22.11.2022 | 12:45
Ævintýri á Álfhólsvegi og hávaðakeppni í húsinu
Nágrannaslagur í vændum? Þegar ég hjúfraði mig ofan í koddann rétt um áttaleytið í morgun með þann staðfasta ásetning að sofa rótt til 9.30 fór að heyrast hávært hljóð og miðað við lætin var verið að bora eftir olíu í grennd. Ó, hugsaði ég spyrjandi en hafði nú samt áttað mig, einhver sem hatar Skálmöld, hvernig sem það er nú hægt, og ákvað að hefna sín fyrir óumbeðna tónleika í húsinu? Ætti ég kannski að gefa þeim frí um hríð (klukkutíma, hálfan dag)?
Svo ég setti aðallagalistann minn á (youtube-veitan) og gaf í botn til að yfirgnæfa olíuborinn en ég veit svo sem ekki hversu betur lögin fara í þau sem bora. Jú, BG og Ingibjörg, Mánar (Þú horfin ert), Trúbrot, Bubbi og fleiri yndislegheit er að finna þar en líka meiri læti. Nú kemur bara í ljós hvort/hvert okkar verður sneggra til að setja á sölu, eða sættast heilum sáttum eftir að ég fæ heyrnartól eða hann/þeir eyrnatappa ...
Mynd af lagalista: Alls konar nýtt uppáhalds, gamalt uppáhalds og eldgamalt uppáhalds ... fjölbreytni góð við vinnuna. Ekki samt segja Davíð frænda frá efsta laginu ...
Við stráksi fórum í bæinn um helgina og lentum í ævintýri ... þar sem álfar og franskt kvikmyndatökulið kom við sögu ... Drengurinn hefur mikinn áhuga á álfum og sögum um þá og nýlega hittum við konu sem sagði honum að þeir væru svo sannarlega til, þá hafði einnig ein af systrum mínum viðurkennt fyrir honum að hafa hitt álf og við sama tækifæri sagt okkur veiðisögu af mömmu þar sem hún mokveiddi með aðstoð álfa ... Allavega langaði hann að kíkja á Álfhólsveg, rétt hjá skólanum, en þar er sögð vera álfabyggð. Við Hilda báðum hann að fara aðra leið til að trufla ekki sjónvarpsviðtal sem var í gangi þarna hjá álfasteinunum. Svo sátum vér systur í bílnum og ræddum heimsmálin. Viðtalinu lauk og parið sem verið var að spjalla við hvarf sjónum. Kom svo aftur og sagði eitthvað við sjónvarpsparið sem rauk á ofsahraða fyrir hornið.
Nú eru þau farin til að mynda drenginn í álfaleit, sagði litla systir spámannslega en ég fussaði vantrúuð. Svo fór mig að lengja eftir honum og plataði Hildu til að keyra nær og viti menn, það var verið að mynda drenginn sem var eins og draumur hvers sjónvarpsmanns sem ætlar að gera mynd um skrítnu Íslendingana sem trúa á stokka og steina og borða úldinn mat, svo fátt eitt sé talið.
Myndatöku lauk og ég kallaði á drenginn. Sjónvarpsfólkið leit græðgislega á okkur til skiptis og spurði hvort við værum kannski til í stutt spjall. Ég hef kennt drengnum kurteisi svo hann sagði bara, yes, of course, og fannst þetta hálfgerð upphefð. Þau vissu ekki hvað þau voru að biðja um. Ekki er nefnilega allt sem sýnist, eins og biblíusölumenn hafa komist að raun um þegar þeim tekst að brjótast inn í stigaganginn hér og halda að þeir geti selt mér eitthvað af því að það stendur HIMNARÍKI á hurðinni, það látúnsskilti var gjöf frá Önnu minni tenerísku. Og ég harðneita alltaf að kaupa af þeim, svo ég er sýnd veiði en ekki gefin, eins og hjúskaparmálum, og nú sem góð auglýsing fyrir Ísland.
Mynd: Ef vel er gáð má sjá mig lengst til vinstri á myndinni, ég klippti hana þannig til að álfarnir fengju að njóta sín.
Trúið þið á álfa? spurði fallega franska, granna konan á meðan sæti kvikmyndatökumaðurinn beindi vélinn þannig að mér að ég virtist grönn, eins og hann lofaði að gera. Ég fór beinustu leið í mótvægisaðgerðir og tjáði þeim að ég gerði það bara alls ekki, þetta væri eitthvað sem notað væri á túrista til að laða þá að. Svo hélt ég áfram á minni hræðilegu ensku (ég les samt Stephen King): Og við borðum fæst þennan hræðilega þjóðlega mat (t.d. hræring og súrsaða selshreifa) sem ferðamönnum er talin trú um að við gerum í torfkofunum okkar (og deilum með ísbjörnunum sem við höfum sem gæludýr), við borðum til dæmis alveg pasta og crossant ... Þau flissuðu, enda reyndi ég að setja franskan framburð á seinna orðið.
En þarna, eins og ég áttaði mig á um kvöldið, þá komin í Himnaríki, tókst mér í tveimur setningum að eyðileggja íslenskan ferðamannaiðnað. Bjarnheiður á eftir að drepa mig! Það gæti bjargað mér að ég sagði söguna af veiðiferð mömmu þar sem álfur sagði henni í draumi að hún myndi veiða vel (sem rættist) og að ein systir mín hefði séð álf þegar hún var barn. Eftir að ég sagði þetta fannst þeim skrítið að ég tryði ekki á álfa. Þau hafa greinilega aldrei heyrt talað um mótvægisaðgerðir og björgun á mannorði heillar þjóðar.
Ég veit ekkert hvaða franska sjónvarpsstöð þetta var, en þetta verður sýnt í Frakklandi í janúar. Mig grunar að ég verði klippt út því mér skildist á þeim að 66°N styrkti þáttinn, svo er líka hægt að klippa hann þannig til að ég komi út sem villtur álfatrúari (nýyrði).
Þú slærð í gegn um allan heim, sagði Hilda hughreystandi eins og litlu systur gera þegar stóru systur líta ekki nógu vel út.
Já, er það? Einmitt! Ég leit út eins og vélsagarmorðingi. Fór síðast í klipp og lit í júlí og var ekki einu sinni með flotta trefilinn minn um hálsinn.
Þetta eykur alla vega möguleika þína á að ganga út, jarðarbúar eru átta milljarðar - það hreinlega hlýtur að vera einhver þarna úti sem fellur fyrir þér og heimsækir Ísland í leiðinni. Sumum mönnum finnst bara krúttlegt að deita konu sem getur ekki sofnað af því að hún man ekki póstnúmerið á Fagurhólsmýri.
Kommon, Hilda ... 785 Öræfum!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 489
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 417
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.