Nýir Tycho Brahe-dagar og ástreitinn hjartaskurđlćknir

Chagall minnPóstnúmer eru ekki eina veseniđ, eđa ađ muna ekki eitthvađ sérstakt númer, sem heldur fyrir mér vöku greinilega, heldur óhappadagar á röngu tímatali, svo ég reif mig á fćtur fyrir allar aldir eftir hádegi í dag og uppfull af kaffi og kappi réđst ég á útreikninginn. Ég mundi: Ap., jún., sept., nóv. ţrjátíu hver, ţađ er ekki hlaupár í ár svo ég bretti upp ermar og fór ađ bćta ţrettán dögum viđ.

Áđur en ţiđ fariđ ađ lesa og sum jafnvel sjokkerast, endurtek ég ađ ţađ er ekki slćmt ađ eiga afmćli á ţessum dögum, ţeir geta bara veriđ óhentugir ef mađur ćtlar sér ađ galdra eitthvađ fínt, gera samninga og taka mikilvćgar ákvarđanir - og ţá ţarf auđvitađ líka ađ trúa bćđi á stokka og steina.

  

Haldiđ ykkur ... Nýju Tycho Brahe-dagarnir eru:

Janúar: 14, 15, 17, 19, 24, og 25. (úps, Halla frćnka)

Febrúar: 11. og 24. 

Mars: 2, 3, 14, 17, 27, 28. (úps, Eva frćnka)

Apríl: 22, 29, 30

Maí: 1, 2, 5, 12, 23, 30, 31. (úps, mamma, sorrí, verkalýđur)

Júní: 19. (Bubbi  sloppinn, úps, kvenréttindi)

Júlí: 30.

Ágúst: 3.

Sept: 2, 3, 29.  (úps, Elísabet frćnka)

Okt. 1, 19. (úps, Steingerđur og Inga)

Nóv: 19.

Des: 1, 19, 24, 31 (úps, pabbi, Anna Lára, Ísak, Úlfur og jesúbarniđ ... Hilda sleppur naumlega)

Ég veit ekki hvađ ţađ ţýđir ađ eiga foreldra sem báđir fćddust á Tycho Brahe-degi, 5. maí og 1. des. - hlýtur ađ vera ćđislegt ef ég lít yfir systkinahópinn. Talsverđur fjöldi ćttingja, m.a. mćđgur, bćttust viđ. Og svo er spurningin sú hvort ţetta ţýđi ađ bćđi ađfangadags- og gamlárskvöld séu dagar sem eigi ađ bara ađ njóta en ekki taka mikilvćgar ákvarđanir - eđa galdra?

 

Í öllu sjokkinu í gćr gleymdi ég sérlegu happadögunum sem eru bara fjórir á ári. Ţessir ćđislegu dagar eru skv. hinu gregoríska tímatali:  

Febrúar: 8., 22. og 23. febrúar (áđur 26. jan., 9. og 10. feb.)

Júní: 28. (áđur 15. júní)

NÚ er loksins hćgt ađ fara ađ plana brúđkaup! Held ađ ţetta sé merkileg stund, merkileg bloggfćrsla, og í fyrsta sinn sem nokkur manneskja nennir ađ breyta yfir í rétta daga, svo ţetta er einstakt. En ég er svo sem líka manneskjan sem leitađi og gúglađi eftir mynd af gömlu tertusneiđinni úr brúđkaupi Díönu og Kalla 1981, á međan íslenskir fjölmiđlar létu sér nćgja ađ birta gamla brúđkaupsmynd af ţeim međ frétt um sölu á tertusneiđinni. Samt er ég ekki sérlega góđ í ađ gúgla.

- - - - - - - - - - - - - - - 

Hilda og jóliNútíminn er vissulega algjör trunta stundum og sumar tćkninýjungar ferlega asnalegar svo ţađ sé nú sagt ... eins og ómöguleikinn viđ ađ ţagga niđur í blinginu ţegar ađdáendur mínir á Instagram lćka eina sérstaka mynd á síđunni minni á öllum tímum sólarhringsins. Líka ţegar appiđ lćtur mig vita ađ einhver hafi nú veriđ ađ setja inn mynd, BLING! eđa ađ einhver sem ég gćti mögulega ţekkt sé á Instagram, BLING! Vó, takk.

Ţessi langsamlega mestlćkađa mynd er af Hildu systur í fangi jólasveinsins. Hún hélt upp á stórafmćli sitt fyrir nokkrum árum og býđur alltaf jólasveini (hún á svolítiđ spes vini og ćttingja). Ţetta er vinsćlasta myndin mín en sú sem fylgir fast á eftir er af Mosa (hefđarketti) úti í glugga, sjórinn minn og fallegt sólsetur í bakgrunni. Ţriđja vinsćlasta er líka af Mosa ţar sem hann situr og starir á tölvuna (ađ prófarkalesa), óveđursský og dökkgrár sjór í bakgrunni.

 

Mynd: Ţessi er ađ gera allt vitlaust á netinu. 

 

Ég tek fram ađ ég er mjög róleg í tíđinni viđ ađ setja inn einhverja fegurđ og skemmtilegheit eins og Instagram-vinir mínir gera margir daglega. Ţađ líđa heilu mánuđirnir á milli hjá mér. En alltaf reglulega fćr myndin af Jóla-Hildu lćk. Núna síđast klukkan fjögur í nótt ţegar bandarískur hjartaskurđlćknir hreifst af fegurđ hennar. BLING! Á međan ég kann ekki ađ slökkva á blinginu verđ ég ađ slökkva á símanum á nóttunni, ég er eins og ungbörnin, finnst vont ađ láta trufla svefn minn, ţarf stundum ađ byrja alveg upp á nýtt ađ fá mína átta tíma í einni lotu. Vekjaraklukkan virkar ţótt ég slökkvi á símanum svo ástreitni glćsilegra og sterkefnađra Bandaríkjamanna í garđ systur minnar mun ţá bara framvegis gleđja mig nćsta dag.

Ţessir ástreitnu (nýyrđi mitt) lćknar (flestir hjartasérfrćđingar), leikarar (semífrćgir Hollywood-gaurar), ofurstar (í flottum einkennisbúningum), allir ekklar, eru greinilega miklu meira fyrir jólasveina en ketti miđađ viđ ţetta. Hvađ segir ţađ okkur? Athyglisvert í meira lagi og hefur talsverđan fćlingarmátt, verđ ég bara ađ segja. Ég ćtla ađ velja sérlega vel nćsta eiginmann minn og sennilega ganga ađ eiga hann í febrúar eđa júní (sjá sérlega happadaga).   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óheillakrákur heimsins sameinist. 

Steingerđur Steinarsdóttir (IP-tala skráđ) 14.1.2023 kl. 19:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Um bloggiđ

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 465
  • Frá upphafi: 1526434

Annađ

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 400
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Maí 2025
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Nýjustu myndir

  • Hjúkrunarneminn
  • Sófamorðingi 2
  • Sófamorðinginn

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband