11.10.2022 | 18:45
Síðasta bakarísferðin
Mikilvægur fundur kl. 13 í dag, frábær kona sem gætir hagsmuna fóstursonarins og heimsækir okkur annað slagið. Síðast lofaði ég að eiga eitthvað með kaffinu núna. Ég ætlaði að stórgleðja drenginn og baka súkkulaðiköku (BettyCr-snilld) en sá að bæði kremið og kökuduftið var útrunnið. Mun að sjálfsögðu baka samt úr þessu en ekki handa gestum. Eina leiðin til að halda andlitinu var að fara út í bakarí í tíu mínútna göngufjarlægð. Kallabakarí er að gera mig brjálaða með allt of girnilegum Instagram-myndböndum en sem betur fer fyrir holdafarið eru hnetur í svo mörgu, sjúkkkk.
Ég fór í sæmilega regnheldum jakka, skildi regnkápuna úr Lindex eftir heima án þess að detta í hug að það væru fyrstu mistök dagsins. Þau næstu voru að taka ekki vatnsheldan margnota poka með. Kommon, þetta var bara rigning ...
Ég keypti Langa-Jón, 2 kanilsnúða með súkkulaði, ostasalat, rækjusalat, hafrakex og 2 marsipanbros sem eru í gífurlega miklu uppáhaldi á heimlinu. Og poka, takk, sagði ég við elskulegu afgreiðslustúlkuna og hélt svo hugrökk út í óveðrið með veisluföng í sæmilega sterklegum brúnum bréfpoka með haldi.
Það rigndi ekki eins og hellt væri úr fötu, heldur sprautað úr garðslöngu, stórri. Ég reyndi að hlífa brúna bréfpokanum eftir bestu getu með líkama mínum. Vatnsþétti jakkinn þoldi illa álagið og ég fann að peysan mín var farin að blotna.
Á Garðabraut, þá vel rúmlega hálfnuð heim, rifnaði pokinn og salatdósirnar tvær duttu á gangstéttina, alveg beint niður og án þess að opnast eða laskast. Lipur en sjokkeruð konan (ég) tók þetta upp, krumpaði bréfpokanum þétt utan um restina og hélt á veisluföngunum í fanginu. Í anddyrinu niðri hrundi annað marsipanbrosið í gólfið, hitt virtist orðið hálfvatnssósa þegar ég kíkti í pokann. Í stað þess að fara að skæla myndaði ég hryllinginn eftir bestu getu til að festa mér í minni að fara aldrei framar gangandi út í bakarí, alla vega ekki í roki og rigningu.
Ég var enn eldrauð í framan hálftíma seinna þegar fundargesturinn kom, hárið rennandi blautt og buxurnar mínar talsvert rakar. En kaffibrauðið bragðaðist sérlega vel og fundurinn eða gestakoman var alveg upp á tíu.
Myndirnar sýna eyðileggingarmátt rigningar. Sjáið pokann ... sjáið útlit mitt, ekki ketti bjóðandi, hvað þá gesti og fóstursyni, marsipanbrosin svo löskuð að ég bar þau ekki fram ... en drengurinn borðaði þó brosið sem ekki lenti í gólfinu. Með bestu lyst.
Nýjustu fréttir af hinum breska armi fjölskyldunnar:
Karl III. verður krýndur í Westminster Abbey laugardaginn 6. maí nk., samkvæmt breskum fjölmiðlum. Á meðan það skarast ekki við Eurovision-söngvakeppnina í Liverpool ... sem mig minnir að verði nákvæmlega viku seinna. Notuð verður heilög olía á bæði hann og Kamillu sem minnir mig óneitanlega á þegar ég fór á mína fyrstu og einu samkomu hjá Krossinum 1982 í boði nágranna og var eina manneskjan sem þáði ekki olíu á ennið uppi á sviði til að fyllast heilögum anda. Mun horfa ofsaspennt á krýningu Karls sem kannski mun tala tungum ef olían virkar almennilega. Ég kunni ekki að segja nei á þessum tíma sem var agalegt og sá þess vegna ekki allra síðasta þáttinn af Löðri - á tímum engra endursýninga og vídjótæki kostuðu milljón, minnir mig.
Harry prins sem var skírður Henry, Hinrik skv. íslenskri hefð, situr víst sveittur við skriftir, segist vera að bæta andláti og útför ömmu sinnar inn í mjög svo opinskáu og leyndarmálauppljóstrandi bókina sem hann á víst að hafa þegar fengið fúlgur fyrir. Aðrir segja að hann sé að breyta ýmsu, draga úr frekar en hitt, til að eiga einhvern tíma eftir að komast aftur í fjölskylduna - well, ef Meghan giftist nú Elon Musk sem var víst brandari ... EN ÖLLU GAMNI FYLGIR EINHVER ALVARA ... getur það orðið fyrr en síðar. Ég var mjög fúl út í völvuspána í Vikunni eitt árið, líklega árið sem þau tvö giftu sig, því hún hélt því fram að hjónabandið héldi ekki. Ef ungu hjónin hafa nú lesið þessa spá og eru áhrifagjörn þá vitum við öll hvernig þetta endar.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 1
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 470
- Frá upphafi: 1526947
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.