26.11.2022 | 19:30
Röddin í ruglinu ...
Sundfélagið okkar hér á Akranesi hefur í nokkra áratugi boðið upp á Útvarp Akranes í byrjun aðventunnar. Hittist mjög oft á að kveikt er á jólatrénu á Akratorgi sama dag. Áður en ég flutti aftur upp á Skaga kom ég einu sinni eða tvisvar og sá um þátt í gamla ástkæra heimabænum mínum. Annað slagið eftir að ég flutti hingað hef ég séð um bókaþátt, ekki í ár því Lestrarklefinn sá um þáttinn í dag og ég skemmti mér vel við að hlusta. Óli Palli og Sigrún Ósk sáu um þátt eftir hádegi í dag og buðu mér að kom í viðtal um tvöleytið, aðallega um íslenskukennsluna hjá Símenntun, vettvangsferðirnar sem við fórum á fimmtudögum til að skoða Skagann, Love Island-Akranes-stikluna sem ég sýndi nemendum og hvað allir voru sammála því að Steindi hefði EKKI verið lúði (hann lék lúða í LA-Akranes).
Þetta gekk bara ágætlega en áðan heyrðist í hausnum í rödd sem getur verið ótrúlega miskunnarlaus og iðulega mjög grimm:
Hausinn: Af hverju varstu að name-droppa svona í þættinum?
Gurrí: Ha, hvað áttu við?
Hausinn: Þarna þegar Óli Palli talaði um lífverðina sem alvöru-Love Island-fólkið hafði þegar það kom til Íslands og þú fórst að segja hvað allt svonalagað væri ólíkt Íslandi og nefndir eins og algjör fáráðlingur þegar þú fórst á stefnumót um árið, vandlega förðuð af Haffa Haff og með góð ráð í farteskinu frá Tobbu Marinós (Ekki sofa hjá á fyrsta deiti, Gurrí!) sem þá sá um Djúpu laugina á SkjáEinum.
Gurrí: Já, en skilurðu ekki ...? Fólk af þessu kaliberi eins og þau, poppstjarna og sjónvarpsstjarna ... í útlöndum hefðu þau aldrei þurft að vinna fulla vinnu annars staðar fyrir salti í grautinn og hvað þá gera eitthvað svona fyrir óbreytta samstarfskonu (mig), þau hefðu pottþétt verið með lífverði.
Hausinn: Nei, ég skildi ekki, þetta kom bara út eins og veistu hverja ég þekki?-mont sem er svoooo hallærislegt.
Gurrí: Æ, hættu, þú veist hvað ég get verið léleg í að útskýra alla leið, það verður bara að hafa það, ég get engu breytt núna.
Hausinn: Svo varstu með bláa trefilinn uppi í andlitinu á þér nánast allan tímann, hvað var það?
Gurrí: Hmm, já, það var asnalegt, kannski tilraun til að fela fyrstu frunsuna í bráðum fimm ár ... sem enginn sá nema ég, en þetta var nú fallegur trefill og hættu þessu satans niðurrifi alltaf hreint.
Hausinn: Ókei, ókei ... þú ert svaka sæt og voða fín, frunsan töff og trefillinn flottur, en ferðu samt ekki bráðum í klippingu og litun? Það er ekki sjón að sj-
Næsti lausi tími í klipp og lit er 20. desember og ég er skráð þá! Ég held í vonina að Anna Júlía hafi séð útvarpsþáttinn sem sést á heimasíðunni líka (iasund.is) og opni stofuna á morgun, þetta er algjört neyðartilfelli, myndi ég segja. Þrjú partí fram undan fyrir 20. desember.
Ég lét ruglið í hausnum ekki eyðileggja fyrir mér annars fínan dag, skrapp með elskunni henni Ingu í antíkskúrinn og festi kaup á saumakassa, mamma átti svipaðan. Hann var fullur af alls konar dóti; mismunandi tölum, teygju og ... hárneti eins og gömlu konurnar notuðu í gamla daga. Kannski nýtist það mér en mér finnst samt svo óþægilegt að tikka ekki í miðaldraboxin, svo ég fer kannski beint í að verða gömul kerling. Sá á einum stað skilgreiningu á miðaldra: Að kjósa frekar gönguferð á sunnudagsmorgni en að sofa út ... NEI, sannarlega ekki. Að þekkja ekki tónlistina sem er spiluð í útvarpinu ... EKKI RÉTT. Og svo framvegis, og svo framvegis.
Mynd: Síðar sama dag á Akratorgi, ástríkur jólasveinn ... og ég missti af öllu saman.
Mig hefur alltaf langað í svona saumakassa til að hafa allt saumadót á einum stað ... og sleppa við: Æ, hvar finn ég nál og tvinna, var það ekki í þessari skúffu, nei, bíddu nú við, eða þessum skáp? Við Inga fórum líka í Kallabakarí og fengum okkur sætmeti þar og skoluðum niður með þessu líka fína Illy-kaffi. Klukkan varð fjögur og farið að dimma, sem gerist ansi hratt og mikið þessa dagana en innan við mánuður er þar til fer að birta aftur, svo þetta er ekkert mál. Hvar skyldi nú aðventukransinn minn vera? Æ, á ég ekki aðventukrans? Jú, það hlýtur að vera.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.5.): 0
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 489
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 417
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.