Tábrotin Kamilla og mögulega upplognar matarhefðir

Harry og MeghanNýliðin vika fór ekki bara í spekulasjónir um furðulegt veðurfar á Íslandi miðað við árstíma, samanburð á milli ára í gegnum Facebook-myndir mínar, heldur fór athyglin að miklu leyti á Elísabetu II. drottningu og hinstu ferð hennar, nánast hvert skref afkomenda hennar og tengdabarna og tengdabarnabarna-barnabarna. Klökknaði eins og fleiri þegar kistan fór fram hjá uppáhaldshesti hennar, hundunum, og þegar sekkjapípuleikarinn hennar blés sína kveðju.

 

Mér finnst Kamilla ekkert drottningarleg,“ sagði Hilda um síðustu helgi bara til að eyðileggja stemninguna. Ég móðgaðist ekki beint en sagði kannski óþarflega hvasst: „Hún er tábrotin, slasaði sig rétt fyrir lát drottningar. Það hlýtur að vera erfitt að bera sig tignarlega með brotna tá.“ Ef systir mín skammaðist sín duldi hún það vel.

 

Daginn eftir útförina var nákvæmlega ekkert um drottninguna á Sky News svo ég fór að hlusta á tónlist við vinnuna og pirrast enn og aftur út í YouTube-tónlistarveituna fyrir að stoppa alltaf eftir nokkur lög og spyrja Viltu halda áfram? Ef ég borga mánaðargjald slepp ég kannski við það en veit það samt ekki. Já, mig langaði nú bara að vita hvernig afkomendum liði eftir þessa ótrúlegu daga, hvort Karl III. myndi flytja í höllina og leyfa pasta og hvítlauk sem mamma hans bannaði ... en þetta kemur allt í ljós með tímanum. Annars rakst ég á sitt af hverju skrítið þegar ég las ýmsar fréttir um Windsor-fjölskylduna sem allt var morandi af á Facebook. Því hefur verið haldið blákalt fram að allur skelfiskur sé harðbannaður innan veggja halla og kastala bresku hefðardúllanna. Svo renndi ég hratt yfir viðtal við fyrrum hirðkokk sem var spurður hvað fjölskyldan snæddi nú á aðfangadag (mig langaði bara að fá hugmyndir). Ég man ekki allt en get ekki gleymt því að eitt af fíniríinu var salat sem er ýmist með humri eða rækjum! Hmmm. Kannski er einhverju logið upp á þetta fólk. Hver veit nema Meghan sé ekki sá djöfull í mannsmynd sem Piers Morgan vill meina ... bara dæmi. Mér finnst matseðillinn hjá Hildu systur reyndar áhugaverðari þótt gott salat hljómi alltaf vel en hún er með ofnæmi fyrir skelfiski ... það er t.d. lamb og önd, tvær tegundir af kartöflum (hvítlauks og brúnaðar), hrísgrjónasalat a la London, tvær sósusortir og svo eitthvað vegangómsæti.

 

ÚtförEftir þessa royal-rússibanareið síðustu daga hef ég ákveðið að útgöngulagið í útför minni verði Útfararmarsinn (nr. eitt?) eftir Beethoven og eins gott að allir þrammi í takt. Og ef útför mín fer einhverra hluta vegna fram frá Westminster Abbey langar mig að biðja fréttafólk að hætta að segja: West-MINI-ster, (vestur-ráðherra) en að sjálfsögðu gera þetta alls ekki allir. Sá eða heyrði auglýsingu frá íslenskri húsgagnaverslun um WestminIster-stóla til sölu svo sennilega hefur þetta fengið að grassera óáreitt um hríð hér á landi, eins og orðið ungAbarn. Í gær eða fyrradag mátti heyra eitthvað á þessa leið í sjónvarpinu: „Næst á dagskrá er þátturinn Líf ungbarna þar sem fjallað verður um líf ungabarna ...“

 

BrúðkaupstertaSá húsgagnasmið kvarta sáran á netinu yfir því að kista drottningar hefði verið hulin með fána, en hún var smíðuð úr enskri eik (sjaldgæft) og eflaust mikil völundarsmíð. Ég er ekki sú besta í að gúgla svo ég gat ekki bjargað þessu, eins og um árið þegar bárust fréttir af eldgamalli tertusneið úr brúðkaupi Karls og Díönu, einhver hafði geymt hana og fréttafólkið nennti ekki að gúgla mynd af múmíu-tertusneiðinni, það gerði ég og birti hér á þessu bloggi og var sú eina. Lata fólkið birti nú bara mynd af Díönu og Karli.

Kakan seldist á 1.850 pund sem gerir tæplega 300 þúsund kr. íslenskar. Kakan sem ég fann á sínum tíma, eða mynd af henni, var ekki sú sem myndin er af hér (ávaxtakaka greinilega), svo mögulega voru fleiri svona tertusöludæmi í gangi. Jæks.

 

Samt, þetta veður ... Sumir vilja meina að þrá mín eftir almennilegu haustveðri hafi á einhvern hátt lækkað hitastig á landinu nú þegar september á bara viku eftir! og valdið roki og rigningu. Anna vinkona gleðst yfir því að það verði vorveður til jóla, skv. Einari veðurfræðingi. Hvar er Siggi stormur núna? Annars kvarta ég ekki, þetta er ljómandi fínt og mig langar sannarlega ekki í snjó og hálku.

 

Ef vinir mínir og vandamenn sætta sig við góðan storm annað slagið (og tilheyrandi brim) er ég alveg sátt við milt vorveður til jóla, eða bara langt fram yfir áramót - jafnvel enn lengur. Mæli svo um og legg á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Þarna kemur lausnin ... svooo auðvelt að rugla þessu saman. ;) 

Guðríður Haraldsdóttir, 22.9.2022 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Haraldsdóttir
Guðríður Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 125
  • Sl. sólarhring: 294
  • Sl. viku: 1667
  • Frá upphafi: 1460600

Annað

  • Innlit í dag: 119
  • Innlit sl. viku: 1343
  • Gestir í dag: 119
  • IP-tölur í dag: 119

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ken
  • Krummi heitur
  • Galdraskjóða-Gurríar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband