13.9.2022 | 15:18
Gjöfult eða djöfult
Haustið lætur enn á sér standa og nánast með tár í augum hef ég með aðstoð Facebook rifjað upp æðislegt veður í september, skoðað spennandi myndir af veðurkortum og rifjað upp í huganum gæsahúðina sem oft brýst fram í sérdeilis góðu veðri, eins og ég túlka gott veður. Mig minnir að haustið 2013 hafi verið sérlega gjöfult upp á spennandi veður, eða djöfult eftir því hvernig á það er litið (hæ, Hilda og eiginlega allir sem ég þekki). En sumarið ríkir enn og viftur Himnaríkis við það að bræða úr sér.
Þetta svokallaða GÓÐviðri hefur nú samt haft margt skemmtilegt í för með sér ... eins og nánast fullt Himnaríki af gestum alla helgina. Á laugardeginum dró ég gestina með mér í bröns í Kallabakaríi, einfaldara en að vesenast í Himnaríki. Keypti eitthvað smávegis í leiðinni til að taka með heim sem kom sér sérdeilis vel þegar sunnudagsgestirnir komu. En, ef á að svíkja þetta með veggjöld og Hvalfjarðargöng, veit ég að gestakomum mun fækka, nema gjaldið verði þeim mun lægra. Fólkið mitt hugsar: Gómsætar kökur og geggjað kaffi hjá Gurrí, hægt að horfa á sjó og klappa sætum kisum og allt ... nei, það kostar þúsundkall í göngin, kaupi frekar salt í grautinn.
Nú skil ég af hverju gjaldskýlið var ekki fjarlægt, það stóð sennilega aldrei til að fella niður þessa peningavél þrátt fyrir loforð um það þegar lánið væri uppgreitt eftir 20 ár (sumar 1997 - hausts 2017). Ef ég verð sérlega einmana eftir að gjaldtaka hefst og fæ leiða á öldugangi (sjúr) get ég svo sem alltaf flutt í bæinn aftur, eins og viss kona í vinahópnum sem sér lengra en nef hennar nær, vill meina að ég geri eitthvert árið. Þannig að maðurinn með fallegu röddina dettur sennilega út af þingi næst, nema komi eldgos og við gleymum öllu. Þegar ég fer að kunna sæmilega vel við hann (fyrir gjaldtöku-umræðu) rifja ég alltaf upp þegar hann þvingaði stofu tengda fiski til höfuðborgar Norðurlands ... Svona er ég nú langrækin en svona gera menn ekki ... Ég held að pólitískt gullfiskaminni mitt hafi horfið í Hruninu.
Vinkona mín leigði sumarbústað eina helgina ekki alls fyrir löngu til að halda upp á afmæli sitt, bauð vinafólki í mat og gistingu. Hún fékk áfall þegar henni barst bréf nokkru eftir heimkomu um að illa hefði verið þrifið, hún þyrfi að borga 20 þúsund krónur fyrir, stórhugguleg lögfræðihótun fylgdi að auki. Hún svaraði um hæl: Það getur ekki verið, ég starfa við að þrífa og skildi mjög vel við bústaðinn, endilega sendið mér myndir sem sanna að illa hafi verið þrifið - sem getur ekki verið! Hún fékk afsökunarbréf, auðvitað þyrfti hún ekki að borga aukagjaldið, þetta hefði verið misskilningur ... Kannski er viðkomandi verkalýðsfélag (ekki Akraness) almennt þreytt á slæmum þrifum og sendir sjálfkrafa reikning, ég vil ekki trúa því að þetta hafi verið gert af því að hún er útlensk.
Ég horfði á alþingismenn og fleiri ganga frá Dómkirkju að Alþingishúsinu og skil ekki hvers vegna liðið stoppaði ekki til að taka í hendur á fólkinu sem beið hinum megin víggirðingar og jafnvel þiggja gjafir. Hefðardúllurnar bresku kunna þetta og hafa stórgrætt á því undanfarið, m.a. Paddington-bangsa, sultusamlokur og blómvendi - höllin hefur sent út neyðarkall, ekki meira, ekki meira, til að verði ekki rottufaraldur við höllina eða í henni. Hér á landi yrðu það mögulega flatkökur með hangikjöti eða kleinur, og lukkutröll í stað bangsa. Við erum svo aftarlega á merinni í öllu svona - nema mér skilst að þetta nálgist nú samt; að einhverjir fréttamenn í sjónvarpi hafi klæðst svörtu vegna andláts Elísabetar drottningar en ég sá það ekki og harðneita að trúa því. NEMA: Kannski erum við nýjasta nýlenda Stóra-Bretlands, maður veit ekkert hvað þessir þingmenn og ráðherrar gera í vinnunni. Það þurfti ekki nema tvo káta ráðherra um árið til að samþykkja að Ísland færi viljugt í stríð, svo það er aldrei að vita. Kemur svo sem á sama stað niður hvort Bretar eða Samherji græði sturlað á fiskimiðum okkar.
Við myndum án efa læra meiri kurteisi (hendum fyrst Piers Morgan westur um haf), við fengjum Harrods (súkkulaðið þar er of gott, prófið að fara niður í kjallara á Heathrow-flugvelli og í Harrods-búðina þar) og Shepherds Pie gæti leyst þverskorna ýsu af sem þjóðarréttur sem myndi gleðja mig mjög. En Christmas Pudding ... hann hefur fælingarmátt. Kerlingar á mínum aldri sem eiga allt ... hvað ætli ég fengi marga dunka af jólabúðingi löðrandi í brennivíni (til að íslenska kvikindið aðeins) í jólagjöf þegar ný menning héldi innreið sína? Samt ...
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 618
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
"Allt gott kemur frá Guði", nema Mackintosh, það kemur frá Bretlandi.
Saga Mackintosh-sælgætismolanna (Quality Street) hér á Íslandi - Vísindavefurinn
Þorsteinn Briem, 13.9.2022 kl. 16:04
Ok, makkintossið líka! Þá er þetta ekki spurning.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.9.2022 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.