13.1.2023 | 23:52
Óhappadagar, dulið ríkidæmi og besti sendillinn
Tuttugastinn rann upp í dag en enn er hér uppi jólaskraut, eða bara jólatré, hist og her sem virðast óafvitandi hafa verið eina puntið sem hlaut náð fyrir augum mínum. Þegar ég bað ástkæran sendil Einarsbúðar afsökunar á þessu jóladóti í dag, brá honum svo mjög að hann samþykkti án umhugsunar að koma í lag nýkeyptu tæki hér á bæ, vissulega notuðu og með 50% afslætti frá nýju en mig var virkilega farið að gruna að seljandi hefði losað sig við það vegna lélegheita þess. En tækið er eins og nýtt eftir hjálpsemi unga mannsins sem er þó ekki verkfræðingur heldur sambland af viðskiptafræðingi (samt ágætur) og næstum því smiði. Hér má sjá mynd af þessu tæki sem kostaði mig 70k, mögulega veit þetta á kílóatöluna sem ég verð innan tíðar? Veistu hvað þetta er? Þegar systir mín hringdi í mig og sagðist hafa séð þetta til sölu var ég reyndar búin að steingleyma því að það væri ekkert pláss fyrir neitt á borð við þetta, jafnvel svona samanbrjótanlegt dæmi eins og þetta er. Helst í kósískotunum þar sem yfirbyggðu kattasandskassarnir væru staðsettir en tækið endaði í stofunni, við hliðina á sófanum og stingur ekkert voðalega í stúf. Bleika fokkjú-styttan sem ég fékk í jólagjöf tekur athyglina frá ÖLLU öðru á heimilinu.
Eftir ljótustu frétt dagsins - án þess þó að ég óttist sjálf að mitt fólk myndi láta lóga Kela, Krumma og Mosa þótt ég slasaði mig, hef ég ákveðið að gera erfðaskrá. Svona kúgandi erfðaskrá ... Nota þá alltaf svipinn jæja, viltu ekki arf? á fólk sem segir eða gerir eitthvað sem er mér á móti skapi - eða neitar að skutla mér (húsfélagið meðtalið). Ég get síðan verið með hirðlögmann minn á hraðvali og skipt um skoðun vikulega eða jafnoft og þarf. Og ef ég dey voveifilega úr elli munu allir sem ég þekki liggja undir grun, eða allir sem einhvern tímann hafa komið við sögu í erfðaskránni. Ég læt síast út að ég eigi yfir 30 milljón dollara sem er ekki beint lygi því ég á þá upphæð á netinu í óraumheimum (sjá mynd og inneign mína efst til hægri). Það eru reyndar til einhverjar Agöthu Christie-bækur um alvöruríkar aðalsfrúr á besta aldri sem eru myrtar á eitri og ... erfðaskrá kemur við sögu. En ég mun útfæra þessa hugmynd mína einhvern veginn - svo ég ráðlegg öllum að dissa mig ekki. Ég á Marc Chagall-mynd og gæti trúað einhverjum fyrir því að hún væri ekki eftirprentun til að gera þetta meira spennandi. Mögulega með alls konar svona auðmannalátum, fæ ég langþráða vinnu hjá Bankasýslunni áður en hafist verður handa við næstu bankaútsölu.
Tycho Brahe, stjörnufræðingur og stjörnuspekingur frá sextándu eða sautjándu öld, gaf út lista yfir sérlega Tycho Brahe-óhappadaga. Daga þar sem óheppilegt er að stunda mikilvæg viðskipti, galdra eða gifta sig og annað slíkt ... Hann missti reyndar nefið í slysi, blessaður, en ekki á óhappadegi. Hér eru dagarnir og svo kemur ákveðinn viðsnúningur á þessu sem krefst góðrar greindar og stærðfræðikunnáttu.
Janúar: 1, 2, 4, 6, 11, 12, 29. (Laufey er 12.1, varð sjötug í gær, en óttastu eigi)
Febrúar: 11, 17, 18. (fv. eiginmaður f. 17. og Dobba mín f. 18. en óttist eigi)
Mars: 1, 4, 14, 15. (fóstursonur minn f. 4. og líka Jóhanna allsherjargoði)
Apríl: 9, 16, 17, 18, 19, 22, 29 ((Ellý Halldórs og Bó Halldórs eru f. 16.4)
Maí: 10, 17, 18.
Júní: 6. (Bubbi Morthens)
Júlí: 17, 21.
Ágúst: 20. 21.
September: 16. 18.
Október: 6.
Nóvember: 6. 18. (Magga, dóttir Dobbu í febrúar, f. 18.11)
Desember: 6, 11. 18. (Hilda systir 18.12)
Sko ... þetta með júlíanska og gregoríska tímatalið. Við notum, eins og flestir, það gregoríska en t.d. Úkraína það júlíanska.
Úkraínufólk heldur upp á jólin sín 25. desember skv. sínu júlíanska en þá er nú bara kominn 7. janúar hjá okkur gregoríska genginu. Og þessir svokölluðu óhappadagar sem ég hef óttast og gætt þess vandlega að giftast ekki á, eru samkvæmt því júlíanska ... og það er eins og enginn hafi nennt að reikna yfir í það algengara. Svo minn fyrrverandi, Dobba, Magga, Laufey, Bubbi, Ellý og Björgvin Halldórs. þurfa engar áhyggjur að hafa yfir því að vera fædd á óhappadegi því þau eru það ekki. Ég veit ekki hvort mig langi svona seint að kvöldi til að hjúpa mig góðri greind og fara í stærðfræðigírinn, kannski er hægt að finna þetta á netinu, eins og hvað hitastig á Celsíus er mikið á Farenheit - eða sem ég fann út í dag þegar ég smellti í bananabrauð: Einn bolli af hveiti er 150 grömm - bollar eru ekki allir eins, þið þarna kökugerðarfólk. Ég hef keypt bollamál en held að enskt og amerískt sé ekki eins!
Þetta júlíanska er reyndar bara 13 dögum á eftir okkar ... en ég veit ekki með hlaupár og slíkt ... en ef einhver nennir að reikna, vinsamlega sýndu varúð við að segja mér nærgætnislega ef 12. ágúst reynist allt í einu vera sérlegur óhappadagur.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 8
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 472
- Frá upphafi: 1526441
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 407
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.