13.12.2022 | 00:14
Fyrsta barferðin og fyrsta matarstellið, á sama degi
Sunnudagurinn var æði. Þegar ég tók strætó um hádegisbil í gær vissi ég strax að dagurinn yrði góður því bílstjórinn rukkaði mig um fullt gjald. Ferðinni var heitið í aðventuboð þar sem sexkvenningarnir svakalegu og Snatína hittust í fyrsta sinn síðan við störfuðum saman hjá LÍ við ýmis spennandi og háleynileg verkefni á árum áður. Geggjað að sjá stelpurnar, hvað þær hafa haldið sér vel. Sumir halda kannski að ég sé elst af hópnum, ég hef ætíð viðurkennt að vera jafngömul Madonnu, og Steingerður ... hún var kölluð Barbie, enda 59-módel. Hinar notuðu nöfn eins og Tító, Maó, Frankó og Florence N. sem ruglaði mig, kannski voru þær ekki að miða við jafnaldra í vali á þessum leyninöfnum - en hvað veit maður? Tækninni fleygir fram og meik þekur sífellt betur en kannski var ég elst, en hver telur svo sem? Verst að sokkarnir mínir fínu úr Stefánsbúð hverfa alveg á bak við voffa en á þeim myndum þar sem þeir sjást er ég sjálf agaleg útlits sem kemur fyrir.
Laugardagurinn var líka æði. Jólamarkaðurinn Akratorg hófst kl. 13 og það verður opið alla næstu helgi líka og á Þorláksmessu. Guðrún vinkona kom alla leið úr Kópavogi til að slást í för með okkur Ingu þangað. Ég keypti heilan helling í jólagjafir og ætlaði að kaupa meira í fleiri búðum, en mér til undrunar var ekki mikil aðventustemning, flestar búðir skelltu í lás ótrúlega snemma, eða eins og á venjulegum laugardegi og misstu viðskipti fyrir vikið. Ekki bara mín. Ég fórnaði fyrri fótboltaleik dagsins í þetta búðaráp en nokkuð margar jólagjafir eru komnar í hús sem er mikill plús.
Ég keypti mér líka matarstell, mitt fyrsta í raun. Eða ókei, vísi að stelli; sex grunna diska og sex djúpa. Fékk þessi fínheit á bílskúrsmarkaðnum fyrir aftan sjúkrahúsið á Akranesi, þar er alltaf opið til fimm um helgar.
Er þetta ekki eitthvað fansí stell? Af hverju kostar diskurinn bara 800 krónur? spurði ég Kristbjörgu.
Jú, að sjálfsögðu er þetta voða fínt, svaraði hún. Sko þetta sem þú ert að kaupa er frá Þýskalandi. Svo fóru ýmsir að stæla það, eins og Royal Copenhagen, diskurinn á 20 þúsund ... en hugsaðu ekki um það. Þú ert með það upprunalega. Þetta er orginallinn.
Svo nú get ég boðið mínum hefðbundnu fjórum gestum í hangikjöt á jóladag án þess að vera með litlu hversdagsdiskana og ef við erum fleiri í mat get ég notað hina tvo sæmilega fínu diskana, fer svo í hversdagsdiskana og slepp jafnvel alveg við að nota tertudiska ... Svo er ekkert mál að bæta við stellið, sagði Kristbjörg, ég væri til í kannski skál undir kartöflur og uppstúf, fat undir hangikjötið - bara alls ekki of mikið. Held nánast aldrei matarboð en gaman að eiga loks svona fína og fallega diska, nú líður yfir jóladagsgestina.
Seinni áttaliðaleikurinn var svo agalegur að ég slökkti (Áfram England nefnilega) og fór á barinn, í alvöru. Reyndar átti ég stefnumót á Útgerðinni (rétt hjá Galito) þar sem fór fram pöbbkviss. Ættingi annarrar konunnar sem ég átti stefnumót við þar hafði varað hana við að mæta, þetta væri ekki fyrir gamlingja, hann sjálfur (20 plús) væri nánast of gamall ... Ég spurðist fyrir, og var sagt að allir væru velkomnir, þetta væri fyrir alla, nema börn. Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer á djammið á Akranesi (fyrir utan árgangsmót) síðan ég flutti hingað 2006. Ég gerði ýmsar ráðstafanir, farðaði mig, var frekar fín í tauinu ... og skipti á rúminu.
Okkur gekk ljómandi vel, hefðum jafnvel unnið ef ekki hefði verið fyrir flumbrugang og fávitahátt minn ... spurt var til dæmis: Hvað þarf Karl konungur að ná háum aldri til að ríkja jafnlengi og mamma hans gerði. Auðvelt, hugsaði ég. Lagði saman 73 og 61 ... 134 ára! Sem var einn möguleikinn af fjórum. Nema móðir hans ríkti í rúm 70 ár og ég átti að vita það, hún tók við hálfþrítug og náði næstum 100 ára aldri. Ég vissi aftur á móti að Marel var verðmætasta fyrirtækið í Kauphöll Íslands, ekki spyrja mig af hverju ég vissi það. Þetta voru 25 ótrúlega skemmtilegar og fjölbreyttar spurningar - og við græddum á því að vera gamlar. Inga (MIKLU eldri en ég, 2 árum) þekkti til dæmis lagið sem er einkennislag Landans. Ég hefði þekkt lag með Skálmöld eða Radiohead, eitthvað frá tíunda áratugnum hefði líka verið fínt, og sú sem var með okkur, allt með Kim Larsen ... og dönsku drottninguna, grunar mig. Útgerðin bar fær tíu fyrir skemmtilegar móttökur fyrir aldraða og frábært pöbbkviss. Við vorum nú ekki meiri bógar en það að þegar þessu var lokið á miðnætti drifum við okkur heim og sluppum við að breytast í grasker. Það var skrambi lítið um jafnaldra, kannski allir í losti eftir seinni leikinn. Spurning um að halda með Argentínu núna.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 21
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 485
- Frá upphafi: 1526454
Annað
- Innlit í dag: 19
- Innlit sl. viku: 418
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.