21.10.2022 | 15:58
Óvæntur stirðleiki og spennandi helgarplön
Þessa dagana er ég leiðbeinandi hjá Símenntun Vesturlands og finnst alveg rosalega skemmtilegt og gefandi að upplýsa áhugasama útlendinga um dýrleg- og dásamlegheit íslenskrar tungu ... Átta mig svo sjálf á ýmsu skrítnu, eins og því hvaða furðuhljóð kemur þegar tvö L koma saman, eins og í fjall, bolli eða Eyjafjallajökull, og hvað þýðir eiginlega orðið SVONA? Þannig að hér í Himnaríki verður rokið út kl. 8 á morgnana næstu vikurnar eins og undanfarið. Fyrsti tíminn var síðasta miðvikudag. Ég þarf að skrifa á töflu, leyfa fólkinu að heyra upplestur, sýni því líka 20 mínútna þætti sem hafa kannski ekki elst sérlega vel ... Í dag lærðu þau til dæmis hvernig ætti að kaupa strætómiða og græna mánaðarkortið ... úreltar upplýsingar, og fara í banka til að taka út peninga, og þar var 2000-kallinn nokkuð áberandi. En íslenskan hefur auðvitað ekkert breyst og ég útskýri bara hvað er ekki við lýði lengur. Fólkinu finnst þetta skemmtilegt og fræðandi - og þetta er líka slakandi hvíld frá hinu. Í dag leyfði ég þeim að hlusta á Bubba Morthens syngja lagið Fallegur dagur. Tvö L í fallegur ... Þau þurfa að kynnast íslensku tónlistarlífi. Á mánudag Björk Guðmundsdóttir, þriðjudag Ásgeir Trausti, Dýrð í dauðaþögn ... miðvikudag sama lag en með Bríeti ... Ein frá Úkraínu þekkti sko alveg Kaleo en hafði ekki hugmynd um íslenskan upprunann fyrr en hún flutti hingað. Ég sagði henni að ég hefði heyrt lag með Ásgeiri Trausta í græjunum í vítamínverslun úti í Flórída fyrir bráðum fjórum árum. Hún fékk þó ekki að vita hvað ég var montin af því.
Þegar ég kom heim á miðvikudaginn eftir fyrsta skóladaginn var ég með verki um allan skrokk, dauðþreytt og hreinlega búin að vera eftir tveggja tíma hopp og skopp og þurfti að leggja mig ... meira að segja á hitapoka, á meðan ég planaði komandi elliár, að ég þyrfti að panta mér sokkaífæru og slíkt ... svona er þetta sem sagt, hugsaði ég svolítið bitur, eintómur stirðleiki og sárir verkir. En ... eftir gærdaginn fann ég varla fyrir þreytuögn og eftir þriðja skóladaginn, þennan í morgun, var ég hressari og orkumeiri en ég hef verið lengi, eins og klippt út úr kornflexauglýsingu.
Ég hafði greinilega leyft mér þann munað að leggjast í kör (covid-leti er til) með þessum asnalegu afleiðingum. Með ræktina nánast á hlaðinu ætlaði ég alltaf á morgun, í næstu viku ... bráðum bara. Ég var að detta í ótímabæran stirðleika vegna hreyfingarleysis - án þess að átta mig á því og ekkert skrítið þótt góða konan hafi boðið mér sætið sitt í fullum innanbæjarstrætó á miðvikudaginn - samt finnst mér líklegra að hún sé miðill sem sá hvað ég hafði þurft að þola um morguninn, eða að hreyfa mig rösklega í fyrsta sinn í ábyggilega tvö ár. Þetta er á þriðju hæð og mér dettur að sjálfsögðu ekki í hug að taka lyftuna. Stiginn var nákvæmlega ekkert mál í morgun.
Mikið var gott að átta sig á þessu í tíma. Ég verð kannski að endurskoða hatur mitt á gönguferðum, sundi - eða fara að hoppa upp og niður stigana heima nokkrum sinnum á dag þegar námskeiðinu lýkur - eða ... fá mér krítartöflu til að skrifa á heima og hamast fyrir framan hana í tvo tíma daglega. Og svo er ég ekki nema rúmlega korter að tölta þetta en það er svo notalegt að taka lesbrettið með og ná að lesa í strætó. Við stráksi getum þá verið samferða á morgnana sem er mjög gaman. En hann situr ekki hjá mér - alveg nóg að hangsa með kerlingu á stoppistöðinni svo hann þurfi ekki að afplána hitt líka.
Ég hreyfi mig þúsund sinnum meira en áður því nota þarf líka leikræna þjáningu nokkuð oft til að skýra mál sitt. Sýna hlutina, núna veit fólkið til dæmis hvað og hvernig lúði er. Við töluðum um ýmsar fisktegundir í morgun, meðal annars kom lúða við sögu - og sem bónus í fiskumræðuna lét ég vita hvað lúði væri og þurfti svo sem ekki að leika mikið, nei, áhugakonan um vefmyndavélar, eldgos og jarðskjálfta þarf bara að líta í spegil. Sennilega bjargar kaffiáhuginn mannorði mínu og gerir mig ögn minni lúða. Sú er tilfinning mín. Mér leið eins og kennara, ekki leiðbeinanda, í morgun því ein á námskeiðinu gaf mér heimaræktað epli - alls ekki mútur til að verða uppáhaldið í bekknum, heldur gjöf til mín fyrir að sýna henni (eftir námskeið) hvar fiskbúðin á Akranesi væri staðsett. Ef Bjarni segir að eitthvað í kringum fimmþúsundkallinn sé ekki mútur er það rétt hjá Bjarna. Úff, hvað ég er ennþá spennt fyrir að fá vinnu hjá Bankasýslunni. Special price for you, my friend ... en sorrí, drekk ekki hvítvín, bara gott rauðvín. Nei, frekar íbúð í miðborginni - með sjávarútsýni.
Við stráksi ætlum með Guðrúnu vinkonu á Snæfellsnes á morgun - þau tvö ætla að njóta félagsskaparins, fegurðar Snæfellsness, kannski skreppa á jökulinn og athuga hvort helvíti sé enn á sínum stað þarna undir - en ég fer eingöngu á Nesið til að prufukeyra kaffið í kólumbísku kaffibrennslunni á Grundarfirði. Þar verður opið, ég tékkaði auðvitað á því. Svo þarf að smakka kaffið á Rjúkanda, athuga hvort tryllingslega góða kaffið frá 2018 eða 2019 sé komið aftur.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.5.): 1
- Sl. sólarhring: 41
- Sl. viku: 470
- Frá upphafi: 1526947
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 400
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.