29,99 ára) og leggur á flótta. Alveg skelfilega vond bíómynd sem BB okkar allra (ekki Björn Bjarna) hefur vonandi aldrei séð. Mynd nr. 2 tengist Ryans-dæminu óbeint.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.3.): 162
- Sl. sólarhring: 421
- Sl. viku: 1099
- Frá upphafi: 1520678
Annað
- Innlit í dag: 143
- Innlit sl. viku: 950
- Gestir í dag: 140
- IP-tölur í dag: 140
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
snillingur!
Hallfríður María Pálsdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2022 kl. 19:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.