9.1.2023 | 16:24
Með taxa til tannsa og lærdómsríkt ER-ár
Yfirvofandi tannlæknisheimsókn hefur valdið mér nokkrum kvíða, ekki að það þurfi að bora og deyfa, heldur er þetta bara árleg skoðun. Það er hálkan sem hræðir mig, mögulegt handleggs- eða fótbrot eða eitthvað þaðanafverra-brot. Mér fannst samt frekar andhetjulegt að afpanta vegna hálku, eitthvað sem bílandi fólk hefur fæst einhvern skilning á. Fáðu þér bara mannbrodda. Settu nælonsokk yfir skóna, eða jafnvel ullarsokka, segir það, farandi allra sinna ferða með nagladekk undir sér og getur ekið yfir hálkubletti og svell eins og ekkert sé. Kona með almennilega tískuvitund á ekkert af þessu, það líða stundum ár á milli þess að það komi einhver svona snjór með tilheyrandi hálkuógeði. Til hvers að taka pláss frá Dior-blússunum og Gucci-drögtunum undir ullarsokka? Jæks!
Bara ferðin út á strætóstoppistöð ein og sér er stórhættuleg og allt of fáir ljósastaurar eða grindverk á leiðinni til að halda sér í. Samt er ástandið skárra í dag en í gær, þá var allt yfirborð eitt gler ... En svo fékk ég hugmynd ... er ekki starfandi leigubíll á Skaganum? Þegar ég var lítil var hér heil bílastöð, Fólksbílastöðin hét hún og nokkrir bílstjórar starfandi, ég gat líka keypt sígarettur handa mömmu þar, þær fengust í pökkum og í stykkjatali, mamma reykti Raleigh. Jú, við vorum MIKLU færri þá en engin bílastöð. Göngin skemmdu þetta, nú var engin Akraborg sem þýddi að taka leigubíl frá bryggjunni og heim fyrir Skagamenn. En ... með því að skrifa inn leigubíll á ja.is komu upp tveir möguleikar. Ég hringdi í annan þeirra sem sagði það meira en líklegt að hann yrði að keyra í hádeginu á miðvikudaginn. Jú, ég þurfti að kreista upp úr honum þetta "meira en" því ég þyrfti annars að afpanta daginn áður. Svona er maður nú lausnamiðaður í Himnaríki.
Hetjurnar hjá Eldum rétt (bílstjórarnir) eru komnir í sama flokk og björgunarsveitirnar hjá mér. Stundum held ég að það séu undirgöng fyrir útvalda á Kjalarnesi (forsetann, útvalda ráðherra, vegamálastjóra og ER-bílstjóra) því mínir menn komast allt, alltaf. Nú er komið ár síðan ég fór að versla reglulega við fyrirtækið og við stráksi borðum fjölbreyttan og hollan mat sem auðvelt er að elda - þrisvar í viku.
Og árið í fyrra var líka lærdómsríkt á margan hátt í tengslum við það. Mér var gefið í skyn að ég væri fáviti þegar ég lenti á rangri manneskju til að panta símleiðis og ákvað að hætta viðskiptum. Drengurinn varð alveg eyðilagður, ekki að honum fyndist maturinn sem ég eldaði vondur, heldur státaði ER af meiri fjölbreytni, bæði framandi og fjölbreytilegt sem við bæði kunnum að meta. Ég kyngdi stoltinu og dónaskapnum og hringdi - vonaðist til að hitta á almennilega manneskju sem gæti mögulega kennt mér að panta í gegnum tölvuna. Ég væri samt mögulega allt of gömul í þetta nýtískudrasl allt saman ...
Já, ekkert mál, sagði sú elskulega. Og við hófum ferlið Kennum Gurrí að panta sér matarpakka.
Láttu sem þú sjáir ekki: Afhending er ekki í boði í þínu póstnúmeri, byrjaði hún. Þótt það standi þarna, merkir það ekkert. Og alls ekki ýta á flipann MATSEÐLAR, ýttu á flipann þarna til hægri þar sem stendur ELDUM RÉTT. Sorrí, ekki sérlega áberandi. Þar getur þú pantað ... og eftir það sagði þetta sig eiginlega allt saman sjálft. Fengi sennilega ekki verðlaun fyrir einfaldleika ... en af því að ég kann á þetta núna finnst mér þetta virkilega einfalt og skil ekkert í þessum kjánum sem eiga í erfiðleikum með að panta ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 10
- Sl. sólarhring: 38
- Sl. viku: 474
- Frá upphafi: 1526443
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 409
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.