15.11.2022 | 16:02
Spennandi uppgötvun ... átta árum of seint
Síðasti skóladagurinn var í dag en þá lauk fjögurra vikna námskeiði í Íslensku I þar sem ég var leiðbeinandi. Við vorum auðvitað með partí í frímínútunum, eða úkraínska eplaköku og bland (malt og appelsín sem þeim fannst mjög gott) og smávegis sælgæti líka, íslenskt og pólskt. Frábær hópur frá þremur þjóðlöndum.
Ég sýndi þeim Love Island-Akranes, fyndna sketsinn úr Stóra sviðinu á Stöð 2, og sama morgun gátu þær líka skemmt sér við að sjá leiðbeinandann sinn snúa í þær baki á meðan hún skrifaði á töfluna - með jakkalafið gyrt ofan í nærbuxurnar. Ein úr hópnum (nú uppáhaldsnemandinn) setti stúlknamet í spretthlaupi án atrennu þegar hún þaut til mín og bjargaði heiðri mínum, svo þetta tók ekki nema sekúndur og enginn hlátur náði að brjótast út. Ef þær hefðu hlegið hefði ég hefnt mín lymskulega með því t.d. að kenna þeim dönsku með, bara til að rugla þær í ríminu. Sko, þið segið þrjátíu og fimm við konur en við karla femogtredive ... Það hefði samt komið í hausinn á mér því ég er eiginlega alveg búin að gleyma þessu sérstaka talnakerfi Dananna. Leiðbeinandinn gætti þess að fara aldrei framar að pissa í miðri kennslustund, salernið er pínulítið og bara oggulítill spegill sem sýnir ekkert nema fagurt andlitiðá manni.
Við fórum í nokkrar skemmtilegar vettvangsferðir um Akranes þessar vetrarvikur í góða veðrinu, aðallega í búðir, ja, eiginlega eingöngu. Heimsóttum úra- og skartgripabúðina á Akratorgi, Ramma og myndir, Gallerí Bjarna Þórs og gleraugnabúðina, fórum svo ögn seinna í Nínu. Við kíktum í Einarsbúð og At Home-búðina í gamla Skagavers- og Harðarbakaríshúsinu. Í síðustu viku fórum við í verslanaklasann nálægt mér, heimsóttum bókasafnið, bókabúðina og Lindex. Móttökurnar í bókasafninu voru tryllingslega góðar að við stoppuðum lengur þar en við ætluðum, heimsóttum því færri. En reyndar er sá íslenski siður að opna allt klukkan ellefu eitthvað sem hefði þýtt ansi hraða yfirferð og talsverð hlaup því skóladeginum lýkur kl. 11.15. Hefði viljað fara líka með þær í Omnis, í Kaju, Dýraland, Hans og Grétu og Model - en það bíður bara næsta námskeiðs. Svo er alveg eftir klasinn þar sem t.d. apótekið, Bónus, Dótarí, Dominos og Classic hárstofa eru. Það ríkti ánægja með þessar ferðir því sumir nemendurnir uppgötvuðu þarna í fyrsta sinn hvað var að finna í búðunum. Held að búðirnar hafi frekar grætt en hitt á komu okkar. Rammar og myndir leystu þær út með ljósmyndabók og ein konan er í skýjunum eftir að hún uppgötvaði að hún gæti látið taka af sér passamynd þar. Hélt að hún þyrfti að fara til Reykjavíkur til þess.
Ein úr hópnum spilaði á gítar í frímínútunum í dag og söng tregablandin úkraínsk lög svo bekkurinn táraðist. Nema ég, auðvitað, því eftir árin mín í leyniþjónustunni hef ég náð algjörri stjórn á tilfinningum mínum. En ég hágrét auðvitað innra með mér.
Myndin að ofan sýnir nokkra gesti sem ég fékk alla leið úr bænum á laugardaginn. Snæddur var hádegisverður á Galito og síðan haldið í gönguferð þar sem Golíat og Herkúles þeystu ofsaglaðir um sandinn. Hilda og allt hennar lið naut bara strandlífsins á meðan ég púlaði í tölvunni í Himnaríki.
Ég var að hlusta/horfa á eitthvað algjörlega meinlaust áðan í tölvunni, man ekki einu sinni hvað það var - í gegnum YouTube - þegar næsta lag (að vali YouTube) hófst skyndilega og svo annað með sömu hljómsveit og enn annað og annað ... Nú er Skálmöld orðin nýjasta uppáhaldshljómsveitin mín - þó fyrr hefði verið. Þetta var spennandi uppgötvun og ég hefði viljað vera á Skálmaldar/Sinfó-tónleikunum. Það er bara orðið svolítið erfitt fyrir konu á mínum aldri að fara á alvörutónleika, ég rétt slapp á Rammstein í Höllinni um árið, kannski af því að ég fór þangað með nokkuð yngri manni. Þegar við Anna fórum á Megadeth-tónleikana á NASA einhverju seinna vorum við spurðar kurteislega af síðhærðu flottu tattú-mótorhjólagaurunum (alltaf veik fyrir þeim) hvort við værum þarna með börnunum okkar. Onei, við héldum nú ekki, þau væru heima að hlusta á Celine Dion. Ég fékk risastórt samúðarfaðmlag fyrir þessa lygi. Hann sonur minn heitinn hefði seint hlustað á tónlist C.D. (maður gerir allt til að fá knús) ... og svo sem heldur ekki Megadeth, held ég. Frekar Guns´s n Roses sem ég náði aldrei almennilega tengslum við, en hann kenndi mér að meta bæði Pixies og Cypress Hill, svo fátt eitt sé talið. Skálmöld er ágæt hvíld frá H-moll messunni og fleira í þeim dúr sem ég hef hlustað á upp á síðkastið. Tónlist er svo dásamleg og alltaf gaman að detta inn á eitthvað sem er nýtt fyrir manni. Skammast mín ögn fyrir að viðurkenna að Skálmöld hafi ekki verið í græjunum hjá mér fram að þessu en sannleikurinn drífur þetta blogg áfram ... eins og fólk hefur vonandi áttað sig á. Ég eiginlega skældi af hrifingu. Svona getur maður nú tapað hrottalega á því að vera lokaður fyrir möguleikum á rokkbandi og sinfóníuhljómsveit saman - sem ég var. Harðlokuð. Þetta átti bara ekki saman, að mínu mati svo ég er átta árum of sein til að komast á þessa flottu tónleika. Ég myndi vaða eld og vatn, standa af mér verstu hviður á Kjalarnesi og hvaðeina sem þarf til að komast á svona tónleika.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.5.): 14
- Sl. sólarhring: 127
- Sl. viku: 495
- Frá upphafi: 1526832
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 423
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.