15.1.2023 | 13:33
Svefnfriður með naumindum og óþreytandi hannyrðabófar
Svefnfriður tryggður í nótt með því að slökkva á símanum, kannski eins gott því nýr aðdáandi frá því fyrr um kvöldið lét til skarar skríða. Hann er 21 ári yngri en ég sem er auðvitað ekkert verra, eins og við Madonna vitum. Í morgun fletti ég henni og kærasta hennar upp og munurinn er 41 ár. Í það mesta en það hélt mér samt frá því að byrja á föstu með þessum. Og þar sem hann fjarlægði ummæli ... ég var búin að sjá þau ... henta alls ekki siðprúðu bloggi og verða því ekki birt hér. Ég er þakklát fyrir að hafa ekki fengið senda ljósmynd af fjölskyldudjásnum hans því ég er mögulega eina konan á landinu sem hef aldrei fengið slíka mynd senda, vil halda því þannig upp á sérstöðuna að gera. Ætlaði eitt sinn að vera sú eina á landinu sem hafði aldrei til Þingvalla komið en Elfa og fleiri vinkonur skemmdu það með því að bjóða mér á þrítugsafmælinu í morgunverð á Valhöll sem þá stóð enn. Þá fann ég mér bara annan stað sem er Bláa lónið. Ég hef komið þangað í gæsapartí vinkonu en aldrei farið ofan í. Verðlagningin þar seinni árin heldur mér líka víðsfjarri.
Ef einhver ætlar að skamma mig fyrir að hleypa svona liði að mér, eins og þessum aðdáanda, var það sannarlega ekki ætlunin, við tvö erum ekki fb-vinir og verðum ekki, hann á ekki að geta séð hvort ég SÁ þetta þar sem ég svaraði honum ekki og mun ekki gera. Það heyrist samt auðvitað alltaf BLING þegar einhver reynir að hafa samband og nú hefur Facebook að auki hleypt auglýsingum inn í Messenger-spjallforritið (einkaspjallið) sem er fúlt. Það kemur eins og eitthvað sé ólesið frá mínu fólki en er svo bara auglýsing frá fasteignasölu eða eitthvað.
Þau sem þekkja mig best gætu ímyndað sér að ég hefði fallið fyrir honum því hann skrifar ljómandi góða íslensku. En ... hann er með bil á milli síðasta stafs og spurningamerkja, og svo segir maður kyssileg, ekki kyssuleg. Það hefði líka átt að vera komma á milli Ertu þarna og sæta. Ertu þarna, sæta?
Nei, stafsetning kemur þessu ekkert við. Sumir eru les- og skrifblindir og það myndi ég aldrei láta bitna á þeim. Það gæti verið viðreynsluaðferðin. Konur á mínum aldri falla ekki eingöngu fyrir útlitshrósi, þær vilja heldur ekki bara konfekt / blóm, heldur helst vera dáðar fyrir það andlega líka ... Við fáum aldrei að vita hvað hefði gerst ef maðurinn hefði sagt: Mikið var nýjasta bloggið þitt frábært, hvernig gastu reiknað út nýju Tycho Brahe-dagana og munað að gera ráð fyrir að sumir mánuðir hafa bara 30 daga, jafnvel bara 28? Og ömurleg reynsla fyrir þig að karlarnir í Ameríku læki nánast bara myndina af systur þinni á þinni eigin Instagram-síðu.
Ég hefði svarað honum að ég hefði þessa skemmtilegu greind úr föðurættinni, frá Flatey á Skjálfanda, væri að auki með Merkúr í Meyju sem Fúsi frændi, einnig úr Flatey, segir að bjargi mér, og að ég væri mjög ánægð fyrir hönd Hildu systur út af læk-unum, þeir misstu mig nú samt fyrir bragðið - en kannski héldu þeir að þetta væri ég. Athyglisgáfan væri ekki skárri en þetta. Hver vill þannig menn? Ef einhver verður ástfanginn af mynd af mér en ruglar okkur systrum samt saman, hvernig yrði það hjónaband í raunheimum, alltaf að kyssa Hildu og segja svo: I´m so sorry, ég sé ekki muninn!
Heklglæpafólk (sjá samsettar fjórar myndir) heldur áfram við sníkjur á læki og fallegum orðum auðtrúa fólks í athugasemdum. Af hverju losna ég ekki við þetta af veggnum mínum? Alltaf sömu myndirnar með misjöfnum texta. Svo er þetta stundum eitthvað allt önnur handavinna en hekl sem sýnt er. Og af hverju skrolla ég ekki bara fram hjá og læt sem ég sjái þetta ekki? Ég veit það ekki. Ég skelli stundum inn mynd í athugasemd hjá þessum bófum með skjáskoti af samskonar vælutexta (Nobody læks mæ hekl) en við aðra mynd og set spurningamerki. Heklbófarnir halda áfram að fá þúsundir hrósa fyrir fagurt hekl og enn fleiri hjörtu og læk. Yfirleitt ýti ég bara á X í hægra horninu til að loka þessu en friðurinn stendur bara í mánuð. Svo flæða þessar blekkingar yfir á nýjan leik.
Stundum hef ég sterkt á tilfinningunni að lífið sé að færast inn í samfélagsmiðlana ... og af hverju fer ég ekki bara í hannyrðabúðina við Kirkjubraut og hrósa handavinnunni þar og sýni mitt hekl og fæ alvöruhrós? Jú, af því að það er hálka! Ég hef sterkt á tilfinningunni að verið sé að ýta mér til og frá, kaffihúsin sem loka allt of snemma sem draga mann út í óreglu á börum og pöbbum sem taka við manni þegar á að hitta vini og vandamenn eftir vinnu. Og ekki-sandbornar gangstéttar eða bílastæði ýta manni inn í innivist og að tölvunni eða símanum. Og þar halda sig hrósþyrstu heklglæpónarnir sem eru að gera mig vitlausa. Þvílík hringrás ... en það líf. En það kemur vor og frostið fer ... vonandi.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.5.): 8
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 472
- Frá upphafi: 1526441
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 407
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.